Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 16.12.2010, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Sveitarfélög á Vestfjörðum fá 452 milljónir króna úthlutað úr Jöfnunarsjóði árið 2011, en heildarfjárhæðin er rétt rúmir fjórir milljarðar. Frá þessu segir á vef Sambands íslenskra sveit- arfélaga en þar kemur fram að samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra hafi samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðar út- hlutanir framlaga. Hæsta fram- lagið fær Ísafjarðarbær eða 177 milljónir króna, Vesturbyggð fær 66 milljónir, Strandabygg fær 55 milljónir, Reykhólahreppur fær 41 milljón, Súðavík fær 39 millj- ónir og Bolungarvík fær tæpar 36 milljónir. Þegar úthlutunin er skoðuð í ljósi íbúafjölda er fram- lagið hæst í Súðavík eða 201 þúsund krónur á hvern íbúa. Næst hæst er það í Reykhólahreppi eða 149 þúsund á íbúa, Bæjar- hreppur með 144 þúsund á íbúa. Framlagið til Ísafjarðarbæjar er 46 þúsund á hvern íbúa. Lægst er framlagið til Árneshrepps eða tæpar 300 þúsund krónur. Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, 10% er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Þá hefur verið gerð breyting á úthlutun framlaga vegna skólaaksturs úr dreifbýli. Verður nú um tvenns konar úthlutun framlaga að ræða. Annars vegar eru framlögin reiknuð út á grundvelli fjölda akstursleiða og fjölda grunn- skólabarna á hverri leið. Hins vegar geta sveitarfélögin sótt um viðbótarframlag í árslok ef um íþyngjandi kostnað hafi verið um að ræða. Vestfirsk sveitarfélög fá 452 milljónir úr Jöfnunarsjóði Hætt verður að brenna sorp í Funa Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti samhljóða tillögu nefndar um sorpmál sveitarfé- lagsins að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda Kubb ehf., um hirðingu og förgun á sorpi sem fellur til í Ísafjarðarbæ. Ísafjarð- arbær bauð nýverið út sorphirðu og förgun sorps í Ísafjarðarbæ og bárust tilboð frá fjórum aðilum auk kostnaðarmats á áframhald- andi rekstri Funa. Tillaga nefnd- arinnar var að ganga til viðræðna við Kubb ehf. sem bauð lægst eða 359 milljónir króna fyrir þriggja ára samning. Ef samning- ar nást við Kubb ehf. mun það þýða að hætt verður að brenna sorp í Funa en hann í staðinn nýttur sem flokkunarstöð. Einnig verður urðunarstaðnum að Klofn- ingi lokað. Ekki er talið að þetta muni leiða til fækkunar starfa í bænum þar sem að gert er ráð fyrir að töluverð vinna verði við flokkun sorps og meðhöndlun á því. „Eftir margra ára óvissu í sorphirðu- málum Ísafjarðarbæjar sjáum við loks til lands í þessu mikilvæga mál. Full eining var í nefndinni um að fara þessa leið. Það er ánægjuefni að reykfylltur Skut- ulsfjörður heyrir brátt sögunni til,“ segir Kristín Hálfdánsdóttir formaður nefndar um sorpmál. Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúi Í-listans í bæjarráði sagði: „Það er mikilvægt að þetta mál sé kom- ið í farveg og að okkur hafi tekist að vinna þetta faglega og náð um það samstöðu á milli allra flokka. Þessi niðurstaða leiðir vonandi til frekari flokkunar sorps og myndar hvata til að draga úr sorp- magni. Jafnframt er það mikill kostur að urðunarstaðnum á Klofningi verður lokað og að gámasvæðin í fjörðunum í núver- andi mynd verð aflögð.“ Albertína Friðbjörg Elíasdótt- ir, fulltrúi B-lista í bæjarráði sagði: ,,Ég fagna þessu skrefi sem við tókum á fundi bæjar- stjórnar og tel að með þessu séum við loksins að nálgast niðurstöðu í þessu stóra máli. Öll höfum við metnað fyrir að vinna þetta vel og hefur sorpnefndin unnið gott og faglegt starf. Funi hefur auð- vitað verið þyrnir í augum margra, og ég tel að þessi leið sem við höfum nú valið að fara sé jafnvel betri fyrir umhverfið. Jafnvel þó aka þurfi sorpinu í burtu. Eins verður að fagna því að valið hefur verið að fara í viðræður við ísfirskt fyrirtæki og haldast því störf og annað slíkt innan sveitarfélagsins.“ Skemmdarvargur var á ferð á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal á sunnudagskvöld. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem skíðasvæðið verður fyrir barðinu á skemmdarvörgum því fyrir stuttu voru göngubrautir skemmd- ar á gönguskíðasvæðinu á Selja- landsdal. Líkt og þá voru skemmd- arverkin unnin með bifreið en í þetta sinn greip lögreglan söku- dólginn við iðjuna. „Lögregla á vakt og rak augun í þetta. Búið er að taka skýrslu af viðkomandi og hafa samband við foreldra hans,“ segir Úlfur Guðmundsson forstöðumaður skíðasvæðisins, sem segir skemmdirnar umtals- verðar. „Keyrt var alveg upp með barnalyftunni og svo ekið niður meðfram lyftustæðinu. Það er of- boðsleg vinna við að halda braut- unum góðum og svona leikara- skapur skemmir mikið fyrir. Dekkin spæna upp drulluna og slíkt má ekki vera á brautunum því það skemmir skíðin,“ segir Úlfur. Hann segir að eitthvað verði að gera til að stöðva slík skemmd- arverk. „Ég vil biðja fólk að fara ekki akandi á svona staði. Ég bjóst við að eiga í vandræðum með sleða en datt ekki til hugar að þurfa að kljást við skemmdir eftir bíla og jeppa. Ég á eftir að ræða við bæjaryfirvöld hvort þörf sé á harkalegum aðgerðum til að koma í veg fyrir svona lagað.“ – thelma@bb.is Skemmdar- vargur á ferð Lögreglan stöðvaði öku- manninn áður en hann náði að valda meiri skemmdum. Á steininn eru letruð nöfn þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Hnífsdal þann 18. febrúar 1910. Minningarsteinn var afhjúp- aður og helgaður í gamla kirkju- garðinum á Ísafirði á laugardag til minningar þá tuttugu einstakl- inga sem létust í snjóflóði árið 1910 í Hnífsdal. Þeir sem voru viðstaddir athöfnina sungu sálm- inn „Son Guðs ertu með sanni“ og báðu saman Faðir vorið. Kveikt var á kerti og sóknar- presturinn blessaði minningar- steininn en hann er reistur að frumkvæði kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal með dyggum stuðningi Hraðfrystihússins Gunnvarar. Á steininum eru nöfn þeirra tuttugu einstaklinga, sem létu líf- ið í þessu hörmulega slysi. Þau eru jarðsett í sömu gröf á Ísafirði. Um er að ræða mesta snjóflóð í Hnífsdal sem sögur fara af og hið örlagaríkasta, en það féll úr Búðarhyrnu að morgni 18. febr- úar 1910. – thelma@bb.is Minningarsteinn afhjúpaður Minningarsteinn var afhjúpaður og helgaður í gamla kirkjugarðinum á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.