Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Page 18

Bæjarins besta - 06.05.2010, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 „Skipsflak er tímavél“ Ragnar Edvardsson minja- vörður Vestfjarða og Ragnar H. Guðmundsson köfuðu niður að bátsflaki í Álftafirði í Ísafjarð- ardjúpi um miðjan mars. Bæj- arins besta sló á þráðinn til Ragnars Edvardssonar og spurð- ist fyrir um verkefnið. – Hver var tilgangur ferðar- innar? „Hann var fyrst og fremst að kanna flakið. Skoða skipið og komast að því hvaða skip þetta væri og fá einhverja hugmynd um varðveislu þess. Þetta var bara almenn fornleifakönnun. Við vitum í raun og veru lítið um þetta flak en það sem við komumst að er að hér er um tréskip að ræða. Skrokkurinn er þakinn koparplötum og skip- ið er sennilega frá byrjun tutt- ugustu aldar, jafnvel eitthvað fyrir 1900.“ – Er mikið dýralíf á svona flaki? „Já, það er mikið dýralíf á flakinu sjálfu og svo er sand- botn nánast alls staðar í kring en það er sandbotn nánast alls staðar í fjörðunum hérna í kring.“ – Er mikið af flökum á þessu svæði? „Það er örugglega gríðarlega mikið af flökum hérna. Það er vitað að það er mikið af flökum í Ísafjarðardjúpi og í öllum fjörðum en það hefur ekki verið mikið gert í því að skoða þau. Fiskibátarnir hafa í gegnum tíð- ina fest reglulega hérna á svæð- inu og það má alveg búast við því að það sé mikið af skipsflök- um hér og alveg frá upphafi sögu Íslands.“ – Var þetta fyrsta köfunin ykkar hér? „Ég er búinn að taka nokkrar kafanir í fjörðunum hérna í kring, aðallega til þess að skoða aðstæður en ekki beint til þess að skoða flök. Næsta stig er að fara í firðina hérna og leita að flökum og því var ákveðið að byrja á því flaki sem var hvað aðgengilegast. Við ætlum að fara nota aðrar aðferðir við leit. Við ætlum að taka upp sónar- tækni en það getur tekið alveg gríðarlega langan tíma að finna flak ef maður er að leita að ein- hverju ákveðnu flaki. T.d. má nefna fyrsta mótorbátinn á Ís- landi, Stanley, en hann liggur í Skötufirði og hefur aldrei fund- ist.“ – Hvernig nýtast þessar upp- lýsingar? „Hugsunin á bak við þetta hjá mér er fyrst og fremst að fá yfirlit yfir flök við Íslands- strendur, en svo eru skipsflök nokkurs konar tímavélar. Skip- ið sekkur á ákveðnu augnabliki með öllu um borð. Segjum svo að við finnum t.d. skip frá mið- öldum, þá væri það ljósmynd af lífinu þegar það fórst. Þetta er mjög spennandi og getur gefið manni alls konar upplýsingar sem maður fær hvergi annars staðar. Það eru ekki allir sem vita að skipsflök eru friðuð og það má ekki kafa niður að þeim og taka úr þeim. Það er í rauninni bann- að en það er allt í lagi að kafa niður að þeim og skoða. Þetta er svipað og ef einhver færi út í kirkjugarð og byrjaði að grafa. Við erum með nokkuð margar kafanir á planinu í sumar hérna á Vestfjörðum og höldum áfram að skoða aðstæður og leita að skipum,“ segir Ragnar. Skipsskrokkurinn er þakinn koparplötum. Myndin er tekin við skut skipsins sem áætlað er að sé frá byrjun 20. aldar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.