Bæjarins besta - 16.12.2010, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010
Ásthildur Cesil Þórðardóttir hefur aldrei látið vaða yfir sig
og tókst ungri að aldri að kjafta sig inn í Skotland. Ásthildur
hefur fengið að reyna ýmislegt um ævina og segir blaða-
manni Bæjarins besta hér frá Sokkabandsárunum, lífinu í
Kúlunni, ömmubörnunum tuttugu og baráttunni við yfir-
völdin vegna sonar hennar, Júlíusar Kristjáns, sem lést í
fyrra eftir margra ára harða baráttu við fíkniefnavanda.
Varð fræg í heimabæ
Línu langsokks
Ásthildur Cesil er fædd og upp-
alin á Ísafirði, þar sem hún hefur
sömuleiðis búið stærstan hluta
ævi sinnar. „Ég átti mjög ánægju-
lega æsku. Ég var að vísu alin
upp hjá ömmu minni að miklu
leyti, en í sama húsi og fjölskyld-
an. Ég var svona strákastelpa
þegar ég var lítil, ég þurfti að
hlaupa hraðast og vera sterkust,“
segir Ásthildur og brosir.
Sautján ára gömul hélt hún af
landi brott í fyrsta sinn, í lýðhá-
skóla í Svíþjóð. „Ég hafði þá varla
farið neitt. Ég man að ég fór á
Bíldudal með pabba og mömmu
sem barn og um sjö, átta ára fór
ég með ömmu suður í Sandgerði
með Herðubreiðinni. Þegar ég
var fimmtán ára fór ég fyrsta
skipti til Reykjavíkur og fékk að
gista hjá frænku minni yfir helgi,
áður en ég fór í sveit í Hvítársíð-
unni,“ útskýrir Ásthildur.
Hún segir lýðháskóladvölina
hafa verið afskaplega ánægju-
lega, en för hennar og samferða-
langa hennar vakti töluverða at-
hygli. „Það var haldinn kynning-
arfundur fyrir okkur öll sem fór-
um þarna út. Þetta þótti miklu
sérstakara en það þykir í dag. Ég
og ein önnur stelpa fórum í sama
skóla í Vimmerby í Svíþjóð, þar
sem Lína langsokkur ólst upp.
Það kom viðtal við mann í blöð-
unum þarna, maður var frægur
bara,“ segir Ásthildur og skellir
upp úr.
„Ég dvaldist þarna í níu mán-
uði og kynntist tveimur stelpum
sem ég bauð svo með mér heim.
Þær voru hérna heilt ár, en fannst
nú margt ansi frábrugðið því sem
þær voru vanar. Við vorum einu
sinni að fara út í Hnífsdal og ég
man að þær spurðu mig að því
hvenær við kæmum eiginlega á
aðalveginn. Ég sagði að þetta
væri aðalvegurinn. Þær ætluðu
nú ekki að trúa því,“ segir hún.
Karlmannskaup
í Kirkjusandi
Síðar fluttist Ásthildur til
Reykjavíkur, þar sem hún hóf
störf í frystihúsinu Kirkjusandi.
„Ég fór að vinna í frystihúsinu
og af því að ég var að vestan og
kunni að flaka fékk ég karl-
mannskaup, eins og það var kall-
að þá. Þær voru nú ekki allar
mjög ánægðar með það konurnar,
sem voru búnar að vinna þarna í
fleiri ár og svo kemur eitthvað
stelputrippi að vestan og fær karl-
mannskaup,“ segir Ásthildur og
brosir.
Hún fór seinna að vinna í skó-
búðinni SÍS í Austurstræti og
leigði þá hjá fjölskyldu þar sem
fjölskyldufaðirinn var skoskur.
Eftir að hafa búið hjá þeim um
hríð ákvað Ásthildur að til Skot-
lands ætlaði hún og keypti sér
miða til Glasgow. Þangað hélt
hún svo árið 1963, harðákveðin í
að finna sér vinnu. Skosk yfirvöld
voru hins vegar ekki alveg á sama
máli.
Kjaftaði sig
inn í Skotland
„Á flugvellinum í Glasgow
kemur einhver lítill karl með yfir-
varaskegg til mín og spyr hvert
ég sé að fara. Ég segist bara vera
að koma að fá mér vinnu og
hann spyr þá hvort ég sé með
atvinnuleyfi. Nei, nei, segi ég.
Þá upphófst þarna þvílík ráð-
stefna. Vélin var víst látin bíða
eftir mér í heila tvo tíma, því þeir
ætluðu bara að senda mig beint
heim aftur. Ég sagðist ekki fara
fet, ég færi þá frekar til Svíþjóðar
en heim,“ segir Ásthildur og hlær
að minningunni.
„Þetta endaði með því að ég
fékk að fara inn í landið gegn því
að lofa að ég yrði alls ekki lengur
en í tvær vikur og myndi alls,
alls ekki fá mér vinnu. Mér tókst
að kjafta mig inn í Skotland og
svo byrjaði ég náttúrulega á því
að fara og fá mér vinnu,“ segir
hún frá.
Ásthildur starfaði fyrst á elli-
heimili í Glasgow, sem hún segir
þó ekki hafa verið sérlega skemmti-
legt tímabil. „Það var ægilega
gaman að vinna með gamla fólk-
inu, en annars var þetta eiginlega
hálfgerð martröð. Maður varð að
vera kominn inn fyrir klukkan
níu á kvöldin, því þá var húsinu
lokað og læst,“ segir hún frá.
„Með mér í herbergi var írsk
kona, komin á miðjan aldur. Ein-
hvern tíma um miðja nótt strauk
hún bara – hengdi lakið út um
gluggann! Ég skil nú ekki hvern-
ig henni tókst það, hún var svo
stór og feit og mikil.“
Kviknaði í málaranum
Þegar á vistina á elliheimilinu
leið fannst Ásthildi að sennilega
væri betra að finna vinnu sem
au-pair. Slíka vinnu fékk hún
fljótlega. „Þetta var nú bara
snobb, það þótti svo flott að hafa
au-pair. Hjónin áttu tvær stelpur
og voru bæði listamenn. Hún
prjónaði módelkjóla og hann var
málari. Hann var einmitt að mála
drottninguna á þessu tímabili,“
segir Ásthildur frá.
„Ég man að einhvern tíma var
hann inni í stofu að æfa sig í að
hneigja sig fyrir drottningunni.
Svo heyrist allt í einu þessi svaka
hvinur og karlinn kemur æpandi
fram – þá hafði hann verið með
eldspýtustokk í rassvasanum og
bugtað sig svo mikið að það
kviknaði í honum,“ segir Ásthild-
ur og skellir upp úr. „Ég hlæ
ennþá að þessu í dag. Og hann
var haltur lengi á eftir, karlang-
inn,“ bætir hún við.
Annaðist nýbura
með hjartagalla
orðin stór, boldungsstelpa, og
það var ekkert að henni. Þau
sögðu mér, hjónin, að þetta væri
meðferðinni hjá mér að þakka,“
segir hún og hlær við.
Árin í Skotlandi urðu sömu-
leiðis upphaf langvarandi vináttu
Ásthildar við tvær stúlkur sem
hún hafði áður unnið með á Ís-
landi. „Tvær vinkonur mínar úr
SÍS báðu mig að útvega sér au-
pair pláss í Skotlandi ef ég gæti.
Ég gerði það, sem varð til þess
að þær komu ekkert heim aftur,“
segir hún og brosir. „Önnur giftist
skoskum gyðingi og hin náði sér
í Þjóðverja. Önnur býr ennþá úti
í Þýskalandi og hin bjó í ellefu ár
í Ísrael, þar sem hún tók gyðinga-
trú. En hún er að vísu komin
heim aftur núna. Þessi vinátta
okkar er búin að endast í tæp
fjörutíu ár, sem er voðalega gam-
an,“ segir hún.
Komst ekki
hvíslarastúkuna
Ásthildur snéri aftur til Íslands
árið 1966 og hélt þá beint aftur á
Ísafjörð. „Það kom aldrei neitt
annað til greina hjá mér. Ég varð
fljótlega ólétt, fór að vinna með
Þegar hjónin fluttust á brott
tók Ásthildur til starfa hjá ka-
þólskri fjölskyldu með sjö börn,
en síðasta fjölskyldan sem hún
vann hjá í Skotlandi voru læknis-
hjón. „Konan hafði átt tvíbura
þremur vikum áður en ég kom,
og annar þeirra hafði dáið. Hinn,
lítil stúlka, var talinn vera með
hjartagalla, „a hole in the heart“,“
útskýrir Ásthildur.
„Konan var mjög taugaóstyrk.
Hún spurði mig hvort ég ætti
mörg systkini, sem ég jánkaði.
Hún átti aðra fjögurra ára dóttur
og spurði hvort mér væri ekki
sama að ég sæi um litla barnið en
hún um það eldra. Ég var þarna
átján, nítján ára gömul. Ég sagði
bara jú, jú, og svo vinglaði ég og
dinglaði með þetta barn bara.
Hún var meira að segja látin sofa
inni hjá mér. Á þessum árum var
ég að stelast til að reykja og reykti
inni í herberginu og allt,“ rifjar
Ásthildur upp og hristir höfuðið.
„Þetta var ekkert mál, fannst mér,
en ég hugsa eftir á að maður var
kannski svolítið kærulaus stund-
um!“ bætir hún við.
Þegar hún fór úr vistinni, tæp-
um átta mánuðum síðar, var stúlk-
an hins vegar fílhraust. „Hún var
Skrifin hjálp-
uðu í sorginni