Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Page 13

Bæjarins besta - 16.12.2010, Page 13
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 13 Fangaskilríkin: Þetta voru einu skilríkin sem Karl Magnús hafði eftir að hann losnaði úr fangelsinu og fór á skilorð. hendur fyrir aftan bak, leiddur fram úr skilrúminu og látinn standa fyrir framan alla sem voru komnir í röðina við innritunar- borðið. Ég var mjög stressaður og hugsaði mikið um það sem framundan væri. Hvar ég væri staddur og hvað myndi nú gerast. Í sömu mund kom starfsstúlkan frá flugfélaginu til mín. „Ég finn mjög mikið til með þér,“ sagði hún og rétti mér bréf til að þurrka af mér svitann. Þessi orð hennar skiptu mig miklu máli á þessum tíma þótt ég vissi að þau hefðu enga þýðingu – ég væri á leið í fangelsi. Hún talaði ágæta ensku og ég bað hana að spyrja lögreglumanninn hvort ég mætti fara úr skyrtunni. Hún gerði það en hann neitaði. „Þú ferð ekkert að fara úr skyrt- unni núna,“ sagði lögreglumað- urinn þungur á brún. Ég hugsaði með mér: Ok, á þetta allt eftir að verða svona. Um leið og efnin höfðu fundist og myndir teknar því til sönnunar var ég leiddur út úr flugstöðinni í handjárnum. Lögreglumaður- inn hélt á töskunni og gekk að grænni og gamalli Volkswagen Jettu-bifreið. Ég stóð við hlið hans þegar hann opnaði bílinn og sagði mér að setjast í aftur- sætið. Lögreglumaðurinn keyrði bíl- inn en ungur strákur, starfsmaður frá flugfélaginu, var í framsæt- inu. Nokkrum mínútum eftir að við lögðum af stað frá flugstöð- inni byrjaði ég að hlæja óstjórn- lega af geðshræringu. „Hvað er í gangi eiginlega. Í hverju er ég lentur?“ sagði ég upphátt á íslensku og hló meira. Lögreglumaðurinn og starfsmað- urinn í framsætinu litu báðir á mig áhyggjufullir á svip og héldu örugglega að ég ætlaði mér að reyna að flýja eða jafnvel ráðast á þá í bílnum. Lögreglumaðurinn bað starfsmann flugfélagsins að segja eitthvað við mig á ensku en ég skildi ekkert hvað hann var að segja og horfði bara út um að svona leikir hefðu engin áhrif. „Jú heyrðu ég er með hann hér,“ sagði ég um leið og ég þóttist hafa fundið hann í einum vasanum. Lögreglumaðurinn tók lykilinn, opnaði töskuna og byrjaði að róta í henni. Mér til mikillar skelfingar sá ég að kók- aínið var ekki kirfilega falið eins og í fyrri ferðunum sem ég hafði farið. Fötin lágu ofan á efninu sem var undir kalkipappír í botn- inum á töskunni. Þetta átti allt að vera svo pottþétt – þessi síðasta ferð sem ég fékk tilboð um að fara nokkrum vikum áður. Ég hafði áður flutt efni frá Brasilíu og það gekk upp. Ég var orðinn þreyttur á stanslausri neyslu á kókaíni og öllu ruglinu sem henni fylgdi. Ég var farinn að einangra mig í neyslunni og vildi bara vera einn þegar ég var að nota. Ég var ekki í neinni vinnu, hékk heima hjá mér og spilaði tölvuleiki. Ég átti engin áhugamál og mér fannst ég vera einn í heiminum. Botninum var náð og ég vildi reyna að spyrna mér upp eins hratt og ég gæti. Það ætlaði ég að gera með síðustu ferðinni. ————— Kókaínkílóin blöstu við brasi- líska lögreglumanninum þar sem hann rótaði í töskunni á bakher- berginu á flugvellinum. Það var ekki erfitt fyrir hann að finna efnin og ég bölvaði þeim sem pökkuðu efnunum í hljóði. „Ég trúði þessu ekki. Andskot- ans fáviti var ég að kíkja ekki í töskuna áður en ég lagði af stað! Gat þetta virkilega verið að ger- ast?“ hugsaði ég með mér. Ég hafði verið „böstaður“ og það eina sem mér datt í hug var að rétta fram hendurnar til merkis um að ég væri sekur. „Hvað varstu að hugsa?“ spurði lögreglumaðurinn og ég bara hristi hausinn – sagði ekki eitt einasta orð. Hugsaði með mér að það væri best að hann lyki bara handtökunni af – ég vildi ekki standa þarna eins og hálfviti. Ég var handjárnaður með Itaí fangelsið að hluta: Á þessari mynd sést einn af varðturnum fangelsisins. Þar eru ávallt vopnaðir verðir. gluggann. Hugurinn flögraði heim og erfiðar hugsanir tóku völdin. Ég mun aldrei sjá fjöl- skyldu mína aftur hugsaði ég. Ég hallaði höfðinu að glugganum og upp í hugann komu myndir af fólkinu sem ég þekki. Þetta var ótrúlega skrýtið – þetta var svona eins og þegar gamalli átta milli- metra kvikmynd er varpað á tjald og það eru skemmdir í filmunni. Þannig sá ég fólkið mitt hvað af öðru; mömmu, afa og ömmu, kærustuna, stjúpa og vini. Hvað ætli fólk haldi? Hvað finnst því um mig? Hvað segir það? Hvern- ig verður talað um mig? Fer þetta í blöðin? ————— Eftir því sem bílferðin varð lengri fór ég að velta því fyrir mér hvort húsin og göturnar sem ég sá þjóta framhjá yrðu það síð- asta sem ég sæi af umheiminum í langan tíma. Ég var í rauninni ekkert hræddur við það en ég hafði mestar áhyggjur af því hvað mamma myndi segja og hvaða álit hún hefði á mér núna. Ég sem hafði alltaf verið fyrirmynd- arunglingur. Mamma segir að ég hafi aldrei lent í vandræðum á unglingsárunum. Ég man ekki eftir neinu sérstöku því líf mitt á þessum árum snerist um íþróttir. Ég prófaði að vísu að reykja síg- arettur tólf ára gamall en það var ekki fyrr en fimm árum síðar sem ég byrjaði að reykja fyrir alvöru og þá var ég farinn að drekka áfengi. Ég held ég hafi aldrei náð að halda einbeitingu í því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég byrjaði oft vel á ýmsum verkefnum en þegar á leið dvínaði áhuginn hratt. Ég var átján ára þegar ég próf- aði fyrst hass og mér fannst það ekki gott. Stuttu síðar prófaði ég að reykja maríjúana og ég fékk sömu tilfinningu – mér fannst þetta ekki gott og ég lét þetta því alveg eiga sig á þessum tíma. Lífið á þessum árum snerist um íþróttir og ekki neitt annað. Nú hafði ég verið handtekinn og sat í bíldruslu á leið í fangelsi. „Hvað hef ég gert við líf mitt?“ hugsaði ég með mér og starði út um bílgluggann. Ég hafði ekki notað kókaín þennan dag en mik- ið rosalega langaði mig í eina línu á þessari stundu – til að reyna að hverfa frá þessu öllu. Kalli í íbúðinni: Karl Magnús leigði íbúð í hafnarborginni Santos í Brasilíu eftir að hann varð laus úr fangelsinu. Hér er hann að fara yfir dómsskjölin.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.