Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 9
sem úrgangur og annað efni kemur í þeirra stað. I iönaði ryður notkun geislavirkra efna sér einnig til rúms. Handhæg tæki, sem innihalda geislavirk efni, eru notuö til þess að taka geislamynd- ir af steyptum rnálmhlutum og soðn- um samskeytum til þess að sjá, hvort þar sé nokkra galla að finna. Onnur tæki, svipaðs eðlis, eru notuð til þess að mæla þykkt á plötum, allt frá papp- ír upp í stálplötur, og stilla fram- leiðslutækin sjálfkrafa, svo að fram- leiðslan verði jafnari en áður þekktist. Sterk geislun frá geislavirkum efnum gefur efnum þeim, sem fyrir henni verða, ýmsa eiginleika, sem ekki er hægt að framkalla á annan hátt, og geta þau orðið mjög nytsöm fyrir ýmsar greinar efnaiðnaðar. Þá má geta þess, að mjög athyglisverður árangur hefur náðst í notkun kjarn- geislunar við gevmslu matvæla. Þá er eftir að minnast á eitt atriði í notkun geislavirkra efna og ekki það veigaminnsta, en það er notkun þeirra til lækninga. Hin geislavirku efni gegna hér tvíþættu starfi. Annars veg- ar eru þau notuð til geislunar og hins vegar til sjúkdómagreininga. Til geislunar má nota efni þessi á þrenn- an hátt. í fyrsta lagi má nota þau í geislunartækjum, sem líkjast röntgen- tækjurn og koma í stað þeirra. í öðru lagi má koma hinu geislandi efni fyr- ir í eða á líkamanum á sama hátt og radíum. í þriðja lagi má gefa inn eða sprauta inn í líkamann vissum geisla- virkum efnum, sem setjast fyrst og fremst í þau líffæri, sem geisla þarf. Sjúkdómagreiningar með geisla- virkum efnum byggjast einkum á inn- tökum eða innsprautun geislavirkra efna, sem setjasl í hin sjúku líffæri. Af þessu stutta yfirliti um notkun geislavirkra efna mun vera ljóst, að þau eru til margra hluta nytsamleg og notkun þeirra svo fjölþætt, að fullvíst má telja, að þau eigi eftir að eiga sinn þátt í athafnalifi okkar íslendinga. Enn sem komiö er, hafa aðeins fáar sendingar af geislavirkum efnum komiö til íslands. Fyrir utan radíum og þóríum hafa nokkrir skammtar af geislavirkum fosfór frá Ameríku og Englandi verið fengnir hingaö til lækninga og rannsókna, og nýlega kom hingað frá Englandi allsterkur skammtur af geislavirku kóbolti til geislunar tilraunadýra. Eitt er það, sem ráða þarf bót á, áð- ur en hægt er að nota geislavirk efni hér að nokkru ráði, en það er þekk- ingarskortur á eðli og meðhöndlun þessara efna. Það er atriði, sem vinna þarf bug á með almennri fræðslu og sérstakri aðstoð við þá, sem ætla að nota þessi efni. Efni þessi geta verið mjög hættuleg í höndum manna, sem ekki kunna að meðhöndla þau, og væri æskilegt, að allar sendingar geislavirkra efna til landsins færu um hendur ákveðinnar stofnunar eða að- ila, sem sæi um, að þau lentu aðeins í höndum þeirra manna, sem með þau kunna að fara. Kjarnfræðanefndinni er ætlað að tryggja, að aðstæður þær, sem kjarn- orkuöldin skapar, verði hagnýttar sem bezt í þágu íslenzkra atvinnuvega. Fylgzt verði með nýjungum í þessum málum og þær nýjungar, sem vænleg- ar þykja til notkunar hér á landi, verði kynntar þeim aöilum, sem eink- um má búast við, að not geti haft af þeim. Auk þess gangist nefndin fyrir almennri fræðslu um kjarnorkumál. Til þess að flýta fyrir þróun þessara mála hér á landi er nefndinni ætlaö að gera tillögur um kjarnfræðileg til- rauna- og rannsóknastörf og notkun kjarnorku og geislavirkra efna í þágu atvinnuveganna. Einnig er henni ætl- að að stuðla að því, að tillögunum verði hrundið í framkvæmd. Um þátttöku í nefndinni hefur ver- ið leitaö til þeirra stofnana, sem helzt mátti ætla, að létu sig þessi mál nokkru skipta, og líklegt þótti, að mundu bera uppi þróunina í kjarn- orkumálunum og gjarnan vildu leggja eitthvnð fram í því skyni. Undirbún- ingsnefndin hefur gert ráð fyrir, að kjarnfræðanefndin mundi ráða til sín eðlisfræðing, sem hefði með höndum framkvæmdir fyrir nefndina. Honum er ætlað að halda uppi tengslum við hliðstæðar stofnanir í öðrum löndum, fylgjast með nýjungum á sviði kjarn- fræða og útbreiöa fróðleik um þau efni hér á landi. Gæti í því sambandi verið athugandi að hafa útgáfustarf- serni eða samvinnu við ákveðin tíma- rit um birtingu greina kjarnfræðilegs efnis. Oss virðist æskilegt, að kjarnfræöa- nefndin geri tillögur um og stuðli að því, að sett verði á stofn rannsókna- stofa til mælinga og rannsókna á geislavirkum efnum. Slík rannsókna- stofa er frumskilyröi fyrir því, að yf- irleitt sé hægt að nota geislavirka ísó- tópa á rannsóknastofnunum, á sjúkra- húsum eða í iðnaöi, svo að nokkru nemi. Rannsóknastofu þessari yrði ætlað að framkvæma geislamælingar fyrir aðrar rannsóknastofnanir, sem not- uðu geislavirka ísótópa við rannsókn- ir sínar, eða að veita þá aðstoð, sem þurfa þætti. Á sama hátt væri til þess ætlazt, að rannsóknastofan tæki að sér geislamælingar fyrir sjúkrahúsin, þar sem geislavirkir ísótópar væru notaðir, og eins tæki hún að sér mæl- ingar fyrir iðnfyrirtæki, sem notuöu geislavirk efni. Eðlilegt virðist einnig, að rann- sóknastofan aðstoðaöi við útvegun geislavirkra ísótópa og að allar send- ingar geislavirkra efna til landsins gengju í gegnum rannsóknastofuna. Þá væri' æskilegt, að rannsókna- stofa þessi hefði einnig með höndum sjálfstæðar rannsóknir. Virðist liggj a beint við að taka þar fyrir aldurs- ákvarðanir með geislavirku kolefni og tritíummælingar. Einnig gæti verið ástæða til þess að fylgjast með geislun frá lofti og regnvatni frá heilbrigðis- legu sjónarmiði, einkum eftir að stór- ar kjarnorkusprengjur eru sprengdar. Annað málefni, sem eðlilegt væri að kjarnfræðanefndin léti til sín taka, er athugun á möguleikum til fram- leiðslu þungs vatns hér á landi. Utlit er fyrir, að hér geti orðiÖ um stóriðn- að að ræða, en með samböndum sín- um við hliðstæöar stofnanir í öðrum löndum ætti kjarnfræðanefndin að hafa góða aðstöðu til að fylgja fram þessum málum. 5 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.