Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Side 17

Bæjarins besta - 16.12.2010, Side 17
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 17 Verða Vestfirðir leiðandi í um- hverfisvænni ferðaþjónustu? Vilji er fyrir því að Vestfirðir verði leiðandi aðili í umhverfis- vænni og sjálfbærri ferðaþjón- ustu þar sem áhersla er lögð á að vernda og viðhalda náttúrulegu umhverfi. Í skýrslu Ferðamála- samtaka Vestfjarða um stefnu- mótun vestfirskrar ferðaþjónustu kemur fram að samtökin ásamt Markaðsstofu Vestfjarða og At- vinnuþróunarfélaginu leiti leiða til að fjármagna kynningarefni hjá Vaxtarsamningi Vestfjarða sem dreift verði til allra íbúa og fyrirtækja á Vestfjörðum. Í sam- vinnu við Fræðslumiðstöð Vest- fjarða verði námskeið í gerð um- hverfisstefnu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ætlunin er að þessu verði hægt að hrinda í fram- kvæmd næsta vetur. Jafnframt er stefnt að því að haldin verði ráðstefna í vor þar sem komið verður af stað um- ræðu um möguleikann á um- hverfisvottun fyrir Vestfirði. „Mikill áhugi er meðal ferða- þjónustunnar á Vestfjörðum að huga verulega að öllum umhverf- isþáttum í ákvörðunum greinar- innar og var umræðan um vottun mjög áberandi,“ segir í skýrsl- unni. Í skýrslunni kemur einnig fram að efla þurfi umhverfisvitund ferðaþjóna, heimamanna og sveitarfélaga. Ferðaþjónar verði hvattir til að beina rekstri sínum til umhverfisvænni vegar til að mynda með námskeiðum og út- gáfu fræðsluefnis. Í könnunum sem gerðar hafa verið kemur fram að það sem þykir einkenna Vestfirði sé ein- stök, hrein og óspillt náttúra og nálægðin við hana. Auk þess er fámennið, kyrrðin og friðsældin talið einkennandi fyrir svæðið. „Fámennið, friðsældina og ein- staka náttúru er að finna víðar en á Vestfjörðum og það hvernig unnið er úr þessum auðlindum getur skilið vestfirska ferðaþjón- ustu frá öðrum landshlutum og veitt vestfirskri ferðaþjónustu sam- keppnisforskot. Vestfirðir eru landfræðilega mjög afmarkað svæði og getur það skapað ákveðna sérstöðu, eða hjálpað til við að skapa sérstöðu og aðgrein- ingu frá öðrum svæðum til dæmis varðandi umhverfs og gæðavott- un,“ segir í skýrslu Ferðamála- stamtaka Vestfjarða. – thelma@bb.is Seinni styrkúthlutun Menning- arráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardag. Flutt var tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að boðið var upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu það þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 30 verk- efni stuðning að upphæð samtals 13.090.000 kr.Verkefnunum hefur þó fækkað um eitt, því einn styrkurinn var afþakkaður áður en til úthlutunar kom. Þrjú verk- efni fengu milljón í styrk að þessu sinni. Tvö þeirra snúast um sam- starf við stofnanir á landsvísu og út fyrir landsteinana og stórar norrænar samkomur á Vestfjörð- um á næsta ári. Annars vegar var þar styrkur til Þjóðbúningafélags Vestfjarða til að standa fyrir norrænum handverkssumarbúðum á Þing- eyri og hins vegar til Félags sagnaþula til að standa fyrir norr- ænu sagnaþingi, einnig á Þing- eyri. Þriðja verkefnið sem fékk milljón að þessu sinni var Skrím- slasetrið á Bíldudal fyrir vinnu að öðrum áfanga í sýningu seturs- ins. Menningarráð Vestfjarða aug- lýsir aftur eftir styrkumsóknum snemma á nýju ári og eru allir hvattir til að fara tímanlega að huga að spennandi verkefnum og áætlanagerð. Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu stuðning frá Menningar- ráði Vestfjarða í desember: Þjóðbúningafélag Vestfjarða: Norrænar handverkssumarbúðir á Þingeyri - 1.000.000. Félag sagnaþula: Norrænt sagnaþing á Þingeyri - 1.000.000. Félag áhugamanna um skrím- slasetur: Uppbygging á öðrum hluta. Skrímslasetursins, kafbátur og göng - 1.000.000. Kómedíuleikhúsið: Vestf- irskur skáldskapur á 57 mín - 750.000. Félag áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar: Uppsetning sýningar á Bátasafninu á Reyk- hólum í samstarfi við Minja- safnið á Hnjóti - 750.000. Fjölnir Már Baldursson: Búum til vestfirskt tungl - 600.000. Íþróttafélagið Höfrungur, leik- deild: Höfrungur á leiksviði - 600.000. Melrakkasetur Ísland: Efling sýningar Melrakkaseturs Íslands - 600.000. Smári Gunnarsson og Leikfé- lag Hólmavíkur: Skjaldbakan - 600.000. Menningarmiðstöðin Edin- borg: Listviðburðir í Edinborgar- húsi - 600.000. Magnús Hávarðarson: Söng- lagakeppni Vestfjarða 2011 - 600.000. Karl Ásgeirsson og Guðlaug Jónsdóttir: Veisla að vestan – vest- firsk matarmenning - 500.000. Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal: Sambahátíð – listahátíð til styrkt- ar listasafni Samúels Jónssonar að Brautarholti í Selárdal - 500.000. Bláus Art ehf: Ferðin heim - 400.000. Þjóðfræðistofa: Húmorsþing - Vetrarhátíð á Ströndum - 300.000. Act alone: Vestfirska leikárið 2010-2011 - 300.000. Friðþjófur Þorsteinsson: Sam- antekt og úrvinnsla á tæknilegum upplýsingum fyrir ísfirsk menn- ingar- og samkomuhús - 300.000. Páll Ernisson: Baráttan um Djúpið – Spil fyrir alla fjölskyld- una - 300.000. Simbahöllin ehf: International residency of artists in Þing- eyri 2011 - 300.000. Marsibil G. Kristjánsdóttir: Ein stök hús - 300.000. Minjasafn Egils Ólafssonar: Nútíminn verður til - 250.000. Magnús Hávarðarson: Útgáfa geisladisks með 14 lögum úr Sönglagakeppni Vestfjarða 2010 - 250.000. Tónlistarskóli Ísafjarðar: Árs- tíðir Vivaldis á Vestfjörðum - 200.000. Félag um Snjáfjallasetur: Kalda- lónstónar – dagskrá á Hólmavík - 200.000. Magnús Óskarsson: Gerð leir- mynda af skrímslasögum - 200.000. Malgorzata Lilja Nowak: Kór- villa á Vestfjörðum - 200.000. Skiptá, áhugamannafélag um menningu og listir: Tónleikahald á Vestfjörðum - 100.000. Þrettán milljónir til menningarmála Styrkþegar ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa að lokinni afhendingu styrkvilyrða.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.