Bæjarins besta - 06.05.2010, Side 15
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 15
Söluvelta af göngukort-
um vel á aðra milljón
Sala á göngu- og útivistar-
kortum Ferðamálasamtaka
Vestfjarða gekk vel á síðasta ári
og söluveltan á þeim var vel á
aðra milljón króna. Þetta kom
fram í skýrslu formanns sam-
takanna á aðalfundi um helg-
ina. Samtökin hafa undanfarin
þrjú ár unnið að gerð veglegra
göngu- og útivistarkorta fyrir
Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur
kortin komu út árið 2007 og nú
á síðasta ári fóru þrjú síðustu
kortin í dreifingu. Nýju kortin
ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðar-
djúp ásamt fjörðunum suður af
því og Strandir norðan Hólma-
víkur. Áður komu út kort sem
náðu yfir sunnanverðar Strandir
og Dali, Reykhólasveit og Breiða-
fjarðareyjar og Vesturbyggð og
Tálknafjörð.
Í skýrslu formanns kemur fram
að miðað við lagerstöðu þyki
ekki ástæða til að ráðast í prentun
fyrir sumarvertíðina í ár. Verður
tekin ákvörðun um það fyrir
næsta ár. Hliðarverkefni tengd
göngukortunum komu líka til
umræðu innan stjórnar samtak-
anna á síðasta ári, svo sem
gönguleiðamerkingar í tengsl-
um við merktar leiðar á kortun-
um. „Göngukortin þurfa að
vera sjálfbær, það er, að sala
þeirra standi undir endurútgáfu
þeirra þegar á þarf að halda og
gerð merkinga,“ segir í skýrslu
formanns. – thelma@bb.is
Betra afhendingaröryggi leiðir til
minni notkunar á innfluttu eldsneyti
„Ótrygg raforka skekkir sam-
keppnisstöðu fyrirtækja og er að
auki kostnaðarsöm. Auk þess
leiðir aukin framleiðsla og betra
afhendingaröryggi til minni notk-
unar á innfluttu eldsneyti, nokkuð
sem er bæði hagkvæmara og um-
hverfisvænna,“ segir í auglýs-
ingu um deiliskipulag fyrir Mjólk-
árvirkjun í Arnarfirði sem bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar hefur aug-
lýst. Markmið framkvæmdanna
er að auka framleiðslu virkjunar-
innar með því að nýta núverandi
virkjunarkerfi betur og um leið
auka varaafl og bæta afhending-
aröryggið. „Á öllu landinu er af-
hendingaröryggi rafmagns hvað
minnst á Vestfjörðum. Samfé-
lagslegur kostnaður af þessu er
umtalsverður, bæði vegna keyrslu
varaafls með díselvélum og vegna
straumleysis og truflana fyrir
m.a. atvinnulífið,“ segir í auglýs-
ingunni.
Skipulagssvæðið er rúmir 19
km² að stærð. Stærstur hluti þess
liggur á Glámuhálendinu en svæð-
ið liggur að sjó í Borgarfirði í Arn-
arfirði. Allt svæðið er á svæði sem
nýtur hverfisverndar samkvæmt
aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar
2008-2020. Gert er ráð fyrir að
auka framleiðslugetu Mjólkár-
virkjunar með því að auka nýt-
ingu og afl núverandi véla og
byggja tvær nýjar virkjanir. Þá
er gert ráð fyrir að auka vatnsöfl-
un um 20 l/s. Einnig er gert ráð
fyrir möguleikum á að stækka
núverandi húsakost á láglendi.
Deiliskipulagið felur í sér bygg-
ingu tveggja stöðvarhúsa, lagn-
ingu þrýstipípu frá Prestagils-
vatni að Borgarhvilftarvatni, fram-
lengingu Hofsárveitu og lagn-
ingu veituskurðar. Engin ný lón
eða stíflur verða gerðar. Mjög
takmörkuð vegslóðagerð verður
vegna framkvæmdanna, en nú-
verandi slóðar nýtast við nánast
alla framkvæmdina. Rennsli í
Mjólkárfossum mun aukast lítil-
lega en rennsli í tveimur lækjum
minnkar eða hverfur. Engin efn-
istaka verður á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að allur upp-
gröftur, vegna lagningu pípna og
gerð veituskurða, verði nýttur aft-
ur á staðnum. Áhrif framkvæmda
á náttúrufar á svæðinu, þ.m.t.
rennsli, fiska og gróður, verður
hverfandi. Ekki eru líkur á að
menningarminjar raskist við
fyrirhugaðar framkvæmdir.
Þegar Mjólká var virkjuð, árið
1958, breyttust aðstæður fyrir
dýralíf í ánni. Á tímabilum, þegar
ekkert yfirfall er til staðar, þornar
áin upp ofan stöðvarhúss Mjólkár
I og II. Auk þess stöðvast einnig
allt rennsli til sjávar, þegar trufl-
anir eru á raforkukerfinu. Því er
ekki um neina fiskgengd að ræða
í Mjólká. Fiskur er í flestum vötn-
um á hálendinu sem eru nógu
djúp og eru inntakslónin þar með
talin. Ekki er hægt að tæma inn-
takslónin að vetrum, því virðist
fiskurinn þrífast þar eins og í
náttúrulegu vötnunum.
Deiliskipulagstillagan verður
til sýnis á bæjarskrifstofum í
Stjórnsýsluhúsinu, á Ísafirði og
á heimasíðu Ísafjarðarbæjar
www.isafjordur.is frá og með 21.
apríl 2010 til og með 19. maí
2010. Þeim sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta er gefinn kost-
ur á að gera athugasemdir við
deiliskipulagstillöguna. Frestur
til að skila inn athugasemdum
rennur út 2. júní. Skila skal inn
athugasemdum á bæjarskrifstof-
ur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýslu-
húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Þeir sem ekki gera athugasemdir
við skipulagstillöguna fyrir til-
skilinn frest teljast samþykkir
henni. – thelma@bb.is
Fyrirtækið ÍS-47 ehf. á Ísafirði
hefur farið þess á leit við bæjar-
stjórn Ísafjarðabæjar, að hún óski
eftir því að reglum um landanir
til vinnslu vegna byggðakvóta
verði rýmkaðar. Bréf frá fyrir-
tækinu var tekið fyrir á bæjar-
ráðsfundi. Fyrirtækið vill að bæj-
arstjórn óski eftir því að fiskur
sem veiddur er til áframeldis og
alinn í sjókvíum í Skutulsfirði í 4
til 10 mánuði verði viðurkenndur
sem landaður til vinnslu á Ísa-
firði.
„Því fiskurinn sem fer í kvíar
skilar 80-100% þyngdaraukn-
ingu og hefur því nánast tvöfald-
ast þegar honum er landað til
slægingar, oftast hjá Stál og hníf
ehf. á Ísafirði. Að auki hefur ferl-
ið skapað vinnu við fóðrun og
ýmiskonar umönnun í 4 til 10 mán-
uði innan byggðarlagsins, sem
ég tel að sé ekki minni atvinnu-
sköpun en flökun og flatning,“
segir í bréfinu sem undirritað er
af Gísla J. Kristjánssyni.
Með bréfinu fylgir staðfesting
frá þorskeldisfyrirtækinu Álfs-
felli ehf. Bæjarráð hefur nú óskað
eftir áliti sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytis á erindinu.
Eldisfiskur verði
viðurkenndur
Gert ráð fyrir að varnarvirkin undir
Gleiðarhjalla verji um sextíu íbúðir
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hefur auglýst deiliskipulag vegna
ofanflóðavarna í hlíðinni undir
Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Mark-
mið deiliskipulagsins er að auka
öryggi íbúa og vegfarenda á nú-
verandi ofanflóðahættusvæðum
undir Gleiðarhjalla. Auk þess er
markmiðið að auka afhendingar-
öryggi rafmagns. Skipulags-
svæðið er ofan íbúðarbyggðar
við Hjallaveg og Hlíðarveg. Það
nær frá Urðarvegi og út fyrir
Hjallaveg, að Ísafjarðarvegi. Í
greinargerð með auglýsingunni
segir að heildarverðmæti eigna á
hættusvæði B og C, þ.e. á öllum
svæðum neðan Gleiðarhjalla, sé
um 1558 milljónir króna miðað
við fasteignamat en brunabóta-
mat þeirra er um 3366 milljónir sam-
kvæmt byggingarvísitölu 2009.
Gert er ráð fyrir að varnarvirkin
verji um sextíu íbúðir sem eru á
hættusvæðum B og A á skipu-
lagssvæðinu, en ekkert hús er á
hættusvæði C. Í töflu x má sjá
samantekt á verðmæti allra þeirra
eigna sem þörf er að verja neðan
Gleiðarhjalla, einnig utan skipu-
lagssvæðisins. Annars vegar er
birt verðmat íbúðarhúsnæðis og
hins vegar iðnaðarhúsnæðis sem
varið er gegn ofanflóðum.
Ísafjörður.