Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009
Ritstjórnargrein
Fjórðungssambandið
Útgefandi:
H-prent ehf.,
kt. 600690-1169,
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Thelma Hjaltadóttir,
símar 456 4693 og 849
8699, thelma@bb.is
Birgir Olgeirsson, símar
456 4560 og 867 7802,
birgir@bb.is
Ritstjóri netútgáfu bb.is:
Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími
894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Lausasöluverð er kr. 400
eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorku-
lífeyrisþega. Einnig sé greitt
með greiðslukorti.
Önnur útgáfa:
Ferðablaðið
Á ferð um Vestfirði. ·
ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Á að breyta erlendum
lánum fólks í lán í
íslenskum krónum?
Alls svöruðu 290.
Já sögðu 145 eða 50%
Nei sögðu 146 eða 50%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Sunnan- og suðaustan-
átt og rigning sunnan- og
vestanlands en annars
skýjað með köflum eða
bjartviðri. Hiti 8-14 stig.
Horfur á laugardag:
Sunnanátt með vætu, en
þurrt og víða bjart á
Norður- og Austurlandi.
Milt í veðri, einkum
norðaustanlands. Horfur
á sunnudag: Sunnanátt
með vætu, en þurrt og
víða bjart á Norður- og
Austurlandi. Milt í veðri,
einkum norðaustanlands.
Umskipti hafa hafa orðið í rekstri vestfirskra sveitarfélaga frá því
í nóvember 1949 er ákveðið var að stofna samtök til að vinna að
sameiginlegum hagmunamálum þeira í stað þess að paufast hvert í
sínu horni. Þótt stundum hafi blásið um innviði Fjórðungssambands-
ins á þeim sex áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess, er næsta víst
að þegar lagt var upp var betur af stað farið en heima setið.
BB hefur iðulega vitnað til samþykkta sambandsins, greint frá
kröfum þess á hendur ríkisvaldinu og ábendingum um neikvæðar
afleiðingar ýmissa lagasetninga Alþingis á þróun vestfirskra byggða.
Verður að segjast eins og er að í þeim efnum hafa stjórnvöld iðulega
daufheyrst. Nærtækt dæmi: Á þinginu 2002 var krafist ,,tafarlausrar
rannsóknar á því hvað hafi farið úrskeiðis í fiskveiðistjórnuninni
eða hvort niðurstöður fiskifræðinga um ástand helstu fiskistofna
hafi verið rangar,“ enda taldi þingið að ,,verndun fiskistofna hefði
algerlega mistekist.“ Þá taldi þingið að árangursleysið (í fiskveiði-
stjórnuninni) hefði dregið mátt úr sjávarbyggðum, fólk hafi flosnað
upp og eignir þess orðið verðlausar. Bent var á að íbúaþróun á Vest-
fjörðum hafi verið í beinu samhengi við þróunina í sjávarútvegi. BB
er ekki kunnugt um að stjórnvöld (eða sjávarútvegsráðherra-r) hafi
í neinu svarað þessari skorinyrtu samþykkt sveitarfélaga á Vestfjörð-
um.
Fimmtugasta og fjórða þing sambandsins er framundan; afmælis-
þing þar sem tímamótanna verður minnst, væntanlega litið yfir far-
inn veg og horft fram á við. Eitt stærsta umfjöllunarefni þingsins
verður að líkindum ,,sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir alla lands-
hluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar,“ sem boðuð
hefur verið. (Vonandi eitthvað bitastæðara er á reynir en vaxtarsamn-
ingar liðinna ára.)
Tímarnir breytast og mennirnir með, fjarlægðin gerir fjöllin blá.
Sama gildir um félög og félagasamtök. Í kjölfar þings 2005 var sú
skoðun uppi að Fjórðungssambandið væri barn sín tíma, tími þess
liðinn, leggja ætti það niður og spara með því fátækum sveitarfélögum
umtalsverðar fjárhæðir. Að því best er vitað hefur ekki verið haft
hátt um þetta síðan. Hvað sem því líður hljóta sveitarfélögin að
þurfa að meta hvort tilgangurinn helgi enn meðalið; hvort uppskeran
svari tilkostnaði.
Hver sem framtíð Fjórðungssambands Vestfjarða verður má eitt
ljóst vera: Vestfirðingum mun ekki veita af samstöðu um tafarlausar
úrbætur í brýnustu hagsmunamálum þeirra, sem stendur: samgöngu-
og orkumálum.
Í þeim efnum má hvergi gefa eftir.
s.h.
Ertu orðin(n)
áskrifandi?
Síminn er 456 4560
Það er mun ódýrara
að vera áskrifandi!
Fjöldi innlendra sérfræðinga
munu leggja orð í belg á málþingi
um skipulag og stjórnun strand-
svæða, sem hófst á Ísafirði í dag
og stendur fram á morgundaginn.
Jafnframt verður gefin innsýn í
leiðir sem önnur strandríki hafa
farið í þessum málaflokki. Í því
sambandi munu sérfræðingar frá
Kanada, Hjaltlandseyjum og Ítal-
íu halda erindi um mismunandi
leiðir við stjórnun og skipulag
strandsvæða. Háskólasetur Vest-
fjarða stendur að þinginu en það
ber yfirskriftina „Coastal Zone
Management and Spatial Marine
Planning“.
Málþingið er haldið í tengslum
við upphaf skólaárs í meistara-
námi í haf- og strandsvæðastjórn-
un við Háskólasetrið. Einnig er
það liður í hugmyndum sem
Fjórðungssamband Vestfirðinga,
Teiknistofan Eik og Háskólasetr-
ið hafa sett fram um gerð nýting-
aráætlunar fyrir strandsvæði
Vestfjarða.
Víða í nágrannaríkjum Íslands,
og öðrum strandríkjum, hafa slík-
ar áætlanir verið settar fram með
það að markmiði að samþætta
stjórnun og koma í veg fyrir
mengun, ofnýtingu og hags-
munaárekstra. Áhersla er lögð á
að strandsamfélögin sjálf komi
að ákvörðunartöku og áætlana-
gerð um nýtingu svæðanna.
Málþingið hófst í morgun í
Háskólasetri Vestfjarða en verð-
ur framhaldið á morgun. Loka-
atriði málþingsins verður jafn-
framt hluti af hátíðardagskrá
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga sem fram ferð í Edinborgar-
húsinu. Málþinginu verður slitið
kl. 16:30 á morgun. Málþingið
fer fram á ensku.
– thelma@bb.is
Málþing um skipulag strandsvæða
Enginn biðlisti á Dægradvöl
Engin mannekla er hjá Dægra-
dvöl Grunnskólans á Ísafirði líkt
og hjá mörgum frístundaheimil-
um á landinu. Að Sögn Margrétar
Halldórsdóttur, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa Ísafjarðarbæjar,
gekk vel að manna stöðurnar fyrir
veturinn. „Að stórum hluta er
um að ræða sama starfsfólk og í
fyrra. Það er minni árgangur að
koma upp í grunnskóla í ár og
því eru allir sem sóttu um, búnir
að fá pláss. Við getum tekið við
fleirum ef þarf,“ segir Margrét.
Frístundarheimili er aðstoð við
foreldra með börn á grunnskóla-
aldri, þar sem börn geta verið frá
lokum skóladags þar til foreldrar
klára vinnu. Margrét segir að frí-
stundaheimili líkt og Dægradvöl
séu partur af frítíma barna. „Við
erum ekki með skipulagða starf-
semi sem börnin verða að taka
þátt í en bjóðum upp á ýmislegt
t.d. ferð á bókasafn, íþróttir og
annað. En við neyðum enga til
að taka þátt,“ segir Margrét.
Hún segir að lögð sé áhersla á
að fara alltaf út ef mögulegt er.
Annars sé dagskrá ákveðin af
barni og foreldrum. Dægradvöl
er ekki ónæm fyrir kreppunni og
segir Margrét ekki hafa verið fjár-
fest í leikföngum í ár. Þótt nóg sé
af leikföngum er alltaf gagnlegt
að fá það sem ekki er nýtt annars
staðar. „Ef fólk á eitthvað í
geymslum hjá sér sem það vill
losna við, má endilega fara með
það í kjallara Sundhallar Ísafjarð-
ar þar sem dægradvölin er til
húsa.“
Frá fyrsta skóladegi haustannar Grunnskóla Ísafjarðar.