Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 7 Ökunám Öku- og bifhjólaskóli H.J. verður starfræktur á Ísafirði. Kennslutilhögun sem býður upp á mun ódýr- ara ökunám. Uppl. í símum 693 2923, 892 3356 og 557 7160. Dregist hefur úr hófi að ganga frá skiptum þrotabús Einars Guð- finnssonar hf. í Bolungarvík, að sögn skiptastjóra búsins, Páls Arnórs Pálssonar. „Síðustu árin hefur framtaksleysi okkar því miður valdið töfum á frágangi búsins,“ segir hann. Fyrstu árin hafi málarekstur, þ. á m. vegna riftunarkrafna, ver- ið nokkur. Þá hafi þetta bú verið eitt það fyrsta sem tekið var til skipta eftir breytingar á gjald- þrotalögum, sem hafi flækt úr- lausnina. Segir hann að sýslu- maður og héraðsdómur hafi nú rekið á eftir því að skiptum ljúki og búast megi við að það gerist á næstu mánuðum. Segir hann að útlit sé fyrir að forgangskröfur fáist allar greiddar og veðkröfur að mestu, en almennar kröfur fáist hins vegar ekki greiddar nema að litlu leyti. Óhófleg- ur dráttur „Heilbrigðiseftirlitið sinni sínum skyldum“ Súðavíkurhreppur hefur gefið frá sér hreinsun brotajárns á Garðstöðum í Ögurhreppi í Ísa- fjarðardjúpi. „Við höfum frá árinu 2005 verið að leita eftir samvinnu um að fækka úrgangi á jörðinni. Við teljum að tilætl- uðum árangri hafi ekki verið náð og þar að leiðandi höfum við látið verkefnið í hendur Heil- brigðiseftirlits Vestfjarða. Við höfum óskað eftir því að Heil- brigðiseftirlitið sinni sínum skyldum og Súðavíkurhreppur mun styðja við bakið á aðgerðum þess,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Í stöðumati Heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að bifreiðaflökum hafi fjölgað á Garðstöðum síðast- liðin þrjú ár. 503 bifreiðaflök auk nokkurs magns af dekkjum og öðrum bifreiðaúrgangi eru á landareigninni að því er segir í matinu. Árið 2006 var gert samkomu- lag um að fjölda bíla á svæðinu skyldi fækkað niður í 60 bíla. Landeigandi fékk seinna frest út árið 2008 til að uppfylla sam- komulagið. Sveitarstjórn Súða- víkurhrepps segir að starfsemin sem brjóti í bága við gildandi skipu- lag sveitarfélagsins, uppfylli ekki kröfur um starfsleyfi fyrir þann atvinnurekstur sem fer fram á jörðinni. Þorbjörn sagði í samtali við blaðamann fyrr í sumar að hann hefði ekki miklar áhyggjur af áformum Súðavíkurhrepps um að hreinsa svæðið á eigin for- sendum og rukka hann. „Ég hef ekki einar einustu áhyggjur af þessu“, sagði Þorbjörn. „Þeir hafa ekkert leyfi til að fara á þetta land fyrir það fyrsta, þetta er í einkaeigu. Þeir hafa fengið lögfræðiálit en ég hef líka leitað mér upplýsinga um hvaða rétt ég hef og þeir hafa engan rétt á að taka eitt eða eitt. Þetta er allt í minni eigu og þeir geta ekki mætt bara einn daginn án þess að hafa nokkuð. Þeir vita betur en þetta.“ Frá Garðsstöðum. Ljósm: Anton Helgason.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.