Bæjarins besta - 16.12.2010, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010
Hvernig getur staðið á því að fyrirmyndarunglingur á framabraut í íþróttum
lendir í hyldýpi fíkniefna og endar í fangelsi í Brasilíu? Í þessari fyrstu bók
úr bókaröðinni Sönn íslensk sakamál segir Jóhannes Kr Kristjánsson sögu
Karls Magnúsar Grönvold. Karl var fyrirmyndarunglingur á framabraut í
handbolta þegar hann lenti í viðjum fíkniefna. Hann var handtekinn á Guar-
ulhos-flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í júní 2007 með sex kíló af kókaíni í
ferðatöskunni. Þetta átti að vera síðasta ferðin hans sem burðardýr. Ferð
sem átti að koma fjármálunum í lag eftir áralanga kókaínneyslu. Karl var
dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í harðsvíruðu brasilísku fangelsi
þar sem ein stærstu glæpasamtök heims ráða ríkjum og mannréttindi eru
framandi hugtak. Af einlægni segir Karl Magnús frá lífi sínu, handtökunni
og fangelsisvistinni þar sem hann eyddi tæpum fjórum árum af lífi sínu
meðal samviskulausra glæpamanna frá nærri níutíu löndum. Jóhann hefur
veitt blaðinu góðfúslegt leyfi til að birta kafla úr bókinni.
Brasilíufanginn
arborð portúgalska flugfélagsins
TAP sem ég átti að fljúga með.
Ég átti miða á fyrsta farrými og
fór í forgangsröðina – þar var eng-
inn. Ég kom að innritunarborð-
inu, lagði töskuna á færibandið
og bauð starfsstúlkunni góðan
dag. Hún tók undir kveðjuna með
fallegu brosi. Beint fyrir ofan
innritunarborðið var sterkt ljós
sem lýsti beint niður á mig. Ég
fann enn meiri kvíða hellast yfir
mig og vildi helst hverfa ofan í
gólfið. Svona hafði mér aldrei
liðið í neinni ferð sem ég hafði
áður farið. Ég rétti stúlkunni
vegabréfið mitt og flugmiðann.
„Nafnið á flugmiðanum og
vegabréfinu passa ekki saman.
Er þetta ekki örugglega þú?“
spurði hún mig með kímnisleg-
um svip.
„Jú, þetta er örugglega ég,“
sagði ég brosandi og reyndi að
leyna því hve stressaður ég var
orðinn. Stúlkan pikkaði á tölvuna
og var með vegabréfið fyrir fram-
an sig. Ég setti töskuna á vigtina
og gekk spölkorn frá borðinu og
tók þá eftir manni sem fylgdist
með mér í salnum. Ég reyndi að
láta lítið fyrir mér fara og vera
eins rólegur og ég mögulega gat.
Þóttist ekkert taka eftir því þegar
maðurinn gekk í áttina að mér.
Ég leit upp þegar hann var kom-
inn alveg að mér og brosti til
hans þegar hann fór að tala við
mig á portúgölsku.
„Fyrirgefðu – ég tala ekki
portúgölsku,“ sagði ég á ensku
og brosti áfram til hans og reyndi
að vera eins rólegur og ég mögu-
lega gat. Honum stökk ekki bros.
„Hvaðan kemurðu?“ spurði
hann mig á bjagaðri ensku.
„Frá Íslandi,“ svaraði ég og
reyndi áfram að brosa og leit í átt
að innritunarborðinu. Stúlkan var
enn að pikka á tölvuna á milli
þess sem hún skoðaði miðann og
vegabréfið. Ég gekk upp að
borðinu og spurði hvort þetta
væri ekki í lagi. Hún virtist ekki
heyra í mér því hún hélt áfram að
vinna í tölvunni.
Lögreglumaðurinn kom á eftir
mér upp að innritunarborðinu.
„Má ég skoða hjá þér töskuna?“
spurði hann og ég svaraði strax:
„Jú, jú, ekkert mál.“
„Hvar er taskan?“ spurði hann
mig og ég þóttist ekki skilja en
horfði í átt að töskunni á færi-
bandinu og velti því fyrir mér
hvað ég ætti að gera.
„Hvar er taskan þín?“ spurði
lögreglumaðurinn aftur og leit á
mig hvössum augum.
Ég reyndi að upphugsa leiðir
til að koma mér út úr þessari
stöðu. Gat ég hlaupið út? Ég átt-
aði mig á því að ég væri í miklum
vandræðum og gæti sjálfsagt ekki
kjaftað mig út úr þessari klemmu.
„Hvar er taskan?“ spurði lög-
reglumaðurinn mig aftur.
„Hún er þarna á vigtinni,“
sagði ég og hugsaði með mér að
ég gæti ekkert annað sagt. Ég
hafði ekki tekið eftir því hvort
myndavélar beindust að innritun-
arborðinu. Ef þær væru til staðar
sæist að ég hefði sett töskuna á
vigtina. Ég gat ekki notað það að
segja að einhver annar hefði gert
það. Ég man ég hugsaði að fyrst
DV 26. júní 2007: Íslenskir fjölmiðlar
fjölluðu ítarlega um handtöku Karls í júní 2007.
svona væri komið væri best að
játa því án efa myndi ég fá þyngri
dóm ef ég færi að ljúga því að
þetta væri ekki mín taska.
„Andskotinn hafi það,“ sagði
ég upphátt á íslensku um leið og
lögreglumaðurinn bað mig að
taka töskuna af vigtinni og fylgja
sér. Ég fór með honum í herbergi
sem var stúkað af á bak við innrit-
unarborðið. Þar mætti ég svartri
konu sem greinilega hafði verið
í leit en var sleppt. Og ég hugsaði
með mér: „Mikið rosalega er hún
heppin að vera ekki með neitt.“
Ég byrjaði að svitna svakalega.
Fann svitadropa leka niður kinn-
ina á mér og æðaslátt í höfðinu.
Hjartað hamaðist og ég var orð-
inn skíthræddur.
Lögreglumaðurinn sagði mér
að setja töskuna upp á borð sem
stóð á miðju gólfinu. Það er eig-
inlega ekki hægt að kalla þetta
herbergi því það voru skilrúm
sem stúkuðu það af. Ég setti tösk-
una upp á borðið og lögreglu-
maðurinn fór að bjástra við tösk-
una.
„Ertu með lykil?“ spurði hann
mig.
„Nei,“ ég er ekki með neinn
lykil svaraði ég og vonaði að
vandamálið hyrfi, en vissi strax
Guarulhos-
flugvöllurinn
Það var mikill kvíði í mér þegar
ég gekk inn um rennidyrnar á
Guarulhos-flugvellinum í Sao
Paulo. Vond tilfinning hafði
vaknað í brjósti mér – eitthvað
sem ég hafði ekki fundið áður
við svona aðstæður. Ég var með
sex kíló af mjög hreinu kókaíni í
töskunni sem ég dró á eftir mér
inn gólfið á flugstöðinni. Ég fékk
áfall þegar ég sá að það var nánast
enginn á flugvellinum. Það var
eins og akkúrat þennan dag hefði
fólk ákveðið að ferðast ekki –
bara halda sig heima. Ég skimaði
í kringum mig og reyndi að finna
innritunarborðið þar sem ég átti
að tékka mig inn. Mér leið eins
og ég væri ein stök bauja úti á
ballarhafi og fannst eins og allir
væru að fylgjast með mér.
Þegar ég hef komið á flugvelli
sem burðardýr skoða ég umhverfi
vallanna mjög vel án þess þó að
vera áberandi og reyni meðvitað
að hegða mér eins og algjör túr-
isti. Maður verður að ýta þeirri
hugsun frá að maður sé að smygla
dópi og leika þann leik að maður
sé bara ósköp venjulegur ferða-
maður. Venjulegur ferðamaður
lítur í kringum sig, skoðar sig
um og spyr flugvallarstarfsmann
hvar klósettið sé. Ef maður gengi
beint inn í flugstöð og væri alveg
frosinn þá yrði maður fljótt mið-
aður út. Það eru myndavélar út
um allt og á bak við þær þraut-
þjálfaðir menn sem lesa í hegðun
og atferli ferðalanganna sem
spígspora um flugvöllinn, þús-
undum saman dag hvern.
—————
Ég sá ekki einn einasta lög-
reglumann þegar ég gekk um
flugvallarbygginguna í leit að
innritunarborðinu sem ég átti að
fara á. Fljótlega fann ég innritun-