Bæjarins besta - 09.09.2010, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími
892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560
og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,
halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ertu sátt(ur) við hag
þinn og þinna nánustu?
Alls svöruðu 379.
Já sögðu 160 eða 42%
Nei sögðu 219 eða 58%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ritstjórnargrein
Draumur borgarbarnsins
Þegar deilur um aðildina að EES stóðu sem hæst þóttust margir
stjórnmálamenn þess umkomnir að spá fyrir um örlög íslenskra
sveita, ef svo ólukkulega vildi til að við gerðumst aðilar að samtökun-
um. Útlendingar myndu ásælast bújarðir með veiðirétti í laxveiðiám
í stórum stíl og aðrar kosta jarðir jafnt sem afdalakot yrðu ekki und-
anskilin. Landráð og stjórnarskrárbrot voru meðal orða sem féllu í
hita leiksins. Ekki eru allir spámenn í sínu föðurlandi. Lítið hefur
borið á ásókn útlendinga í íslenska mold. Aftur á móti er því svo
farið að býsna margir er áður mögluðu hvað mest vildu nú EES-lilj-
una kveðið hafa.
Spámennirnir höfðu þó að nokkru leyti rétt fyrir sér, en þeir flösk-
uðu á þjóðerninu. Á útrásarárunum runnu sveitabýlin út, hvert á
fætur öðru, eins og heitar lummur. Gósenjarðir skiptu um eigendur
og háar fjárhæðir fengust fyrir afdalakot, sem árum saman höfðu
verið baggar arfs á fólki komið á mölina. Mjólkurkvótinn rann til
einkahlutafélaga, í eigu íslenskra gróssera, í þúsundum lítra. Sumir
töldu þetta býsna vænlegt, nýir straumar með nýju fólki væri það
sem sveitirnar þyrftu á að halda. Á annarra augum var þetta afturhvarf
til tíma leiguliða í íslenskum landbúnaði.
Stjórnvöld margra landa hafa glímt við að viðhalda byggð í fá-
mennum og afskekktum byggðalögum. Frændur okkar Norðmenn
þekkja þetta vel. Í gegnum árin hafa íslensk stjórnvöld hafa gripið til
ýmissa ráða, án lausnar svo nokkru nemi. Sitthvað hefur mönnum
komið til hugar. Skattaívilun var ein af fyrri tíma hugdettum. (Gott
ef Norðmenn hafa ekki gripið til þessa í einhverri mynd.) Ef rétt er
munað féll hugmyndin í grýttan jarðveg, var fundið flest til foráttu.
Þeir sem vildu búa í dreifbýli yrðu sjálfir að súpa seiðið af því.
Nýverið reit Pétur Blöndal, blaðamaður, grein í Morgunblaðið:
,,Húsin í sveitunum.“ Þar sagði m.a.: Fólkið á malbikinu horfir til
sveitarinnar og hver vill ekki hvíla sig frá erli borgarlífsins með því
að dvelja vikutíma út á landi með fjölskyldu sinni við vægu verði.“
(Og til að svo megi verða.) ,,Ég velti því fyrir mér, hvort ekki sé
sniðugt að stjórnvöld veiti styrki til að gera upp gömlu húsin, sem
annars verða veðri og vindum að bráð. Þetta mætti gera með beinum
styrkjum eða í gegnum skattkerfið. (Og síðar) Húsin yrðu svo leigð
út til fjölskyldna, sem fengju tækifæri til að upplifa tilveruna í
sveitinni, smakka afurðir úr héraðinu, fylgjast með bústörfum, um-
gangast dýrin og blanda geði við fólkið sem plægir akurinn.“
Eflaust hlýnar mörgum dreifbýlingum við tilhugsunina um
skattalækkun. Hvort tilgangurinn, sem þarna er lagður til grundvallar,
helgar meðalið skal satt best að segja dregið í efa. Borgarbarnið fær
fulla samúð yfir í öllu ysinu og þysinu, sem á það er lagt. – s.h.
Hlutastarf
Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf á
skrifstofu félagsins. Launakjör eru skv. kjara-
samningi FOS-Vest. Þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu fé-
lagsins eigi síðar en 15. september nk., að
Aðalstræti 24 á Ísafirði.
Helgarveðrið
Horfur á fimmtudag:
Austan 8-13 m/s við suð-
urströndina og á annesj-
um norðan til en annars
hægari: Horfur á föstu-
dag: Norðaustlæg átt og
vætu-samt, en skýjað og
úr-komulítið á Suður- og
Vesturlandi. Hiti 10-15
stig. Horfur á laugar-
dag: Breytileg átt og
vætusamt. Heldur
kólnandi veður. Horfur á
sunnudag: Breytileg átt
og vætusamt. Heldur
kólnandi veður.
Árgangur 1936 frá Ísafirði hitt-
ist á ný um helgina. „Við byrjuð-
um á því að hittast í Tjöruhúsinu
á föstudagskvöld og borðuðum
þar saman. Síðan röltum við í
Edinborgarhúsið og spjölluðum
þar saman langt fram á kvöld. Á
laugardag hittumst við aftur og
var þá Safnahúsið skoðað hátt
og lágt. Veðrið var svo gott að
fólk vildi ekki fara í neinar bíla-
ferðir þannig að menn tvístruðust
um bæinn og fóru að skoða göm-
ul heimkynni og þær breytingar
sem hafa orðið á bænum. Við
hittumst síðan í kaffi í Faktors-
húsinu í Hæstakaupstað áður en
við héldum á Hótel Ísafjörð þar
sem við borðuðum saman kvöld-
verð og sátum fram á miðnætti,“
segir Sigurður Ólafsson sem var
einn úr hópnum.
Aðspurður segir hann að þátt-
takan hefði mátt vera betri. „Við
hefðum gjarnan viljað fá fleiri
en það er ekki sjálfgefið þegar
fólk býr annars staðar. En þetta
lánaðist mjög vel og ég held að
allir hafi verið ánægðir. Þar spil-
aði veðrið stórt hlutverk en það
var algjör blíða þessa daga, þegar
við komum út af hótelinu á mið-
nætti var hitinn 19 stig.“
Árgangur ´36 hitt-
ist í blíðskaparveðri
Árgangur 1936 frá Ísafirði hittist um helgina. Hér er hópurinn ásamt mökum á Silfurtorgi.
Frumsýning
á söguslóðum
Kómedíuleikhúsið frum-
sýnir nýtt leikrit föstudaginn
17. september. Verkið ber heit-
ið Bjarni á Fönix og er byggt á
sönnum atburðum úr vestfirsk-
um sögnum. Verður það frum-
sýnt á söguslóðum í hlöðunni
á Alviðru í Dýrafirði. Um er
að ræða eins manns verk þar
sem Ársæll Níelsson verður á
sviði og Elfar Logi Hannesson
leikstýrir en þeir skrifuðu báðir
handritið. Marsibil Kristjáns-
dóttir hannaði leikmyndina.
Um er að ræða sögusýningu
og næsta sýning fer fram á
Talisman á Suðureyri auk þess
sem hún verður sýnd á Ísafirði
í október. Síðan verður hún
sýnd víðar. Verkið fjallar um
skipherrann Bjarna Þórlaugar-
son en ekki var vitað hver
faðir hans var. Hann var skip-
herra á bát sem hét Fönix.