Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 Borga ferðamenn Icesave? Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar smáar Til sölu er LazyBoy stóll. Á sama stað er til sölu Toyota RAV4 árg. 2002, ekinn 103 þús. km. Verð 1,3 millj. króna. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 456 4028 (Sveinbjörn). Til sölu er tromusett á 20.000 krónur. Hávaðademparar fylgja með. Uppl. í síma 456 4174. Til leigu er falleg 2ja herb. íbúð í Naustabryggju í Reykjavík. Íbúðin er laus. Upplýsingar í síma 866 9456. Vel með farið rautt pluss sófa- sett (sixties) 3+2+1 fæst gefins. Uppl. í síma 860 2122. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar vantar sjónvarp, DVD spilara og húsgögn gefins eða fyrir lít- inn pening. Uppl. gefur Guðjón í síma 896 5111. Til sölu er Toyota Touring 4x4, árg. 1884. Fjögur nagladekk fylgja. Uppl. í síma 895 4115. Til sölu er Toyota Yaris árg. 05, ekinn 58 þús. km. Uppl. í síma 893 7280 og 456 7280. Til sölu er 13 vetra taminn klár- hestur. Gæti hentað 12-16 ára unglingum. Hesturinn er í Bol- ungarvík. Uppl. í síma 899 7640. Óska eftir frystikistu. Upplýs- ingar í síma 898 7640. Til sölu er Micro 18 seglskúta með öllum seglum, utanborðs- mótor og fleiru. Uppl. í síma 849 5572 (Óskar). Til leigu er stór 2ja herb. íbúð á eyrinni á Ísafirði. Leigist næsta vetur. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 867 6657. Tveir meistaranemar í Haf- og strandveiðastjórnun við Háskóla- setur Vestfjarða óska eftir not- uðum húsgögnum s.s. rúmum, skrifborðum, sófa, sófaborði, ísskáp og þvottavél o.fl. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í símum 450 3043 og 864 9737. Þá hefur loks komið botn í eitt erfiðasta og jafnframt dýrasta mál sem Alþingi hefur afgreitt eftir endureisn þess árið 1845. Ef Þjóðviljinn hefði verið á lífi í dag hefði hann venju samkvæmt verið með stríðsletursfyrirsögnum um landsölu. En nú er öðru nær. Ekkert slíkt er að heyra á talsmönnum ,,fyrstu vinstri” ríkisstjórnar- innar á Íslandi. Og fjármálaráðherra er sannfærður um að Hollend- ingar og Bretar fagni niðurstöðunni, sem sýni einlægan greiðsluvilja. Einhverjar efasemdir eru þó uppi í hollenska þinginu. Varla er það furða. Nú skora að minnsta kosti sex þúsund manns á forseta lýðveldisins að synja lögum um Icesave samþykkis. Feta þeir þar í spor þeirra sem illu heilli vildu ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum. Hvað verður veit nú enginn. Þó er fremur ólíklegt að forsetinn gangi nú gegn vilja Alþingis. Til hvers? mætti spyrja. Ætli við værum ekki í öðrum sporum ef þeir sem sigldu íslensku þjóðina í kaf, hefðu ekki sjálfir átt fjölmiðla og stýrt umfjöllun þeirra og þar með átt sinn þátt í að blekkja þjóðina. Gerum ráð fyrir að forsetinn undirriti lögin. Þá gerist annað tveggja að ,,vinir” okkar, Bretar og Hollendingar fallast á fyrirvarana eða ekki. Það er mikill undandráttur sé mið tekið af upphaflegu samningunum. Samþykki þeir, þarf að safna fyrir afborgunum. Þá eru Íslendingar í stöðu manns sem keypt hefur íbúð fyrir 100% lán. Það hefur tvöfaldast vegna stöðugra gengisfellinga, sem ríkisstjórn- in hefur engin tök á. Íbúðin hefur lækkað í verði en skuldin er komin langt upp fyrir þak. Við verðum að treysta á ,,hjálparstofnan- ir” eins og þeir sem eiga ekki aðra björg. Þær eru ekki á hverju strái. En nokkur ríki segjast ætla að lána okkur ef við lofum að vera stillt og gegna þeim. Hitt gæti gerst að ,,vinir” okkar Breta og Hollendingar reiðist og fái vini sína til að neita að lána okkur. Hvort heldur sem gerist verðum við að skapa gjaldeyri. Besta leiðin væri sú að ná til ferða- manna frá Hollandi og Bretlandi og fá þá til að koma til Íslands. Ef þeir eyða dýrmætum evrum og pundum á Íslandi getum við safn- að fyrir afborgunum. En þá þurfa Íslendingar að skapa nýja hugs- un. Til að byrja með þurfum við að finna hvað myndi draga ferða- menn frá þessum þjóðum til Íslands. Við Vestfirðingar skulum ekki láta hlut okkar eftir liggja. Menningarferðir eru vænlegur kostur. Við skulum sýna þeim hvernig við skrimtum á Hornströndum og hvað í okkur býr. Rifja upp fyrir þeim að við þorðum að eiga viðskipti við bæði Hollend- inga og Breta meðan danski kóngurinn bannaði það. Sýnum þeim hver lífsskilyrðin voru. Rifjum upp þátt íslenskra sjómanna við fæðuöflun fyrir Breta í síðustu heimsstyrjöld. Fullvissum þá um að flest fólk á Íslandi er heiðarlegt, en ekki þrjótar sem koma óorði á víkinga. Þeir voru manndráparar, ræningjar, nauðgarar og rændu konum og börnum. En þeir voru þó bæði heiðarlegir og spennandi viðfangsefni nútímans, ólíkt þrjótunum. Stjórn Þjóðbúningafélags Vest- fjarða hefur ákveðið að gefa út dagatal fyrir árið 2010 með mynd- um af fólki í þjóðbúningum. Fé- lagið fékk styrk til verkefnisins frá Menningarráði Vestfjarða. Ís- firski áhugaljósmyndarinn Ágúst Atlason mun sjá um myndatök- una en ætlunin er að taka myndir af fullorðnum og börnum í þjóð- búningum við hversdagslegar að- stæður, nútímalegar athafnir og í vinnu. Er það nýjung í framsetningu þjóðbúningsins því hann hefur ávallt verið settur á stall með torfbæjum eða gömlum hlutum. Ef vel tekst til vonast stjórn Þjóð- búningafélagsins að dagatalið verði skemmtilegt og örlítið ögr- andi. Dagatalið verður selt á Vestfjörðum og víðar. Þjóðbún- ingafélagið leitar að fyrirsætum fyrir dagatalið og er hægt að bjóða fram krafta sína hjá Matt- hildi í síma 840 4001 eða Mar- gréti 899 3628. Gefa út þjóð- búningadagatal Aðilar innan ferðaþjónustunn- ar hafa mikið rætt um að lengja þurfi ferðamannatímabilið á Ís- landi og eru Vestfirðir ekki und- anskildir þeirri umræðu. Hafa margir ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum rætt um að ferða- mannastraumurinn sé ekki nægj- anlegur í síðari hluta ágúst mán- aðar til að reksturinn borgi sig. Hafa þeir því lokað fyrr en seinna. Það bitnar hins vegar illa á þeim ferðamönnum sem enn eru stadd- ir í fjórðungnum. Heimir Hans- son, forstöðumaður Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á Ísafirði, segir þjónustu á svæðinu minnka til muna í ágúst og nefnir í því sambandi að allar skipulagðar ferðir á Hornstrandir séu hættar, þótt enn sé hægt að panta ferðir fyrir hópa. Söfnum hefur einnig verið lokað víðsvegar í fjórð- ungnum. Heimir segir að rætt hafi verið um að hafa opið lengra fram í ágúst til að koma Vestfjörðum enn frekar á kortið hjá ferðafólki. „Þetta er spurning um það hver tekur að sér að stíga skrefið og hvernig það er framkvæmt. Því miður hefur þetta skref ekki verið tekið ennþá,“ segir Heim- ir. Vandamálið einskorðast ekki við Vestfirði að sögn Heimis, heldur er það á landinu öllu, en verulega dregur úr ferðaþjónustu á Íslandi þegar liðið er á ágúst. „Ein af ástæðunum er að mörg af þessum fyrirtækjum eru með skólafólk í sumarvinnu sem fer í burtu á þessum tíma og því er erfiðara að manna störfin í kring- um ferðaþjónustuna,“ segir Heim- ir Hansson, forstöðumaður Upp- lýsingamiðstöðvarinnar. – birgir@bb.is Lítið úrval fyrir ferðamenn Allar áætlunarferðir yfir í Hornstrandafriðlandið eru hættar, þó að það sé enn hægt að panta ferðir fyrir hópa.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.