Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560, kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Ætlar þú að kaupa jólagjafir fyrir lægri upphæð en undanfarin ár? Alls svöruðu 409. Já sögðu 253 eða 62% Nei sögðu 156 eða 38% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Hvöss eða allhvöss norðanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið syðra. Lægir smám saman. Áfram kalt í veðri. Horfur á laugardag: Norðaustanátt með éljum en léttir til SV-lands. Hiti í kringum frostmark. Horfur á sunnudag: Norðaustanátt með éljum en léttir til SV-lands. Hiti í kringum frostmark. Ritstjórnargrein Mannréttindi! Krafan um að landið sé eitt kjördæmi er ekki ný af nálinni. Með nokkru reglubundnu millibili hefur hún blossað upp og ávalt á þeim forsendum að í misvægi atkvæða felist brot á grundvallar mannrétt- indum; að ítök (völd og aðgangur að almannafé?) þingmanna fá- mennra kjördæma á Alþingi væru margföld í samanburði kjördæmin þar sem þorri þjóðarinnar býr. Í skjóli þessa blómstraði kjördæma- potið landskunna, sem í raun væri ekkert annað en mismunun í garð þegnanna; með öðrum orðum: strjálbýlinu væri hyglað á meðan þéttbýlið sæti á hakanum. Úrslit kosninganna til stjórnlagaþings eru sápan, sem kom hvernum til að gjósa að þessu sinni. Niðurstaða, sem ber með sér að fjöldi kjörinna fulltrúa með búsetu utan þéttbýliskjarnans við Faxaflóa er teljandi á fingrum annarrar handar, hefur vakið ugg í brjóstum margra, sem utan þess svæðis búa. Og ekki dregur úr óttanum að af 25 stjórnlagaþingsmönnum eru 15 mjög hlynntir og sex frekar hlynntir því að landið verði eitt kjördæmi. Aðeins tveir eru frekar mótfallnir hugmyndinni og tveir taka ekki afstöðu eða vilja ekki svara. Að landsbyggðin og höfuðborgin séu systur, hljómar svo sem ágætlega í töluðu orði. En hvað sem öllum yfirlýsingum í þeim efn- um líður, er reynslan af systrakærleik í allar áttir. Af endurtekinni upprifjun um þingmannafjölda Vestfirðinga í gegnum árin, á grundvelli misvægis atkvæða, mætti halda að í þeim landshluta væri allt í slíkum blóma að með öfundaraugum væri til horft. En skyldi svo vera? Lítum á stöðu tveggja málaflokka, sem háðir eru framlögum rík- isins: Bendir vegagerð innan fjórðungsins og við aðra landshluta til þess? Varla flokkast ummæli fyrrum samgönguráðherra, Kristjáns Möller, um ástand vega á sunnanverðum Vestfjörðum sem lofsöngur í þá átt! Og hvað þarf marga putta til að telja árin síðan vegur með bundnu slitlagi komst á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar? (Er reyndar enn einbreitt, að litlum hluta.) Benda ummæli Össurar Skarphéðinssonar, fyrrv. iðnaðarráðherra um langvarandi orkuvanda Vestfirðinga, sem dæmt hefur fjórðunginn úr leik í samkeppninni um orkufrekan iðnað, til að sérstakrar hygl- unar í þeirra garð? Vera má að það leysi ýmsan vanda að gera landið að einu kjör- dæmi. Spurningin er hvort ekki kæmu fleiri upp í stað þeirra sem leystust? Misvægi atkvæða er ekki sér íslenskt fyrirbæri, eins og oft er látið í skína. Jafnræðið er margslungið. Það er því djúpt í árinni tekið að hamra sífellt á mannréttindabrotum í umræðunni um vægi atkvæða og engan veginn frambærilegt. Við leysum ekki vandann með því að hópa, úlfur, úlfur! s.h. Vegrið á Hnífsdalsvegi kom í veg fyrir að ekki fór verr er bifreið valt á Hnífsdalsvegi á mánudags- morgun. Að sögn lögreglu var mikil hálka á vettvangi auk þess sem talið er að ökumaður hafi ekið ógætilega miðað við aðstæð- ur. Ökumaður missti stjórn á bíln- um og lenti á vegriðinu sem sporn- aði gegn því að hann hafnaði í fjörunni eða sjónum. Bifreiðin valt og lenti á ljósa- staur hinum megin við veginn sem brotnaði. Um er að ræða nýjan ljósastaur sem hannaður er til gefa eftir við högg. Að sögn lögreglu virtist ökumaður ekki vera slasaður en fór hann þó í læknisskoðun til öryggis. Mikið tjón varð þó á bifreiðinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. – thelma@bb.is Mildi var að ekki fór verr er bílslys varð á Hnífdalsvegi. Vegrið sann- aði gildi sitt Hlutfall ferðamanna að jafnast Hlutfall innlendra og erlendra ferðamanna hefur verið að jafnast undanfarin ár en árið 2002 voru innlendir ferðamenn í miklum meirihluta, eða 74%. Árið 2009 hefur hlutfallið breyst töluvert, komið niður í 55% innlendra ferðamanna á móti 45% erlendra. Þetta kemur fram í skýrslu um stefnumótun vestfirskrar ferða- þjónustu sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út. Þar kem- ur einnig fram þegar litið er til dreifingu gistinátta á Vestfjörð- um yfir allt árið að jöfn og þétt aukning er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Tímabilið er að lengjast í báða enda eins og línan fyrir árið 2009 sýnir en ljóst er tónlist og umhverfisvernd. Staðreyndir um erlenda ferða- menn eru þær að Þjóðverjar eru langfjölmennastir en næst koma Bretar, Frakkar, Hollendingar og Skandinavar. Þeir koma á einka- bíl jafnt á við bílaleiguleigubíl. Flestir gista á hótelum og gisti- heimilum og meðaldvalarlengd eru 5,3 dagar. 33% þeirra höfðu komið áður til Íslands og 88% myndu mæla með Vestfjörðum sem áfangastað. Þeir sækja sér upplýsingar um Vestfirði í gegn- um bæklinga, handbækur og int- ernetið. Þeir hafa áhuga á útivist, umhverfisvernd, sjálfbærri ferða- mennsku, fuglaskoðun og ljós- myndun. – thelma@bb.is að efla þarf lágönnina. Þrátt fyrir jafnan vöxt í gistinóttum inn- lendra ferðamanna undanfarin ár þá er heildar markaðshlutdeild Vestfjarða enn mjög lág. Árið 2005 var markaðshlutdeild í inn- lendum gistinóttum 6,6% en árið 2009 var hún komin upp í 7,1%. Þegar kemur að gistinóttum erlendra ferðamanna er markaðs- hlutdeild Vestfjarða enn lægri en innlendra ferðamanna. Árið 2005 var hún 1,3% en árið 2009 er hún komin upp í 2,4%. „Eins slæmt og það er að sjá hversu lítil markaðshlutdeildin er þá sýn- ir það okkur samt sem áður að tækifærin eru gríðarlega mikil,“ segir í skýrslunni. Taldar eru upp nokkrar stað- reyndir um innlenda ferðamenn eins og það að þeir koma á einka- bíl, gista hjá vinum og ættingjum jafnt á við tjaldsvæði og meðal- dvalarlengd eru 6 dagar. Algengt er að innlendir ferðamenn hafi komið áður til Vestfjarða og 97% myndu mæla með fjórðungnum sem áfangastað. Þeir sækja sér upplýsingar hjá vinum og vanda- mönnum og í bæklingum og ferðahandbókum. Þeir hafa áhuga á útivist, menningu og listum,

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.