Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 16
8. mynd. Hluti aj aðalsalnum, þar sem vinnujöt eru saumuð. 9. mynd. Tblur saumaðar á skyrtur. 10. mynd. Saumaðir vettlingar. Myndirnar tók Hjálmar R. Bárðarson. tækinu þá kleift að stækka verksmiðjuhús sitt á ný árið 1940, svo að gólfflötur þess var nú kominn upp í 900 m2 og vélakostur þess aukinn að sama skapi. Hóf þá verksmiðjan jafnframt framleiðslu á kuldafatnaði sínum, sem nú er löngu landsþekktur. Dúka, sem verksmiðjan notar til framleiðslunnar, flytur hún alla inn frá útlöndum, að undanteknum íslenzkum ullardúkum, er notaðir eru í fóður á skjólflíkur og nema allverulegu magni. Gær- ur þær, sem verksmiðjan fóðrar kuldaúlpur sínar með, keypti hún í upphafi sútaðar hjá starfandi sútunarverkstæðum hér. En sökum þess, að gærur sútaðar með þeim aðferðum, sem hér höfðu tíðk- azt, reyndust þola illa að blotna og þorna á víxl, var horfið að því ráði að fá hingað ungverskah sútunarfræðing, Zabo að nafni, sem á vegum Vinnufatagerðarinnar hóf hér sútun á gærum með nýrri aðferð, sem gerir gærurnar hæfar til að þola bleytu og endurtek- inn þurrk. Rekur nú fyrirtækið eigin sútunarverksmiðju og sútar með fyrrnefndri aðferð allar þær gærur, sem hún notar við fram- leiðslu sína. Húsnæði Vinnufatagerðarinnar er nú yfir 2000 m2 að gólffleti, og starfslið hennar er 140—150 manns. í vinnulaun greiddi verksmiðjan á árinu 1955 hátt á fjórðu milljón króna, og varlega áætlað má segja, að hún hafi með starf- semi sinni sparað þjóðarbúinu 5—6 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Aðalhvatamaður að stofnun Vinnufatagerðar Islands var Sveinn B. Valfells, sem þá hafði um skeið unnið við innflutning á vinnufatnaði. Hefur hann frá upphafi verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og jatn- framt formaður stjórnar þess. Verkstjóri í verksmiðjunni um nærfellt 20 ára skcið hefur ver- ið Böðvar Jónsson. Má segja, að rekstur fyrirtækisins hafi fyrst og fremst hvílt á þessum tveim mönnum. En auk þess hef- ur fyrirtækið notið krafta fjöl- margra annarra góðra starfs- manna, sem það á vöxt sinn og Sveinn B. Valjells jorstjóri. viðgang að þakka. Þ. R. l^M^-''^'^'^ 12 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.