Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 5
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 5
Viðskiptavinir athugið!
Frá og með 7. september nk. verður nýtt heim-
ilisfang lögfræðiskrifstofu minnar að Skipholti
50d, 105 Reykjavík.
Símanúmer skrifstofunnar verða óbreytt, þ.e.
456 4577 og faxnúmer 456 3147.
Björn Jóhannesson. hrl.
Samgönguráðuneytið hefur
kveðið upp úrskurð í máli Leiðar
ehf. gegn Vegagerðinni sem
snýst um heimild til að miðla
upplýsingum um vef, Farþega-
vefinn, www.farthegi.is, um laust
far með bílum og um farþega
sem óska fars með bílum. Í úr-
skurðinum var fallist á að heimilt
væri að miðla þessum upplýs-
ingum og ef til kæmi af hálfu
Farþegavefsins að hafa milli-
göngu um greiðslu farþega til
ökumanns fyrir þátttöku í kostn-
aði við aksturinn. Var í erindi
Leiðar ehf. í Bolungarvík miðað
við að greitt yrði samkvæmt sér-
stakri gjaldskrá sem birt er á vefn-
um www.farthegi.is og gert ráð
fyrir tiltölulega lágu gjaldi, sem
einkum miðaðist við þátttöku í
kostnaði ökumanns við akstur-
inn.
Áður hafði Leið ehf. beint
þeirri fyrirspurn til Vegagerðar-
innar hvort starfsemin teldist
heimil, en Vegagerðin fer skv.
lögum með stjórnsýslu mála er
lúta að leigubifreiðum og lögum
um fólksflutninga á landi. Var
niðurstaða Vegagerðarinnar sú
að líkur væru á að um leyfis-
skylda starfsemi væri að ræða og
því ekki heimilt að reka vefinn
með umrædda gjaldtöku í huga,
nema að uppfylltum skilyrðum
þeirra laga auk fleiri atriða sem
gerðar voru athugasemdir við.
Í ítarlegum úrskurði ráðuneyt-
isins, sem kveðinn var upp 27.
júlí sl., var niðurstaðan sú að
starfsemi Farþegavefsins teldist
ekki fara í bága við lög nr. 134/
2001 um leigubifreiðar enda ekki
um sömu starfsemi að ræða þar
sem farþegi ræður för þegar hann
er í leigubíl en ökumaður þegar
farþegi þyggur far fyrir tilstilli
Farþegavefsins þótt farþegi taki
e.t.v. einhvern þátt í kostnaði við
aksturinn. Því teldist ekki um
leigukstur í skilningi laga um
leigubifreiðir að ræða.
Að því er varðar lög um fólks-
flutninga á landi nr. 73/2001,
kom fram í úrskurðinum að þau
lög giltu m.a. um fólksflutninga
á landi í atvinnuskyni með bif-
reiðum sem skráðar eru fyrir níu
farþega eða fleiri. Kom fram að
þar sem upplýst væri af hálfu
Leiðar ehf. að miðað væri við að
far sé boðið með ökutækjum sem
taka færri farþega en níu telji
ráðuneytið ekki ástæðu til að
fjalla frekar um þetta álitaefni en
vakti athygli Leiðar ehf. á því að
hugsanlega kunni flutningarnir
að eiga undir lögin ef far er boðið
með bifreiðum sem skráðar eru
fyrir fleiri farþega en níu.
Úrskurðarorðin voru svohljóð-
andi: ,,Fallist er á kröfu Leiðar
ehf. um að fyrirhuguð starfsemi
félagsins falli ekki undir lög um
leigubifreiðar nr. 134/2001 þegar
ekið er með bifreiðum sem eru
fyrir átta farþega eða færri. Kröfu
Leiðar ehf. um að fyrirhugðu
starfsemi félagsin falli ekki undir
lög nr. 73/2001 um fólksflutn-
inga og farmflutninga á landi þeg-
ar ekið er með bifreiðum sem
eru fyrir níu farþega eða fleiri, er
hafnað.“
Það er mat Leiðar ehf. að með
þessum úrskurði og þeim forsend-
um sem þar greinir sé félaginu
heimilt að veita upplýsingar og
annast greiðslur eins og lýst er ef
um ræðir ökutæki fyrir færri en
níu farþega þótt gert sé ráð fyrir
að farþegi taki þátt í kostnaði
ökumanns við aksturinn. Er nú
til skoðunar af hálfu Leiðar ehf.
hver næstu skref verða, en
hugmyndir eru um að þeir sem
það kjósa og ferðast vilja fyrir
tilstilli vefsins skrái sig og geti
greitt fyrir far með því að senda
SMS þar sem fram kæmi nr.
ökutækis og eknir km. Er ekki
kunnug að slíkt hafi verið reynt
áður hvorki hérlendis né erlendis
og gæti verið áhugavert að vita
hvernig til tekst með þetta fyrir-
komulag. Einnig er til skoðunar
að miðla upplýsingum um síma,
þ.e. að fólk geti hringt og skráð
far eða óskað eftir upplýsingum
um far símleiðis.
Einhver bið kann að verða á
því að greiða megi fargjald fyrir
tilstilli vefsins og enn um sinn
þurfi farþegi að greiða bílstjóra
beint. Þá er ætlunin að kynna
vefinn og notkunarmöguleika
hans fyrir þeim sem helst teljast
hafa hagsmuni af góðum sam-
göngur á landi eins og sveitarfé-
lögum og framhaldsskólum með
það í huga að íbúar þessa lands
fari að nýta þennan hagkvæma
ferðamáta í ríkari mæli en nú er.
Í lok úrskurðarins tók ráðuneytið
það sérstaklega fram að það tæki
undir með Leið ehf. að æskilegt
væri að um starfsemina og þá
þjónustu sem mál þetta fjallaði
gildi ákveðnar reglur og að það
mundi beita sér fyrir að mögu-
leiki á setningu slíkra reglna verði
kannaður. Jafnframt kom fram
að ráðuneytið tæki á engan hátt
afstöðu til þeirra reglna sem Leið
ehf. hefur sett um starfsemi sína
á vefinn www.farthegi.is.
Heimilt að hafa milligöngu um
greiðslu gjalds til ökumanna
Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli Leiðar ehf. gegn Vegagerðinni sem snýst um heimild til að
miðla upplýsingum um vef, Farþegavefinn, www.farthegi.is, um laust far með bíl og um farþega sem óska fars með bíl.