Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Side 10

Bæjarins besta - 09.09.2010, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2010 er til 15. október Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. · Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjöl- skyldu sinni vegna náms). · Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2010-2011 er til 15. október nk. Móttaka umsókna hefst í september nk! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd „Sem strákur var ég í tvo vetur að læra á píanó hjá Ragnari H. Ragnar á Ísafirði. Fljótlega byrj- aði ég að spila í skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Þar átti ég ágæta félaga. Tveir af þeim eru nú látnir, þeir Þórður Finnbjörnsson, síðar flugstjóri hjá Loftleiðum, sem spilaði á trompett, og Hnífsdælingurinn Guðjón Baldvin Ólafsson, seinna framkvæmdastjóri hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem lék á harmonikku. Kristján Jónsson skólabróðir okkar var trommari. Við fjórir skipuðum bara ágæta hljómsveit í skólanum og vorum farnir að spila svolítið á böllum. Villi Valli vinur minn var átrúnaðargoð okkar strákanna og hann bað mig að koma og spila með sér í hljómsveit. Þar stofn- aðist ævilangur vinskapur okkar. Magnús Reynir og Gunnar Hólm og ég spiluðum einna mest saman í hljómsveit Villa Valla. Við fór- um hér um Vestfirði að spila og líka út um land og eigum afskap- lega góðar minningar frá þeim ferðum. Þá spiluðum við að mig minnir á fyrstu Sólrisuhátíð Menntaskólans og komu þá til liðs við okkur þeir Baldur Geir- mundsson og Kalli bróðir hans og við lékum saman nokkur jazz- lög og lög eftir Villa og Baldur. Ekki má heldur gleyma þeim bræðrum Herði og Braga Þor- steinssonum, Samúel rakara og fleiri góðum félögum sem tóku þátt í spilamennskunni fyrr á ár- um. Stundum heyrir maður frá fyrstu nemendum MÍ að áhugi þeirra á jazz hafi vaknað við að heyra okkur þessa gömlu kalla vera að spila. Hólmfríður Sigurð- ardóttir píanóleikari hefur sagt mér að hún hafi einmitt farið að leika sér að spila jazz og dægur- lög eftir að hafa heyrt okkur spila á Sólrisu. Ég held að þetta band okkar hafi að minnsta kosti haft einhver áhrif í þá veru að fólk hér hafi farið að meta jazzmúsík- topphljóðfæraleikurum. Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari er þar líklega fremstur. Við urð- um strax miklir vinir og var hann mikill örlagavaldur í mínu lífi. Tvo vetur var líka með okkur Gunnar Ormslev, einn besti jazz- leikari landsins í þá daga. Síðan voru eldri kappar eins og Vil- hjálmur Guðjónsson klarinett- ina og hlusta meira á þá tónlist.“ Spilaði með bestu hljóðfæraleikurunum „Þegar ég byrjaði ungur að spila á Keflavíkurvelli var ég afskaplega lánsamur því að ég lenti í því að spila með alveg leikari og þeir félagarnir Jónas Dagbjartsson, Sveinn Ólafsson og Þorvaldur Steingrímsson. Þetta voru allt menn sem voru líka að kenna tónlist og ég held að þeir hafi haft mikil og góð áhrif á mig. Eftir að ég kom aftur vestur spilum við gömlu félagarnir sam- an nokkrum sinnum á ári og höld- um því enn, hittumst öðru hverju við Villi Valli og Magnús Reynir og tökum saman gamla stand- arda. Ég hugsa að við sjálfir höf- um eiginlega meira gaman af þessu en áheyrendur. Núna kom- um við saman á góðri stundu á meðan konurnar okkar eru að hafa til matinn og tökum nokkur lög í forrétt. Í dag finnst mér mjög gaman að setjast niður og rifja upp göm- ul lög og spá svolítið í hljóma- samsetningu og hvernig aðrir hafa verið að spila. Ég held að þeir sem einhvern tímann hafa byrjað að spila geti varla hætt. Þetta er hluti af lífi manns. Allir sem spila á hljóðfæri njóta þess, hvort sem spila mikið eða lítið. Þurfa ekki að vera neinir snill- ingar. Það sem máli skiptir er ánægj- an sem tónlistin veitir. Allir sem eiga þess kost ættu því að fara í tónlistarnám.“ Ólafur og hvíta- björninn í Bolungarvík – Eitt sinn fyrir allmörgum árum þegar þú varst bæjarstjóri tókstu á móti hópi sveitarstjórn- armanna af öllu landinu. Meðal annars varstu leiðsögumaður þeirra á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og sýndir þeim hvítabjörninn og sagðir að í fyll- ingu tímans yrðirðu væntanlega stoppaður upp og hafður við hlið- ina á birninum. Ertu enn við það sama heygarðshorn? „Ég man eftir þessu. Ég held að einhver gestanna hafi nú stungið þessu að mér, gott ef það var ekki Ingibjörg Sólrún þáver- andi borgarstjóri, en hún vann eitt sumar hjá mér við að mála. Ég tók undir þessa hugmynd hennar að hafa okkur ísbjörninn uppstoppaða hlið við hlið, ekki síst vegna þess að ég átti nokkurn þátt í því að koma Náttúrugripa- safninu og Náttúrustofunni á fót.“ – Að lokum: Stundum var sagt að bæjarstjóranum í Bolungarvík þætti gott í staupinu. Hvað seg- irðu um það? „Skemmtileg og góð spurning. Jú, jú, blessaður vertu, mér fannst það nú alltaf og þykir enn.“ – Hlynur Þór Magnússon.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.