Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 2

Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 Mikil umræða hefur skapast um SyncronEyes hugbúnaðinn sem notaður er við kennslu í Menntaskólanum á Ísafirði. Sitt sýnist hverjum um ágæti hug- búnaðarins og telja margir að með hugbúnaðinum sé hægt að fylgjast með nemendum og upplýsingum í tölvum þeirra. Hefur því jafnframt verið hald- ið fram að kennarar geti náð valdi yfir tölvum nemenda og þar með komist inn í önnur forrit í tölvunni. Ragnar Aron Árnason, sölu- og þjónustu- stjóri hjá ísfirska tölvu- og net- þjónustufyrirtækinu Snerpu ehf., segir SyncronEyes vera kennslustýringar hugbúnað en ekki eftirlitshugbúnað. Hann segir kennara ekki komast inn á tölvur nemenda, nema þeir sam- þykki að veita kennurum aðgang að tölvunni sinni og þá helst í þeim tilgangi að fá aðstoð kenn- ara. „Kennari eða annar sem stýrir kennslustund hefur ekki nokkurn einasta aðgang að tölvum nem- enda nema þeir samþykki það sjálfir og einungis í þann tíma sem nemandinn er tengdur kenn- ara í kennslustund, nemandi getur aftengst hvenær sem hann óskar. Nemandi sér alltaf hvað kennar- inn er að gera í tölvu hans,“ segir Ragnar. Ragnar segir kennara geta t.d. birt glærur hjá nemendum og samræmt þar með kennslu og getur það gert nemendum sem ekki komast í skólann vegna veðurs eða veikinda, kleift að tengjast inn og vera með í kennslu. Ef nemandi gerir SyncronEyes óvirkt, sér kenn- arinn að ekki eru allir tengdir sem mættir eru í tíma. Ótengdi nemandinn fær þá ekki þær upplýsingar sem aðrir nemend- ur fá sem eru tengdir forritinu. „SycronEyes er t.d. notað í Borgarholtsskóla og víðar og einnig eru aðrar gerðir af sambærilegum hugbúnaði not- aðar í skólum víða um landið“ segir Ragnar. – birgir@bb.is „Ekki njósnaforrit“ Kennarar í MÍ fylgjast með tölvum nemenda Menntaskólinn á Ísafirði hefur tekið í notkun hugbúnaðinn Syn- chronEyes sem notaður verður við kennslu í vetur. Búnaðurinn leyfir kennara að fylgjast með skjám nemenda og tryggja þann- ig að nemendur vinni að þeim verkefnum sem þeim hefur verið úthlutað. Meðal kosta forritsins að mati framleiðanda, er mögu- leikinn á að vista skjámynd nem- enda til geymslu auk þess sem hægt er að loka fyrir forrit í tölv- um nemenda og kanna hvort þeir einbeiti sér að náminu. Hugbún- að sem vinnur með persónuupp- lýsingar, ber að tilkynna til Per- sónuverndar. Þegar haft var sam- band við Persónuvernd hafði engin slík tilkynning borist frá Menntaskólanum á Ísafirði. Hjá Persónuvernd fengust þær upp- lýsingar að stofnun gæti ekki gefið afdráttalaus vör um lög- mæti hugbúnaðarins en „verði málið hins vegar tekið fyrir hjá stofnuninni, s.s. vegna kvörtunar frá nemenda, verður hugbúnað- urinn og notkun hans skoðuð nánar og afstaða tekin til lögmæt- isins. Líklegt er að lögmætið ráð- ist einkum af því hvernig fræðslu nemendur hafi fengið og hvort líta megi á notkun hugbúnaðarins sem eðlilegan þátt í starfsemi skólans.“ Jón Reynir Sigurvinsson skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði sagði að SynchronEyes hefði að sjálfsögðu ekki verið tilkynnt til Persónuverndar. Hann sagði að þetta vera víða notað og ef enginn hefði tilkynnt þetta væri það bara álit Persónuverndar að slíkt þyrfti. „Það er enginn munur á þessu og að líta í bók hjá nem- anda. Það skiptir engu máli hvort upplýsingar nemenda birtast á skjá eða blaði,“ segir Jón Reynir. Ekki hafa verið samdar sérreglur um rafrænt eftirlit í skólum. Því starfar Persónuvernd eftir reglum um rafrænt eftirlit á vinnustöðum í tilvikum líkt og þessu. Þar segir: „Rafræn vöktun til að mæla vinnu og afköst starfsmanna er háð því að hennar sé sérstök þörf því að ekki sé unnt að koma við verk- stjórn á hinu vaktaða svæði með öðrum hætti; eða án vöktunar- innar sé ekki unnt að tryggja ör- yggi á viðkomandi vinnusvæði; eða hún sé nauðsynleg vegna sér- staks samkomulags um launakjör í viðkomandi fyrirtæki, s.s. þegar laun eru byggð á afkastatengdu, tímamældu launakerfi.“ Þó kem- ur fram að þegar rafræn vöktun er viðhöfð í þessum tilgangi skal, eins og ávallt, ganga úr skugga um hvort markmiðinu með vökt- uninni verði ekki náð með öðrum og vægari raunhæfum úrræðum. Jón Reynir sagði kennara bundna trúnaði og hann treysti þeim til að meðhöndla upplýs- ingar um nemendur rétt og í sam- ræmi við skyldur. Hann sagðist ekki hafa rætt málið við Persónu- vernd. „Nei, auðvitað ekki, hvers- lags vitleysa er þetta. Forritið er keypt í gegnum Opin kerfi og notkun þess er ekkert öðruvísi en annað sem notað er við kenn- slu.“ Syncron Eyes er hugbúnað- ur sem nota má við kennslu í gegnum tölvu. Hugbúnaðurinn auðveldar nemendum og kennur- um að hafa samskipti sín á milli m.a. með því að leyfa bein sam- skipti milli nemenda og kennara. Hægt er að senda verkefni milli tölva auk þess sem kennari getur séð hvort nemandi sinnir þeim verkefnum sem fyrir hann hefur verið sett. Á vef bresks söluaðila Syn- chronEyes kemur fram að kenn- ari geti tekið á „vald“ tölvu nem- anda. Hugbúnaðurinn bjóði upp á möguleika að slökkva á og end- urræsa vél nemenda. Þar að auki geti kennari sent skrá yfir til einstaka tölva sem opnist sjálf- krafa. Meðal þeirra spurninga sem finna má frá kaupendum á vef sölu aðila hugbúnaðarins í Þýskalandi er „hvernig get ég leynt SynchronEyes á tölvum nemenda?“ spurningunni er svo svarað „Þegar SynchronEyes er sett upp á tölvu nemenda má bæði velja sýnilega og ósýnilega útgáfu. Nemandi verður því ekki var við ósýnilega útgáfu að því undanskyldu að kennari sendi ekki skilaboð, próf eða sendi út skjá nemandans á aðrar tölvur.“ Blaðamaður leitaði álits fyrir- tækis sem fer með öryggismál tölvukerfa. Þar sagði tæknimaður að forrit sem þessi gætu verið varasöm út frá öryggisjónarmið- um. En öllu skipti þó hver hefði aðgang að kennararéttindum. „Þetta eru frekar mikil völd og það er rosalega auðvelt að mis- nota þetta. Aðalmálið er hver er með þessi réttindin (kennaraað- gang) og hvernig hann notar þau.“ Sérstaklega þótti það vara- samt að kennarar hefðu þann möguleika að senda skrár yfir á tölvur nemenda og opna sjálf- krafa. „Það opnar stóra glufu fyrir vírussmit.“ Vegna viðskiptahags- muna vildu þeir sem við töluðum við um öryggismál tölvukerfa ekki koma undir nafni né að fyrir- tæki þeirra væru nefnt. SyncronEyes er notað víða um heim, en á netinu má finna mynd- band þar sem ungur drengur sýnir öðrum nemendum hvernig má slökkva á hugbúnaðinum jafnvel þótt hugbúnaðurinn eigi að koma í veg fyrir að nemendur geti það. Aðferðin er vægast sagt einföld. Aðeins þarf að opna textaskrá og skrifa nokkra stafi í hana. Nem- andi endurræsir því næst tölvuna en hættir svo við þegar spurt er hvort vista eigi textaskjalið. Þá hefur SyncronEyes núþegar verið keyrt niður og nemandi getur notað eigin tölvu að vild. Mynd- bandið var lagt fram fyrir sér- fræðing í öryggismálum sem sagði þetta vekja upp spurningar um gæði hugbúnaðarins. Þarna væri um búnað að ræða þar sem lykilmál væri að öll öryggisatriði væru pottþétt. Einnig var leitað til lögfróða aðila sem allir sögðu þennan hug- búnað vera á gráu svæði. Einn sagði þetta vera öfgafulla aðgerð til að sjá til þess að nemendur væru ekki á Facebook í tímum. „Ég átta mig ekki á hvaða tilgang þetta þjónar. Þetta er mjög öfga- fullt. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé löglegt,“ sagði lög- fræðingur við blaðamann. Beðið var um öll göng Mennta- skólans á Ísafirði vegna Syncron- Eyes á grundvelli upplýsingalaga frá 1996 en þeirri beiðni var hafn- að af skólanum. Í svari við beiðn- inni segir: „Kaup á hugbúnaði eða leiga er ekkert leyndarmál í sjálfu sé en upplýsingarnar varða við- skiptahagsmuni og eru innifaldar í heildarsamningi við Opin Kerfi og verður sá samningur ekki birt- ur hvorki þér (blaðamanni) né öðrum hvað svo sem upplýsinga- lögin segja.“ – atli@bb.is Menntaskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.