Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Page 14

Bæjarins besta - 09.09.2010, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 Milla er Ísfirðingur í hjartanu Kristjana Milla Snorradóttir hefur dvalið mörg sumur á Ísa- firði. Sjálf segist hún samt ekki vera Ísfirðingur samkvæmt vís- indalegum stöðlum, en sé Ísfirð- ingur í hjartanu. Kristjana Milla vinnur sem ferðaráðgjafi og verk- efnastjóri hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði en hún hefur sinnt því starfi síðustu tvö sumur. Bæjarins besta mælti sér mót við Kristjönu Millu, sem er oftast kölluð Milla af vinum og kunningjum. Við komumst með- al annars að því að hún á ættir að rekja til Vestfjarða, á bolvískan kærasta og hefur sterkar skoðanir á ferðamálum. – Ertu ættuð héðan? „Pabbi minn býr hérna, Snorri Bogason. Hann býr hérna með fjölskyldunni sinni, Agnesi Ás- geirsdóttur og bræðrum mínum. Hann er hins vegar alinn upp á Mýrum í Dýrafirði þannig að ég er ekki ættuð frá Ísafirði. Ég bjó hérna í eitt ár árið 1997 en að öðru leyti hef ég bara alltaf komið hingað á sumrin til pabba, en hann hefur búið hérna síðan ég var lítil. Ég er alin upp í Svíþjóð, þar var ég öll grunnskóla- og menntaskólaárin, en svo fluttist ég til Íslands.“ Kristjana Milla er lærður iðju- þjálfi og hefur sérhæft sig í að vinna með börnum sem glíma við geðræna- og sálfélagslega erfiðleika og fjölskyldum þeirra. Hún hefur starfað á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og í meðferðateymi fyrir börn í heilsugæslunni. En af hverju lá leiðin vestur að vinna hjá Vestur- ferðum? „Þetta er annað sumarið sem ég er hjá Vesturferðum. Mig langaði að prófa að gera eitthvað nýtt og það var orðið svo mikið álag í heilbrigðiskerfinu, minni peningar og meira álag, þannig að mig langaði einfaldlega að koma og prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði svo aftur hjá Vesturferð- um í febrúar á þessu ári en þar áður vorum ég og kærasti minn Guðmundur Gunnarsson í Genf. Þar var hann í starfsnámi og ég var fín frú á meðan að læra frönsku, sækja hann í vinnuna og smyrja hádegismat. Hann er í Reykjavík núna að vinna við Morgunútvarpið á Rás 2 en ég er bara hér í gamla herberginu hjá pabba.“ – Var það tilviljun að þú fórst að vinna í þessu? „Nei, ég tengist Áslaugu Al- freðsdóttur og Ólafi Erni Ólafs- syni, en þau eru stærstu eigendur Vesturferða. Hún er móðursystir mín. Þannig hef ég alltaf verið með annan fótinn hérna, búin að vinna bæði á Hótel Ísafirði og á því miður hinn almenna ferða- mann lítið. Viðbrögðin eru góð, sérstak- lega við Vigur. Fólk segir að þetta sé besta ferð sem það hafi farið í, fallegasti staður sem það hefur komið á, lundinn æðisleg- ur, kyrrðin og döðlubrauðið hennar Hugrúnar frábært, fólk talar sérstaklega um það. Þannig fáum við jákvæð viðbrögð. Skemmtiferðaskipin eru að koma aftur til okkar og það eru að koma ný skip, það er svolítið í þessum skipabransa að sögurnar eru ótrúlega fljótar að berast. Stundum skiljum við ekki hvern- ig þeim hefur tekist að bera sög- urnar á milli skipa svona fljótt. Ef það gerist eitthvað hjá mér á laugardegi og næsta skip kemur á fimmtudegi, þá eru þau oft búin að frétta það, þó þetta séu mis- munandi fyrirtæki. Það eru ein- hver blogg eða heimasíður í gangi, sem við höfum ekki fundið ennþá, þar sem starfsfólk skip- anna talar sig saman. Það spyrst allt út, bæði það sem við gerum vel og það sem við gerum illa. Því þarf að vanda hverja einustu ferð sem farin er og hvert einasta skipti.“ – Hefurðu eitthvað hugsað þér að vera hérna áfram? „Ég veit ekkert um það. Við Gummi höfum reynt að taka hálft ár í einu við að skipuleggja líf okkar. Við erum bæði með ævin- týraþrá og þá eru alltaf allar dyr opnar fyrir nýjum möguleikum ef þeir skyldu koma upp. Eins og t.d. í fyrra þegar við stukkum til Genf. Það kom snöggt upp og þannig viljum við svolítið lifa. Þannig veit ég ekki hvað ég er að fara að gera.“ Milla segir það vera draum þeirra að eiga sumarhús á Ísafirði eða í Bolungarvík, en kærasti hennar, Guðmundur Gunnars- son, er Bolvíkingur í húð og hár. „Þegar ég var yngri hefði sagt að ég ætlaði aldrei að ná mér í Víkara, en ég er mjög sátt. Og það er mikill plús og auðveldar mikið að skipuleggja sumarið, páska og fríin okkar, þá förum við bara vestur. Það er auðvelt að eiga mann að vestan og við reynum að fara alltaf vestur þegar við eigum frí og eftir að ég að byrjaði að ganga á Hornströnd- um, þá er það bara eitthvað sem maður verður að gera einu sinni á ári. Ég reyni að komast í sem flestar dagsferðir en þegar maður er að vinna í þessu, þá eru ekki margir frídagar yfir sumarið. Þetta er bara vertíð. Hornstrandir eru einfaldlega fallegasta svæði sem ég hef farið á og sama hversu oft maður fer, þá upplifir maður alltaf eitthvað nýtt. Náttúran þar er ótrúleg.“ Hótel Eddu, í rækjunni í Bakka og á Sól og Fegurð þegar það var til.“ – En að máli málanna. Ertu Ísfirðingur? „Sko, á Facebook er hægt að reikna út hvað maður er mörg prósent Ísfirðingur. Ég passa ekki þar inn þannig að ég er því ekki Ísfirðingur samkvæmt vísinda- legum staðli, ef svo má segja. En í hjartanu er ég Ísfirðingur. Ég er fædd í Reykjavík og alin upp í Svíþjóð. Þannig ég er ekki Reyk- víkingur, ekki Svíi, og þá er bara Ísafjörður eftir.“ Kristjana starfar sem ferðaráð- gjafi og verkefnstjóri hjá Vestur- ferðum á Ísafirði. Hvað felst í starfinu? „Vinnan mín snýst um að taka á móti farþegum skemmtiferða- skipanna. Þetta er aðallega að eiga samskipti við ferðaskrifstof- urnar fyrir sunnan sem bóka um borð og þjónusta þær. Starf mitt er svo sem að skipuleggja og sjá um allar ferðir sem við seljum til farþega skipanna, allt frá því að bókanir fara að berast og þangað til að farþegarnir fara aftur.“ – Þetta getur verið mikil slaufa, ekki satt? „Jú, farþegarnir á skemmti- ferðaskipunum er svolítið ólíkir hinum almenna ferðamanni. Að- allega vegna þess að þau stoppa mjög stutt. Þetta er oft fólk sem á pening og fólk sem er að borga mjög mikið fyrir ferðirnar sínar. Þetta eru dýrar ferðir. Við viljum að sjálfsögðu að fólk komi aftur og þess vegna viljum við gera vel. Fólk gerir miklar kröfur enda um dýrar ferðir að ræða sem boð- ið er upp á um borð.“ – Hvernig finnst þér þessi sum- ur hafa gengið? „Þetta er rosalega gaman, ég er sú eina á skrifstofunni sem næ mér í bryggju-brúnku og ég er mjög ánægð með það. Allir hinir þurfa að vera inni á meðan ég fæ að fara út.“ – Þannig að þú ert ánægðasti starfsmaðurinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er allavega brúnasti starfsmaðurinn. En þetta er rosalega skemmtilegt og maður hittir nýtt fólk á hverj- um degi. Með hverju skipi kemur nýtt fólk, með nýjar þarfir, nýjar kröfur og mismunandi reynslu. Það þarf að púsla mörgum aðilum saman. Skipstjórinn er kannski með einhverja duttlunga og ég þarf að tala við Mugga hafnar- stjóra því að skipstjórinn vill ekki vera þarna og gera hitt og þetta. Þetta hefur samt gengið mjög vel. Í fyrra komu mjög margir ferðamenn til Vestfjarða. Það var mikil fjölgun á ferðamönnum hingað. Í ár voru kringum 20% færri sem keyptu ferðir hjá okkur, þ.e. í maí og í júní. Við höldum að það sé aðallega vegna eldgoss- ins. Bókanatölur byrjuðu mjög vel í byrjun árs en svo á meðan gosið var hægðist verulega á öll- um bókunum. Þá var eiginlega ekkert bókað. Heimsmeistara- keppnin í fótbolta hafði síðan líka áhrif. Svo kom júlí og ágúst og þá hefur verið aukning frá því í fyrra og það er kannski eitthvað sem við bjuggumst ekki við, að það yrði aukning. Þannig að yfir heildina verður þetta örugglega svipað og í fyrra en dreifist öðru- vísi.“ – Fáið þið mikil viðbrögð frá farþegum? „Við fáum mjög mikil við- brögð og flest eru góð. Fólk lætur okkur vita, en nú hitti ég aðallega skemmtiferðaskipafarþegana. Það hefur verið miklu meira að gera í skipunum í sumar og farið meiri vinna í það, þannig ég hitti

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.