Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 14

Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 stíllLífs Hjónin Roger og Mary Nisbet frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa verið á ferðalagi um landið að undanförnu. Í síðustu viku komu þau til Ísafjarðar til að leita að húsi sem afi Rogers byggði. Höfðu þau meðferðis mynd af húsinu sem frændi Rogers tók árið 2001 er hann heimsótti Ísa- fjörð. Þetta reyndist vera Sólgata 9, aðsetur H-prents ehf. og Bæj- arins besta. Húsið byggði afinn árið 1912 og hlaut það nafnið Hebron. Umræddur afi, James Love Nisbet, var skoskur trúboði sem kom til Ísafjarðar í kjölfar þess að Skotar stunduðu hval- veiðar á miðunum við Ísland. Seinna flutti hann til Reykja- víkur og var fyrsti erlendi stúd- entinn sem fékk skólavist við læknadeild Háskóla Íslands árið 1914, með sérstakri heimild háskólaráðs. Ein af ástæðum þess að James innritaði sig í læknis- fræði var að hann lagði þegar stund á lækningar á Ísafirði þar sem hann bjó á árunum 1909-14. Í blaðinu Vestra árið 1910 þakka tugir Ísfirðinga og Bolvíkinga James Love fyrir „alla þá miklu læknishjálp, sem hann hefir oss í té látið án nokkurs endurgjalds, af einskærum mannkærleika og göfuglyndi“. James Love hefur ekki viljað starfa við lækningar án tilskilinnar menntunar og dreif sig því í Háskólann þar sem hann lauk námi árið 1917 með góðum vitnisburði. Frá James Love Nis- bet, störfum hans og sögu, er nánar greint í II. bindi Sögu Ísa- fjarðar og Eyrarhrepps hins forna eftir Jón Þ. Þór. „Faðir minn, Stanley Nisbet, fæddist á Ísafirði en flutti til Skot- lands ásamt fjölskyldu sinni sem ungur drengur, 9-10 ára gamall. Föðurbróðir minn sem fæddist eftir að fjölskyldan var aftur kom- in til Skotlands kom til Íslands 2001 og fann þetta hús. Hann sendi okkur mynd af því og þess vegna þekkti konan mín það. Ég sá það ekki þar sem ég var að keyra og hefði því getað misst af því hefði hún ekki tekið eftir því“, sagði Roger til skýringar á því hvernig þau fundu húsið. Hjónin fengu skoðunarferð um húsið og fannst mikið til um þau fjölmörgu hlutverk sem það hefur gegnt gegnum tíðina, en auk þess að vera prentsmiðja hefur m.a. verið þar danssalur, kvikmynda- hús, saumastofa og æskulýðs- miðstöð, auk þess sem þar var til húsa fyrsta útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði og fyrsti leik- skóli sem rekinn var á Ísafirði. Að lokinni skoðunarferð settist blaðamaður niður með hjónunum og fékk að vita nánari deili á þeim merka manni James Love Nisbet. „Hann var mikill ævintýra- maður. Hann var sá fyrsti í ætt- inni mörg hundruð ár aftur í tím- ann sem skírði frumburð sinn af karlkyni eitthvað annað en Jam- es. Nafnið sem varð fyrir valinu var Stanley í höfuðið á mannin- um sem fann dr. Livingstone á sínum tíma“, segir Mary. James Love flutti til Ísafjarðar ásamt ungri brúði sinni, Isabellu, en saman áttu þau fjóra drengi og tveir þeirra fæddust á Íslandi. „Það hlýtur að hafa verið skrít- ið fyrir Isabellu að flytja á Ísa- fjörð sem hefur virst mjög frum- stæður bær miðað við það sem hún átti að venjast í Skotlandi. En hún var afar sterkur karakter og sérstök kona“, segir Mary. James Love fór aftur til heima- landsins í kringum 1921 og bjó í Skotlandi alla tíð upp frá því og starfaði sem læknir. Hins vegar sneri faðir Rogers, Stanley, aftur til Íslands á sjöunda áratugnum. „Föður mínum var boðið að halda á Íslandi fyrirlestur um menntamál, sem hann þáði“, segir Roger. „Það er mjög gaman að segja frá því að vegna þess að íslenska var hans fyrsta tungumál fékk hann vin sinn til að þýða fyrir- lesturinn og flutti hann á íslensku. Hann gat reyndar ekki svarað spurningum á íslensku á eftir og þurftu umræður þess vegna að fara fram á ensku, en það hlýtur að þykja afrek að geta rifjað upp tungumálið eftir svo langan tíma í burtu“, bætir Mary við. „Hann hafði gleymt orðaforð- anum en gat myndað það sem Skotum finnst vera skrítin hljóð, sem sagt framburðinn“, segir Roger. Hjónin voru hæstánægð með að hafa fundið þennan hlekk í sögu fjölskyldunnar. Þótt þó séu skosk að uppruna hafa þau búið í Kaliforníu í nítján ár og starfa við háskóla í Santa Barbara. Þau eiga þrjár dætur. „Þær eru allar miklir ferðalang- ar að eðlisfari og hafa því erft genin frá langafa sínum“, segir Mary og bæði hjónin hlæja. „Þær hafa enn ekki heimsótt Ísland en ég held að þær verði mjög spenntar fyrir því þegar þær fá að heyra ferðasögu okkar“, sagði Roger Nisbet í samtali við blaðið. – thelma@bb.is Fundu hlekk í sögu fjölskyldunnar

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.