Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 11
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 11
Sjóstangveiði-
vertíðinni að ljúka
Julius Drewes leiðsögumað-
ur hjá Hvíldarkletti á Flateyri
og Suðureyri segir sumarið
hafa gengið ótrúlega vel. „Við
höfum fengið í kringum 1000
manns í sumar og veiðin hefur
verið mun betri en áður.“ Julius
segir veðrið hafa verið með
svipuðu móti og í fyrra en ágúst
hafi verið betri en síðasta sum-
ar.
„Veðrið skiptir öllu í svona
ferðum. Ef veður er gott þá er
veiðin góð og viðskiptavinir
ánægðir. Þeir sem koma hingað
hafa beðið í heilt ár eftir ferð-
inni hingað því þær eru bókað-
ar allavega ár fram í tíman.
Veðrið getur því skipt sköpum
fyrir ferðafólk.“ Hann segir
lúðu sérstaklega vinsæla hjá
sjóstangveiðimönnum. Stærsta
lúða ársins var 77 kg. og 1,8
metrar á lengd. Það var Julius
sjálfur sem veiddi hana.
Julius fer óvenju snemma
heim í ár og segir að brúðkaup
í fjölskyldunni sé ástæða þess.
„Ég er venjulega á landinu al-
veg til loka sumars en núna
verð ég að fara fyrr. Í nóvember
fer ég svo til Suður-Afríku þar
sem ég vinn á veturna.“
– atli@bb.is
Fleiri leita á náð-
ir Rauða krossins
Aukin ásókn er eftir aðstoð
Rauða krossins á Vestfjörðum
að sögn Bryndísar Friðgeirs-
dóttur, svæðisstjóra RKÍ á
Vestfjörðum. Hún segir ásókn-
ina þó ekki vera eins mikla og
á höfuðborgarsvæðinu.
„Vissulega finnum við fyrir
þrengingum hér og vissulega
er fólk svolítið leitandi. Það er
ekki beint fólk sem er yfirsett
af skuldum og á stórar eignir,
frekar fólk sem hefur misst
vinnuna. Það hefur verið hag-
ræðing á svæðinu og þá sér-
staklega hjá því opinbera, líkt
og annars staðar á landinu. Það
er heldur ekki mikill kostur á
aukavinnu svo fólk geti náð
endum saman,“ segir Bryndís.
Fólk sækist aðallega í fataað-
stoð og sálræna skyndihjálp og
er Rauði krossinn á Vestfjörð-
um með sérfræðinga á sínum
snærum sem sinna þeim mál-
um. „Við erum einnig með ein-
staklingsaðstoð. Líka ef um er
að ræða tímabundið áfall, þá
veitum við einnig aðstoð vegna,“
segir Bryndís.
Á Ísafirði er Rauði krossinn
staðsettur í Vestrahúsinu á
Ísafirði að Suðurgötu 12. Einn-
ig er að finna deildir Rauða
Krossins í hverjum þéttbýlis-
kjarna á norðanverðum Vest-
fjörðum.
– birgir@bb.is
Þrír skólar sam-
einaðir í einn
Skólarnir þrír í Súðavík,
grunnskólinn, leikskólinn og
tónlistarskólinn hafa verið
sameinaðir undir nafni Súða-
víkurskóla. Fjörutíu og fimm
börn stunda nám við skólann í
vetur. „Þetta leggst ágætlega í
okkur en við erum rétt að átta
okkur á þessu þar sem skólaár-
ið var að hefjast. Við erum
sem sagt að nýta okkur ný lög
sem leyfa að leik-, tón- og
grunnskóli séu reknir af einum
skólastjóra. Við höfum verið
með samkennslu og alltaf verið
í sama húsnæði svo það hefur
verið mikið samneyti á milli
skólanna en það verður engu
að síður spennandi að sjá
hvernig þetta gengur“, segir
Anna Lind Ragnarsdóttir skóla-
stjóri.
Enginn biðlisti er í leikskól-
ann en hann er gjaldfrjáls. Þá
hefur útibú Tónlistarskóla Ísa-
fjarðar verið vel sótt í Súðavík
undanfarin ár og er engin und-
antekning þar á en 11 börn eru
nú skráð í tónlistarnám, eða
24% nemenda, og eru þau öll í
píanónámi. – thelma@bb.is
Súðavík.
Náttúruverndaráætl-
un frestað til haustsins
jafngildir ekki fyrirfram ákvörð-
un um friðlýsingu svæðanna
heldur er hún í reynd viljayfir-
lýsing frá Alþingi um að unnið
verði að friðlýsingu þeirra. Um
er að ræða áætlun og því felur
samþykkt hennar hvorki í sér
friðun né endanlega ákvörðun
um mörk friðlanda. Markalínur
hins friðlýsta svæðis og reglur
um landnotkun, framkvæmdir og
aðrar athafnir á svæðinu eru því
ekki skýrar fyrr en friðlýsingar-
skilmálar þess liggja fyrir sem
unnir eru í samvinnu við hlutað-
eigandi aðila“, segir í nefndaráliti
frá meirihluta.
Minnihluti umhverfisnefndar
mótmælti hins vegar harðlega
„þeim fáheyrðu vinnubrögðum
sem meiri hluti nefndarinnar við-
hefur í sambandi við afgreiðslu
náttúruverndaráætlunar.“ Minni-
hluti bendir á að náttúruverndar-
áætlun er umfangsmikil áætlun
sem fela á í sér stefnumörkun
Alþingis í mikilvægum mála-
flokki. „Meiri hluti umhverfis-
nefndar rökstyður ákvörðun sína
um að taka málið út úr nefnd svo
til umræðulaust með því að það
hafi fengið ítarlega umfjöllun
síðasta vor. Nauðsynlegt er að
benda á að þar var um að ræða
aðra umhverfisnefnd og annað
kjörtímabil. Hátt í helmingur al-
þingismanna er nýr og aðeins
einn nefndarmaður í núverandi
umhverfisnefnd átti sæti í nefnd-
inni á þeim tíma. Það liggur því
augum uppi að umfjöllun gömlu
nefndarinnar kemur á engan hátt
í stað umfjöllunar þeirrar nefndar
sem nú situr. Umsagnir frá fyrri
umfjöllun liggja að vísu fyrir i
gögnum málsins, en eins og áður
er bent á var ekki á neinn hátt
farið yfir þær á vettvangi nefndar-
innar“, segir í nefndaráliti minni-
hluta.
Minnihluti umhverfisnefndar
bókar að hann telji ekki forsendur
til að fjalla efnislega um innihald
áætlunarinnar í ljósi þessara vinnu-
bragða. „Minnihlutinn gagnrýnir
hins vegar þessa ómálefnalegu
afgreiðslu af hálfu meiri hluta
nefndarinnar og telur hana ganga
þvert gegn öllum sjónarmiðum
um vönduð, fagleg og lýðræðis-
leg vinnubrögð. Með þessum
hætti er bæði málefninu sjálfu
og þinginu sem slíku sýnd fá-
dæma vanvirðing.“
Náttúruverndaráætlun um-
hverfisráðherra til ársins 2013
bíður afgreiðslu á Alþingi og
verður ekki tekin fyrir fyrr en í
haust. Í henni er felst friðlýsing
þrettán svæða á næstu fimm
árum, þar á meðal svæðin Snæ-
fjallaströnd-Kaldalón og Látra-
bjarg-Rauðasand. Tilgangur
heildstæðrar náttúruverndaráætl-
unar er að koma upp neti friðlýstra
svæða og skal áætlunin taka til
helstu tegunda vistgerða og vist-
kerfa, svo og jarðmyndana hér á
landi, m.a. með tilliti til menn-
ingarlegrar og sögulegrar arf-
leifðar, nauðsynjar á endurheimt
vistgerða, nýtingar mannsins á
náttúrunni og ósnortinna víðerna.
Auk þeirra þrettán svæða sem og
plantna og dýra sem stefnt er að
vinna að friðlýsingu á kveður
tillagan á um að áfram verði unn-
ið að friðlýsingu svæða sem eru
á fyrri náttúruverndaráætlun.
Nýlega tók umhverfisnefnd Al-
þingis fyrir tillögu að náttúru-
verndaráætluninni og lagði meiri-
hluti til að hún yrði samþykkt
óbreytt.
„Meirihlutinn telur þó rétt að
benda á að samþykkt tillögunnar
Innritun í framhaldsskóla
landsins á haustönn er lokið, að
því er fram kemur á vef mennta-
málaráðuneytisins. Þar segir að
innritunin hafi verið óvenjuleg
af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi
hafi óvenju margir nemendur
verið í framhaldsskólum í vor
vegna mikillar innritunar á vor-
önn 2009. Í öðru lagi hafi meira
en 96% nemenda úr 10. bekk
sótt um skólavist og í þriðja lagi
hafi reynt á lagaákvæði um fræð-
sluskyldu allra barna innan átján
ára aldurs. Aðsókn í einstaka
skóla var misjöfn og fengu marg-
ir nemendur því inni í öðrum
skólum en þeir vildu. Öllum
ólögráða nemendum hefur þó
verið boðin skólavist og hafa
langflestir þeirra þegið skólavist
þar sem þeim var boðið að stunda
nám.
Allir skólar á höfuðborgar-
svæðinu eru fullsetnir en örfá
sæti eru laus í framhaldsskólum
á landsbyggðinni. 332 nemendur
eru skráðir í Menntaskólann á
Ísafirði í ár, í dagskóla eru 324
sem er fækkun um einn síðan í
fyrra. Nýnemum hefur fjölgað
nokkuð og eru nú 87 en voru 77
í fyrra. Því eru um 49 á biðlista
vegna þess að allir hópar nýnema
eru fullir í skólanum.
– birgir@bb.is
Framhaldsskólar þéttsetnir
Gert er ráð fyrir því í tillögu að náttúruverndaráætlun að friðlýsa Kaldalón og Snæfjallaströnd.