Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 10
MAGNÚS JÓHANNSSON útvarpsvirkjameistari var stöðvarvörður við Útvarps-
stöðina á Vatnsendahæð á árunum 1933—43. Arið 1943 stofnaði liann ásamt Sveinbimi
Egilssyni útvarpsvirkjameistara, sem einnig hafði starfað við Útvarpsstöðina, Radíó- og
raftækjastofuna að Óðinsgötu 2. Þeir félagar hafa unnið að ýmsum verkefnum á sviði
tónupptöku og kvikmyndagerðar, m. a. útvegun og uppsetningu liljóðritunarkerfis fyrir
Alþingi, smíði og uppsetningu kallkerfa, tónupptöku og útvegun segulbandstækja
handa skólum o. fl. Magnús hefur starfað nokkuð að kvikmyndagerð og hefur í félagi
við samstarfsmann sinn gefið út tvær kvikmyndir, er nefnast „Highlands of Iceland11
(Islenzk öræfi) og „Laxaklak".
FRÆÐSLU KVIKMYNDIR
OG SEGULHLJOÐRITUN
Eftir MAGNÚS JÓHANNSSON
Síðustu tuttugu og fimm árin, eða
nteð tilkomu útvarps og tónkvik-
mynda, hefur farið fram hægfara
bylting í fræðsluaðferðum og út-
hreiðslu þekkingar í þágu almenn-
ings. Byltingin er fólgin í því, að
fræðslutjáningin orkar nú á sjón eða
heyrn og jafnvel hvort tveggja í senn.
Aður mátti segja, að öll fræðsla
byggðist á bókum, og bókhneigð var
metin dýrmætasta dyggð. Forráða-
menn æðri menntastofnana eru jafn-
vel enn tregir til að líta upp úr bókun-
um. Hæfni til víðsýni hefur hrakað
við einbeitingu að lestri og skrift. Sízt
skal þó lasta hækur og bókaramennt,
sem var og er og mun verða einn
helzti máttarstólpi fræðslu og þekk-
ingar.
En jafnframt ber að fagna og njóta
þess, að nú renna fleiri stoðir undir
musterið; fleiri svalalindir við fróð-
leiksþorsta hafa fundizt. Hér á eftir
verður reynt í stuttu máli að gera
grein fyrir undirstöðuatriðum tveggja
þeirra — kvikmynda og segulhljóð-
ritunar.
Kvikmyndin hefur nýlega átt 60 ára
afmæli. Á síðustu þrem mánuðum árs-
ins 1895 bar það við, að þrír menn,
sinn í hverju landi, Jenkins í Banda-
ríkjunum, Skladanovsky þýzkur og
Frakkinn Lumiére, sýndu „lifandi
myndir“ svo til samtímis. Hinn síðast-
nefnda má þó telja upphafsmann
kerfisbundinna kvikmyndasýninga.
Ljósmyndun var þá komin á allhátt
stig, og hin ljósnæmu efni, smurð á
glerplötu eða filmuþynnu (gelatine),
voru vel meðfærileg til myndagerðar.
Grundvöllur að þessu fyrirbrigði
— „lifandi myndum“ — er greini-
tregða augans gagnvart tíðum hreyf-
ingum. Ef rimlahjól snýst fleiri en tólf
snúninga á sekúndu, sýnist okkur —
þegar horft er gegnum það — að
rimlarnir hverfi og við sjáum óhindr-
að í gegn. Hægi hjólið á sér, koma
rimlarnir í ljós. Ef við tökum tólf
stakar ljósmyndir á einni sekúndu af
hlut, sem er á hreyfingu, breytist af-
staða hans í myndflötunum í sam-
ræmi við hreyfinguna. Sé þessum
myndum brugðið upp hverri af ann-
arri í sömu röð og með sama hraða
og þær voru teknar, sjáum við heil-
lega mynd af hlutnum og hrevfingu
hans þá sekúndu, sem myndasýningin
varir. Með öðrum orðum: Augu vor
byggja upp samfellda mynd úr þess-
um tólf stöku myndum, sem þó voru
teknar með millibili, sem svarar a. m.
k. y25 úr sekúndu. í stórum dráttum
er kvikmynd gerð á þennan hátt. Þó
eru að jafnaði teknar 16 eða 24 mynd-
ir á sekúndu til þess að fá hreyfinguna
samfelldari. í kvikmyndatökuvélinni
er komið fyrir filmulengju, sem und-
in er á kefli eða spólu. Reglubundin
gataröð er nálægt annarri og jafnvel
báðum brúnum fihnunnar. Brodda-
raðir á hjólum læsa sig í þessi göt og
hreyfa filmuna með jöfnum hraða að
ljósopi og loku vélarinnar. Til þess að
taka skýra mynd verður filman að
vera alveg kyrr, meðan ljósið fellur á
hana. Þetta er gert með því að „gaff-
all“ krækist í gataröðina á filmunni
og heldur henni í föstum skorðum,
meðan loka snýst frá Ijósopi vélarinn-
ar og myndin fellur á filmuna. Þessi
loka snýst í sífellu, en er þannig sam-
tengd gaffli og hreyfibúnaði vélarinn-
ar, að lokað er fyrir allt ljós, meðan
gaffallinn flyzt í næstu göt og kippir
fyrir ljósopið næsta myndfleti á film-
unni. Þannig kemur myndaröð á
Hreyfing jilmunnar í samræmi við lokuna.
1) Myndflötur A lýstur í myndsviðinu.
2) Gaffall lœsist í gataröðina, en lokan jœr-
ist í áttina að lokun.
3) Lokan hylur Ijósopið, gafjallinn kippir
filmunni niður.
4) Lokan afhjúpar myndflöt B. Gafjall
byrjar nýtt skref.
6
IÐNAÐARMÁL