Bæjarins besta - 06.05.2010, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 7
Eini byssusmiðurinn á
VestfjörðumValur Richter, pípari og mein-dýraeyðir á Ísafirði – og núbyssusmiður – fékk nýlega rétt-indi til þess að bera titilinn
byssusmiður. Hann mun vera
fyrsti og eini byssusmiðurinn á
Vestfjörðum en hann hefur verið
að smíða byssur í um tuttugu
ár.
– Hvað felst í því að vera byssu-
smiður?
„Það felst margt í því að vera
byssusmiður. Það er auðvitað
að smíða byssur og síðan að
gera við byssur og einfaldlega
allt sem viðkemur byssum. Ég
hef verið að smíða byssur í um
tuttugu ár en er nýlega kominn
með réttindin. Ég smíðaði mína
fyrstu keppnisbyssu árið 1992
og keppti með henni í mörg ár í
nákvæmisskotfimi.“
Valur er mikill veiðimaður en
hann notar einnig sínar eigin
byssur við þá iðju.
„Ég smíða allar mínar byssur
frá grunni en ég hef einnig verið
mikið í því að gera við byssur.
Það er mikið um að viðskipta-
vinir komi og vilji láta stilla
byssur sínar eða hreinsa þær
og þar fram eftir götunum. Það
er töluvert mikið mál að smíða
eina byssu og það krefst gífur-
legrar nákvæmisvinnu. Að smíða
eina byssu getur tekið allt frá
nokkrum mánuðum upp í eitt
til tvö ár.“
Valur segir að það að vera
byssusmiður fari mjög vel við
að vera pípari og meindýraeyð-
ir. En tengjast þessar greinar
eitthvað?
„Nei, ég get ekki sagt það,
nema kannski meindýraeyðir-
inn, annars ekki!“
Valur segist hafa mikinn
áhuga á byssum og hann hafi
haft áhugann alveg frá því að
hann man eftir sér.
„Ég er búinn að vera mikið í
byssum síðan ég man eftir mér
og hef mikið verið að keppa í
skotfimi og að nota þær við veið-
ar,“ segir Valur Richter, fyrsti
og eini byssusmiðurinn á Vest-
fjörðum.
Á meðfylgjandi myndum má
sjá tvær af byssunum sem Valur
hefur smíðað sjálfur frá grunni.