Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 06.05.2010, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 3 Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags fatlaðra á Vest- fjörðum verður haldinn 11. maí kl. 17:30 í Hvestu. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin Hlutu heiðursmerki HSV Formaður Héraðssambands Vestfjarða veitti fjórum ein- staklingum heiðursmerki HSV á 10. ársþingi sambandsins sem fram fór í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Heiðursmerkin eru veitt fyrir frábær störf í þágu íþrótta og æskulýðsstarfs í Ísafjarðarbæ. Harpa Björnsdóttir fékk gull- merki en silfurmerki fengu þau Marinó Hákonarson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðni Ó. Guðna- son. kristjan@bb.is Marinó Hákonarson, Harpa Björnsdóttir, Guðni Guðnason og Margrét Eyjólfsdóttir voru heiðruð fyrir frábært starf í þágu íþrótta og æskulýðsstarfs í Ísafjarðarbæ. Mynd: hsv.is. Vona að rekstur hefjist aftur með nýjum eigendum manns.“ Elías segist hafa rætt við Byggðastofnun sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. „Ég held að Byggðastofnun sjái hag sínum best borgið með því að koma fyrirtækinu í rekstur aftur, þá með nýjum eigendum. Ég heyri það á þeim sem ég ræddi við þar að þeir vilja hraða málinu sem mest enda er það allra hagur að málið gangi sem hraðast fyrir sig.“ Bakkavík hf. var stofnuð árið 2001 og hefur rekið öfluga rækjuvinnslu í Bolungarvík síðan. Félagið rak jafnframt fiskvinnslu og útgerð um nokk- urra ára skeið og var mest með rúmlega 100 manns í vinnu. Rekstur Bakkavíkur hefur skilað þokkalegri afkomu allt til ársins 2009 en félagið hafði nýlokið við endurbætur á rækju- vinnslunni þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Vegna gengis- breytinga hækkuðu skuldir félagsins verulega og á sama tíma dró úr sölu afurða vegna efnah- agskreppu á helstu mörkuðum. thelma@bb.is „Fyrstu viðbrögð bæjaryfir- valda í þessum málum eru þau að við vonumst til að það fáist nýir aðilar að rekstrinum og hann geti farið af stað sem allra fyrst aftur,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, um gjaldþrot rækjuvinnslunnar Bakkavíkur. Hann segir tíðindin ekki hafa komið bæjaryfir- völdum í opna skjöldu. „Í raun var okkur haldið upplýstum af forráðamönnum fyrirtækisins um að það væru miklir erfiðleikar í rekstrinum og við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekki búin að vera vinnsla í nokkurn tíma í Bakka- vík, að því slepptu að þeir unnu hráefni í einn mánuð undir það síðasta eftir að hafa verið hrá- efnislausir í nokkurn tíma. Við fengum upplýsingar frá for- ráðamönnum um að skuldastaða fyrirtækisins væri mjög erfið svo þetta kom okkur ekki í opna skjöldu en skellurinn er mikill engu að síður. Manni verður vitaskuld fyrst hugsað til þeirra sem þarna eru að missa atvinn- una, en það er á milli 20 og 30 Taka undir áskorun vegna Dýrafjarðarganga allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opin- berrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknar- áætlunar 20/20, byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveit- arfélaga eða annarrar opinberrar þjónustu,“ segir í ályktuninni. thelma@bb.is Bæjarráð Bolungarvíkur tekur heils hugar undir áskorun sam- göngunefndar Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, þar sem skorað er á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009- 2012 framlög til Dýrafjarðar- ganga. „Dýrafjarðargöng eru forsenda Kagrafell ehf. hefur óskað eftir lóð fyrir svæði undir húsbíla og tjaldvagna á upp- fyllingu við Neðstakaupstað á Ísafirði, en bréf þess efnis frá Elíasi Oddssyni fh. Kagrafells hefur verið lagt fram á fundi jafnframt á það að svæðið sem um ræðir í Neðstakaupstað er skilgreint fyrir ferðaþjónustu og til styrkingar á Byggða- safninu. kristjan@bb.is umhverfisnefndar Ísafjarðar- bæjar. Nefndin hefur falið tæknideild Ísafjarðarbæjar að ræða við bréfritara en vísar erindinu einnig til atvinnumálanefndar til um- sagnar. Umhverfisnefnd bendir Óskar eftir lóð fyrir húsbíla og tjaldvagna

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.