Bæjarins besta - 06.05.2010, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími
892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560
og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,
halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Ritstjórnargrein
Almanna hagsmunir
Hvernig sem teningnum er velt, verður ekki með nokkru móti séð
að Vestfirðingar hafi notið forréttinda af hálfu hins háa Alþingis,
svo sem oft hefði mátt ætla þegar býsnast hefur verið yfir þingmanna-
fjölda þeirra og jafnvel verið talað um mannréttindabrot í því
sambandi. Staðreyndin er allt önnur. Seinagangur í vegaframkvæmd-
um og ástandið í raforkumálum á Vestfjörðum vitna þar um gleggst
um.
Afstaða þingmanna til kjördæmabreytinga hefur lengst af snúist
um tvennt: tryggja eigin þingsæti og að atkvæðaskipting nýttist
flokkum þeirra sem best.
Í umræðunni um breytingar sem leiddu til núgildandi kosningalaga
kallaði BB eftir afstöðu Vestfirðinga. Átti að jafna vægi atkvæða
með tilfærslu þingmanna frá strjálbýli til þéttbýlis? Eða, voru menn
reiðubúnir að stíga skrefið til fulls og gera landið að einu kjördæmi?
Spurning sem nokkuð oft hefur skotið upp kollinum. Hver er afstaða
Vestfirðinga nú?
Fyrir nokkru var mælt fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um
að landið verði eitt kjördæmi. Að því stendur þriðjungur þingheims,
úr fjórum flokkum, þannig að ætla verður að verulegur stuðningur
sé við málið. Í grein fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Björgvins
G. Sigurðssonar, í Fréttablaðinu, sagði m.a.: ,,Engin haldbær rök
eru fyrir því að vægi atkvæða sé misjafnt eftir búsetu fólks. Aðrar
leiðir en kosningakerfið eru miklu eðlilegri til þess að bæta stöðu
einstakra byggða til búsetu í þeim.“ Og ennfremur: ,,Með þessu er
það innsiglað að allir alþingismenn vinna að hagsmunum allra Ís-
lendinga en eru ekki seldir undir þrönga sér- og kjördæmahagsmuni.“
Ástæðan leturbreytingar á seinni tilvitnuninni í grein Björgvins
er spurningin: Á hvern hátt verða hagsmunir allra Íslendinga tryggðir
með lagasetningu einni saman? Næsta víst mun mörgum verða
hugsað til ákvæða Stjórnarskrárinnar um þjóðareign á auðlindum
hafsins og þess veruleika sem þjóðin býr við í þeim efnum!
Lög hafa þá fyrst gildi að þau séu virt, ekki síst af hálfu stjórnvalda.
Á tyllidögum er því gjarnan haldið á lofti að hér búi ein þjóð og
þegar bjóði þjóðarsómi þá eigi Ísland eina sál.
Falleg orð á lögboðnum fánadögum.
Hvað sem öllum lagasetningum líður ríður nú mest á að menn taki
höndum saman og vinni ,,að hagsmunum allra Íslendinga.“
s.h.
Spurningin
Ætlar þú í ferðalag í
sumar?
Alls svöruðu 399.
Já, innanlands,
sögðu 267, eða 67%
Já, erlendis,
sögðu 69, eða 17%
Nei sögðu 63 eða 16%
Helgarveðrið
Horfur á föstudag,
laugardag og
sunnudag:
Vestlæg átt. Skýjað með
köflum og þurrt að kalla
Vestan- og Norðanlands.
Hlýtt í veðri.
Félagar í
Verkalýðsfélagi
Vestfirðinga
Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn
laugardaginn 8. maí kl.11:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
4. hæð.
Dagskrá:
1. Setning fundarins.
2. Kosning starfsmanna fundarins.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Kynntur ársreikningar starfsárið 2009.
5. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs.
6. Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð.
7. Lögð fram tillaga um laun stjórnar.
8. Kosning fulltrúa á ársfund Lifeyrissjóðs Vestfirðinga.
9. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta
málfrelsis, tillögu- og atkvæðisrétt. Að fundi loknum verður
boðið upp á veitingar.
Stjórnin
Aðalfundur Litla leikklúbbsins
verður í Edinborgarhúsinu miðvikudaginn 12. maí kl. 20:30.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Nýir félagar velkomnir á fundinn. Stjórnin
Netspurningin er birt
vikulega á bb.is og þar
geta lesendur látið
skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.