Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 3 Níu sagt upp hjá 3X Technology Níu starfsmenn ísfirska fyrir- tækisins 3X Technology fengu uppsagnarbréf á föstudag. Alls hefur fyrirtækið því sagt upp ell- efu starfsmönnum á árinu en 45 manns störfuðu hjá því í vor. Jóhann Jónasson, framkvæmda- stjóri 3X Technology, segir upp- sagnirnar tilkomnar vegna sam- dráttar í sölu á vörum fyrirtækis- ins. Starfsmennirnir sem fengu uppsagnarbréf eru á eins til þriggja mánaða uppsagnarfresti. Jóhann segir að verði einhverjar breyt- ingar til bóta á uppsagnartíman- um, verði uppsagnirnar endur- skoðaðar. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að aðstæður geta breyst á mjög skömmum tíma en sem stendur er ekkert útlit fyrir það,“ segir Jóhann. Helmingur af veltufé fyrirtækisins hefur ver- ið á innanlandsmarkaði en á með- an ástandið er með þeim hætti í íslenskum sjávarútvegi, eru marg- ir þættir óuppgerðir og óljósir í rekstri 3X Technology. „Það er lítið vit í að fjárfesta í slíkri framtíð. Það er mikil óvissa um fyrirkomulag kvótamála og mjög hátt vaxtastig. Það eru margir hlutir óuppgerðir á milli sjávarútvegsins og bankanna. Fyrr en það kemst á hreint, þá held ég að sjávarútvegurinn á Íslandi sé ekki að hugsa um ný- sköpun í vöruþróun en það er það sem við treystum á,“ segir Jóhann. Hann segir samdrátt vera á flestum þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á erlendis t.d. í Bretlandi, á Spáni og í Kanada. „En auðvitað sjáum við teikn á lofti þessi misserin um að þeir markaðir séu á uppleið en við höfum ekkert fast í hendi enn sem komið er. Það verður því ennþá aðhald á meðal félaga sem eru að vinna á tækjamarkaði,“ segir Jóhann. – birgir@bb.is 3X Technology. Gunnlaugur kvaddur með kaffi og meðlæti Fjöldi fólks lagði leið sína í verslun Pennans Eymundsson á Ísafirði á föstudag til að kveðja starfsmann verslunarinnar Gunnlaug Jónasson sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Af því tilefni var viðskiptavinum boðið upp á kaffi og meðlæti. Gunnlaugur hefur í rúma hálfa öld starfað við bóksölu, fyrst í Bókhlöðunni á Ísafirði og síðar Eymundsson. Hann var annar ættliður sömu fjölskyldu sem rekur Bókhlöðuna á Ísafirði en hann tók við af föður sínum í ársbyrjun 1953 og rak hana til árs- loka 1993, en þá tók Jónas, sonur Gunnlaugs, og kona hans Kristín Ólafsdóttir við rekstrinum. Penninn-Eymundsson tók síðan við rekstrinum árið 2006. Feðgarnir Jónas Gunnlaugsson og Gunnlaugur Jónasson ásamt Guðnýju Mögnu Einarsdóttur sem unnið hefur með þremur ættliðum í Bókhlöðunni, en auk félaga hennar á myndinni vann hún með Jónasi Tómassyni á sínum tíma. Ekki vilji til að breyta svæðis- skipulagi landshlutasamtaka Talsverðar breytingar hafa átt sér stað frá því að stofnað var til landshlutasamtakanna á sínum tíma. Sveitarfélögum hefur fækk- að umtalsvert, verkefni þeirra eru fleiri og umfangsmeiri, auk þess sem íbúum hefur almennt fækkað á landsbyggðinni en fjölgað á höfuðborgarsvæðinu. „Þessar breytingar hafa haft ýmis konar áhrif á svæðisbundið samstarfs sveitarfélaganna. Kjördæma- breytingin árið 2003 virðist hins vegar ekki hafa haft nein teljandi áhrif á svæðisbundna samvinnu en sveitarfélög geta eftir sem áður haft samstarf yfir svæðamörk landshlutasamtakanna kjósi þau svo. Sveitarstjórnarmenn hafa ekki séð ástæðu til að fylgja kjör- dæmaskipan eftir, bæði vegna meiri fjarlægða og þar með meiri ferðakostnaðar og vegna þess að sátt virðist ríkja meðal sveitar- stjórnarmanna með núverandi fyrirkomulag“, segir í skýrslu starfshóps á vegum samgöngu- ráðuneytisins um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kemur einnig fram að í svörum samtakanna kom fram að ekki er vilji til að breyta svæðisskiptingu þeirra, en tekið var fram að mörg þeirra hafa tekið upp aukið samstarf á ákveð- num sviðum og eftir aðstæðum. Flest landshlutasamtökin endur- skoða starfsemi sína nokkuð reglulega og þykir það gefa vís- bendingu um að sátt ríki um fyrir- komulagið. Fjórðungssambandið var stofn- að árið 1949 með aðild sýslu- og sveitarfélaga. Árið 1970 var sam- bandinu breytt í samtök sveitar- félaga. Íbúar á Vestfjörðum eru 7.374 og aðildarsveitarfélögin eru tíu. Á tímabilinu 2003-2008 annaðist Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf rekstur FV. Tvær sjálfstæðar stjórnir voru en einn og sami framkvæmdastjórinn. Horfið var til fyrra fyrirkomulags í upphafi árs 2008 með það að leiðarljósi að skerpa á áherslum hvors um sig. FV einbeitir sér að samfélagslegum málum og upp- byggingu innviða en Atvinnu- þróunarfélagið einblínir á at- vinnulífið. Lögð er áhersla á að halda nánu samstarfi þarna á milli. Eitt stöðugildi er hjá FV. FV leigir húsnæði af Háskólasetri Vestfjarða og á aðild að sameig- inlegum rekstri húsnæðis og af- greiðslu ásamt fjölda stofnana, auk þess er bókhaldsþjónusta að- keypt. Markmið FV er m.a. að vinna að hagsmunum sveitarfélaganna og kjördæmisins alls, efla sam- vinnu sveitarfélaga og kynningu sveitarstjórnarmanna og vinna að verkefnum sem aðildarsveitar- félög eða löggjafinn kunna að fela því, til styrkingar byggðar og mannlífs í kjördæminu, at- vinnu-, félags- og menningar- lega. Helstu verkefni FV eru m.a. endurskoðun á samgönguáætlun Vestfjarða. Vegamál, fjarskipta- mál, flugmál og hafnir, staðarval á Vestfjörðum fyrir hafnsækinn stóriðnað og undirbúningur að gerð svæðisskipulags fyrir Vest- firði með áherslu á haf og Strand- svæðaskipulag. Fjórðungssamband Vestfirðinga er til húsa í Vestrahúsinu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.