Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 11
filmulengjuna, sem síðan vefst upp á
annað kefli eða spólu í vélinni.
Þegar filman hefur verið framköll-
uð á þann hátt að verða sýningarhæf,
cr komið að sýningarvélinni. Hreyfi-
búnaður hennar er úr garði gerður á
sama hátt og þegar er lýst: Gaffall
kippir nýrri mynd fyrir ljósopið,
meðan það er lokað, og heldur henni
kyrri, meðan lokan hleypir ljósi frá
sterkum lampa gegnum filmuna og til-
heyrandi safngler á sýningartjaldið,
en þar birtist oss skuggamynd af því,
sem gerðist framan við kvikmynda-
tökuvélina áður. Sé hraði filmunnar
gegnum töku og sýningarvél hinn
sami, verða allar hreyfingar eðlilegar.
Ef við hins vegar látum tökuvélina
snúast hratt — taka t. d. 48 myndir á
sekúndu í stað 24 — verða allar hreyf-
ingar á tjaldinu helmingi hægari en
vera ætti. Slík brögð með hraða
myndatöku gera kleift að rannsaka
nákvæmlega ýmis fyrirbrigði í hreyf-
ingu, sem ekki festir auga á með öðru
móti. Þetta er einn af hinum mörgu
ómetanlegu kostum kvikmynda til
skýringa á flóknum fyrirbærum.
Frá aldamótum fram að 1930 var
timabil hinna þöglu kvikmynda.
Merkileg þróun átti sér stað í upp-
byggingu þeirra til listrænnar túlkun-
ar á myndrænan hátt. Snennna á öld-
inni var þó farið að nota tónlist sem
undirleik með myndunum. Krafan um
að fá tal og tóna með myndinni varð
æ háværari, og lausnin kom árið 1929,
þegar leikararnir á tjaldinu létu til sín
Ljósrœnn tónflutningur í sýningarvél.
A I>ungt hjól til hraðajöfnunar.
B Rúllur, sem jafna slaka og halda jilm-
unni þétt að hjólinu.
C Ljósgjafi og safngler.
D Hornspegill.
heyra með tali og söng. Vandinn var
leystur á þann eina sjálfsagða hátt að
breyta hljóðöldunum í ljósáhrif, sem
festa mátti á filmuna sem „mynd“ af
hljóðinu. I sýningu er sérstökum ljós-
geisla beint gegnum þessa „tónmynd“
og látinn falla á ljósnæmt rafskaut
(photocellu), er skilar tónmótuðum
rafstraum til magnara og síðan til há-
talara við sýningartjaldið. Þögul
kvikmynd hafði gataröð með báðum
brúnum filmunnar. Nú var þessu
breytt þannig, að í stað gataraðarinn-
ar öðrum megin kom nú tónskriftin í
2—3 mm breiða rönd eftir endilangri
filmunni. Tónupptaka eða hljóðritun
á filmu með þessari aðferð er talsvert
margbrotin tæknilega og kostnaðar-
söm og getur því aðeins borið sig fjár-
E Ljósnœmt rafskaut (Photocell).
F Filman.
G Magnari.
H Hátalari.
hagslega, að um stórt upplag — a. m.
k. lugi eintaka — sé að ræða.
Fræðslu- og heimildakvikmyndir
komu til sögunnar fyrir 1920. T. d.
var fyrsta mynd meistarans Roberts
Flahertys „Nanok of the North“ gerð
það ár. En framleiðsla slíkra mynda
þótti ekki gróðavænleg og átti því erf-
itt uppdráttar. Árið 1929 gerði John
Grierson kvikmynd af sildveiðum í
Norðursjó „The Drifters“. Sú mynd
dró að sér mikla athygli og vakti
áhuga ráðamanna fyrir hagnýtingn
kvikmynda til fræðslu og kynningar i
þágu atvinnuveganna. Fræðslumála-
stofnanir tóku þá einnig að stuðla að
gerð fræðslukvikmynda og dreifingu
þeirra. Heimsstyrjöldin síðari skar þó
Framh. ó 13. blB.
Hér er venjuleg sýn-
ingarvél með auka-
tœkjum þeirn, er með
þarf til hljóðritunar
og hljóðflutnings af
segulrönd. Til vinstri
er hljóðritunarmagn-
ari, en örin bendir á
umbúnað tónhaussins.
7