Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 15 Sælkerinn Lasagna og heit bláberjakaka Sælkeri vikunnar býður upp á uppskrift af ljúffengu lagsanga. „Þessa uppskrift er hægt að leika sé dálítið með. Hafa t.d. bara grænmeti og/eða bæta í hana hakki“, segir Alda Björg. Hún segir að gott sé að hafa ferst grænmeti með, hvítlauksbrauð og jafnvel hrísgrjón. Í eftirrétt er heit bláberjakaka. „Fékk þessa uppskrift hjá systur minni alveg æðislegur.“ Lasagna 500 g hakk 1 stk Mexíkó ostur 2 dl mjólk ca. Tacosósu (nota oftast party taco sósu má nota hvaða sósu sem er) Tómartpúrra Lagsagna plötur Rifinn ostur Grænmeti að vild, nota oftast þetta eða það sem er til hverju sinni: Brokkolí Rauðlauk Sveppi kúrbítur Paprika hakkið (ef það er notað). Þegar osturinn er tilbúinn setjið þá taco sósuna út í og smakkið til með tómatpúrrunni. Setjið grænmetið og hakkið út í. Hrærið vel í og bragðbætið með tómatpúrru ef þarf. Setjið í eldfast mót, setjið lagsagna plötur á milli, 2-3 lög. Svo ost yfir og inn í ofn 20 mín 200°c. Heit bláberjakaka 100 g smjör 100 g hveiti 100 g. sykur Saxið niður grænmetið, gróf- saxið og steikið. Leggið lagsagna plöturnar í bleyti, bræða ostinn í mjólkinni á vægum hita. Steikið 100 g. bláber Hnoðið saman hveiti, smjör og sykur. Setjið hluta af því í eldfast mót blabber yfir og restina af deiginu yfir bláberin. Inn í ofn 200°C í 10-15 mín. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma. Næsti sælkeri vikunnar verður hún Guðrún Oddný Schmidt Suðureyri. Sælkeri vikunnar er Alda Björg Karlsdóttir á Suðureyri sem hér er ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Erlingssyni. Fögnuðu 50 ára fermingarafmæli Fermingarbörn sem gengu til altaris í fyrsta skipti þann 15. maí 1959 í Ísafjarðarkirkju hittust á Ísafirði um helgina og rifjuðu upp gamla tíma. ,,Það voru 60 börn sem fermdust þennan dag, bæði var fermt fyrir og eftir há- degi af Séra Sigurði Kristjáns- syni, og voru um 40 manns sem mættu, nokkrir með maka sína með sér. Við hittumst fyrst í skíðaskálanum á föstudagskvöld, svona til að hrista hópinn saman,“ segir Anna Lóa Guðmundsdóttir. ,,Á laugardeginum var bærinn skoðaður, safnahúsið og gamli barnaskólinn þar sem að við tók- um morgunsöng. Svo fengum við okkur hádegismat í Tjöruhúsinu og tókum svo þrjú bíó og sáum gamla mynd frá Ísafirði. Hópur- inn lauk endurfundunum á kvöld- verði á veitingastaðnum Við Poll- inn á Hótel Ísafirði. Þessir endur- fundir heppnuðust mjög vel og við vorum mjög ánægð“, segir Anna Lóa. – heida@bb.is Fermingarbörnin ásamt mök- um fyrir framan Ísafjarðarbíó. Skemmtu sér kon- unglega í drullunni Boltafélag Ísafjarðar stóð fyrir mýrarboltamóti auk hefð- bundins knattspyrnumóts um helgina. „Mótið gekk mjög vel þó veðrið hefði nú getað verið betra. Við höfðum mótið í styð- sta lagi, tvo leiki á lið á Torfnesi og grilluðum svo ofan í liðið og gáfum krökkunum smágjöf. Að því loknu var rokið inn í Tungudal þar sem allir sem treystu sér fengu að spreyta sig. Það dembdu sér nú flestir í drulluna“, segir Svavar Þór Guðmundsson, formaður BÍ. Krakkarnir skemmtu sér kon- unglega í drullunni að sögn Svavars en reynt var að hafa íþróttina örlítið í léttari kantin- um. „Drullan var ekki eins blaut og þegar fullorðnir eru að keppa og því dálítið þykkri og kannski auðveldari yfirferð- ar.“ Til stendur að gera mýrar- bolta barna að árlegum viðburði hjá BÍ. „Þetta er komið til að vera. Við vonumst til að geta dregið aðkomulið vestur til að keppa við okkur með því að bjóða upp á þessari nýjung. Þá verður keppt um heimsmeist- aratitil barna og unglinga. Börnin skemmtu sér konunglega í drullunni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.