Bæjarins besta - 03.09.2009, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 13
Magnús Hauksson, vert í hinu
vinsæla veitingahúsi, Tjöruhús-
inu í Neðstakaupstað, segir mjög
mikið hafa verið að gera í sumar
og enn sé töluvert um erlenda
ferðamenn. Hann opnaði staðinn
um sjómannadagshelgina, ásamt
konu sinni Ragnheiði Halldórs-
dóttur, eftir að hafa verið búinn
að vera með hann opinn af og til
í maí fyrir hópa og ekki er búist
við neinum breytingum fyrir
næsta ár hvað varðar opnunar-
tímann. Einnig kemur til greina
að hafa opið um helgar í vetur,
þ.e. föstudaga og laugardaga. Það
verður þá auglýst sérstaklega.
Húsið er þó ekki gert fyrir vetrar-
kuldann og þarf því að finna ráð
til að kynda það upp.
Magnús segir að þar sem að
ferðamannatímabilið á Íslandi
hefjist frekar seint eða um miðjan
júní, væri gott ráð að byrja
skólana aðeins seinna og hafa þá
lengur á vorin til að lengja ferða-
tímabilið hjá Íslendingum. Þá
gætu Eddu hótelin verið opin að-
eins inn á haustið þegar fólk er
að fara í réttir og berjatínslu. Að
sögn Magnúsar var fólk á húsbíl-
um sérstaklega áberandi í sumar
og minna af skipulögðum hóp-
um. Meira var af Íslendingum
sem heimsóttu Tjöruhúsið í sum-
ar en oft áður. – heida@bb.is
Vetraropnun kemur til greina
Anna Ragnheiður Grétarsdótt-
ir (GP), Rögnvaldur Magnússon
(GB) og Páll Guðmundsson (GB)
sigruðu sjávarútvegsmótaröðina
í golfi sem lauk fyrir stuttu með
HG-mótinu á Tungudalsvelli. Í
karlaflokki án forgjafar sigraði
Rögnvaldur Magnússon með
6842 stig. Annar varð Chatchai
Phothiya (GB) með 5755 stig og
þriðji varð Sigurður Fannar Grét-
arsson (GÍ) með 4990 stig. Í
karlaflokki með forgjöf varð
Rögnvaldur einnig efstur með
4965 stig. Þar sem ekki var hægt
að sigra í tveimur flokkum, þ.e.
með og án forgjafar, kom fyrsta
sætið í þeim flokki í hlut Þor-
steins Arnar Gestssonar (GÍ) sem
fékk 4932 stig. Annar varð Anton
Helgi Guðjónsson (GÍ) með 4102
stig og þriðji varð Óli Rafn Krist-
insson (GÍ) með 3380 stig.
Í kvennaflokki án forgjafar
sigraði Anna Ragnheiður Grét-
arsdóttir (GP) með 7565 stig.
Önnur varð Björg Sæmunds-
dóttir (GP) með 6782 stig og
þriðja varð Bára Margrét Páls-
dóttir (GP) með 5747 stig. Í
kvennaflokki með forgjöf sigraði
Anna Guðrún Sigurðardóttir (GÍ)
með 6440 stig. Önnur varð Bjarn-
ey Guðmunsdóttir (GÍ) með 5702
stig og þriðja varð Freyja Sig-
mundsdóttir (GBB) með 4580
stig.
Páll Guðmundsson (GBO)
sigraði án forgjafar í öldunga-
flokki með 6970 stig. Annar varð
Tryggvi Sigtryggsson (GÍ) með
5668 stig og þriðji varð Karl Þór
Þórisson (GBB) með 3765 stig.
Með forgjöf í öldungaflokki sigr-
aði Óli Reynir Ingimarsson (GÍ)
með 6047 stig, annar varð Sig-
urður Ólafsson (GÍ) með 5992,5
stig og þriðji varð Finnur Magn-
ússon (GÍ) með 3690 stig.
Í unglingaflokki sigraði Niku-
lás Jónsson (GBO) með 5000
stig og Daði Arnarsson (GBO)
varð annar með 3900 stig.
– birgir@bb.is
Rögnvaldur, Anna Ragn-
heiður og Páll sigruðu
Krafa um gjaldþrotaskipti á
steypufyrirtækið Ásel ehf., á Ísa-
firði hefur verið lögð fram fyrir
Héraðsdómi Vestfjarða. Það er
Lífeyrissjóður Vestfirðinga sem
fer fram á gjaldþrotabeiðnina
sem taka átti fyrir í gær. Grétar
Helgason, sem tók við starfi
framkvæmdastjóra fyrirtækisins
í mars á síðasta ári, hefur látið af
störfum. Hann tók við starfinu af
Skafta Elíassyni, sem sinnti því
frá árinu 2004, þegar hellusteypu-
stöð fyrirtækisins var byggð.
Mikill vöxtur var hjá fyrirtækinu
á árunum 2004 til 2008 og byggði
það meðal annars 400m² hellu-
steypustöð á Suðurtanga á Ísaf-
irði sem tekin var í notkun árið
2006. Síðastliðinn vetur störfuðu
sjö manns hjá fyrirtækinu.
Síðasta stóra verkefni Ásels
ehf., var frágangur á lóð Grunn-
skólans á Patreksfirði og íþrótta-
miðstöðvarinnar við Bröttuhlíð.
Verkkostnaður hækkaði mikið á
framkvæmdatímanum og vildi
Ásel að samningurinn við Vest-
urbyggð yrði verðbættur með
byggingarvísitölu en því var hafn-
að af sveitarfélaginu. Í bókun
bæjarstjórnar Vesturbyggðar
segir að verkið hafi verið boðið
út og við útboð lá fyrir að verk-
tími væri áætlaður rúm tvö ár. Í
útboðsgögnum kom fram að
verkið yrði ekki verðbætt á fram-
kvæmdatímanum. „Við þær að-
stæður má ætla að í tilboði sínu
geri verktaki samt ráð fyrir eðli-
legum verðbreytingum eins og
þær lágu fyrir á tilboðstíma 3 til
5% verðbreyting miðað við eðli-
legan verktíma,“ segir í bókun
bæjarstjórnar. – birgir@bb.is
Ásel verði tekið til gjaldþrotaskipta
Athafnasvæði Ásels á Suðurtanga á Ísafirði.