Bæjarins besta - 16.12.2010, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010
Krossgáta og Vestfirðinga.
Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal.
Orlofshús eða íbúð
óskast til leigu
SFR stéttarfélag óskar eftir að taka á leigu
orlofshús eða íbúð fyrir félagsmenn sína næsta
sumar (maí til ágúst 2011) á Vestfjörðum.
Húsið eða íbúðirnar þurfa að vera fullfrá-
gengnar, með húsgögnum og almennum
búnaði. Allar staðsetningar koma til greina,
nema í Súðavík, þar sem félagið hefur þegar
hús til leigu.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um
að senda lýsingu á eigninni, ásamt myndum
og hugmyndum um verð á dora@sfr.is.
Litlar breytingar á lesskilningi
Lesskilningur hefur lítið breyst
undanfarinn áratug á Vestfjörð-
um að því er fram kemur nýút-
gefnum niðurstöðum Pisa könn-
unar. „Þróun lesskilnings undan-
farinn áratug eftir landshlutum
má draga saman þannig að í sex
landshlutum hrakar honum frá
2000 og framan af áratugnum en
batnar síðan. Það eru Reykjavík
og nágrenni, Vesturland, Norður-
land vestra, Austurland og Suð-
urland. Á Suðurnesjum og Vest-
fjörðum er lesskilningur hins veg-
ar stöðugur yfir tímabilið en á
Norðurlandi eystra er hann sveiflu-
kenndur og fellur áberandi mikið.
Á einu svæði er þróunin yfir ára-
tuginn marktækt jákvæð, þ.e. á
um, Norðurlandi eystra og Aust-
urlandi. Helst er jákvæð þróun í
Reykjavík og á Suðurlandi. Einn-
ig var neikvæð þróun í náttúru-
fræði hjá vestfirskum nemend-
unum á árunum 2006-2009. Já-
kvæðust var þróunin í Reykjavík
og á Vesturlandi frá 2006 til
2009. Einnig var neikvæð þróun
á Norðurlandi eystra á sama tíma
en lítil breyting hefur verið í öðr-
um landshlutum.
„Greinilegt er að sveiflur í
þessari frammistöðu eru tals-
verðar á milli tímabila og sérlega
er mikilvægt að horfa á lands-
svæðin sem hafa mestan fjölda
nemenda þar sem reikna má með
því að þar séu breytingarnar
áreiðanlegastar. Á fámennum
svæðum má aftur á móti reikna
með því að eitthvað af breyting-
unum séu tilkomnar vegna nátt-
úrulegs breytileika frá einum ár-
gangi til annars. Þó ber að taka
sérstaklega eftir svæðum þar sem
tilhneigingin er sú sama frá einu
tímabili til annars. Slíkt er varla
tilviljun en þarf að skoðast nánar
í hverju tilviki ef hægt á að vera
að álykta um hvort þessar breyt-
ingar eru mikilvægar eða ekki,“
segir í skýrslunni.
PISA rannsóknin hefur nú
verið framkvæmd á Íslandi í ára-
tug. Miklar upplýsingar hafa safn-
ast um frammistöðu íslenskra
nemenda og bendir flest til að
íslenskir skólar séu góðir skólar
sem sinni þörfum nemenda sinna
vel og veiti þá þjónustu, sem þeim
er ætlað. Fyrri PISA rannsóknir
hafa sýnt að ekki er mikill munur
milli skóla í landinu og því ætti
að vera nokkuð tryggt að nem-
endur alls staðar á Íslandi hafa
sömu möguleika til að ná árangri
í námi sínu.
PISA 2009 rannsóknin, sem
hér er kynnt, er sú fjórða í röðinni
og í annað sinn er sjónum beint
sérstaklega að lestri. Lestur er sú
kunnátta og hæfni, sem skiptir
alla nemendur mestu máli, þar
sem flestar aðrar námsgreinar
byggja á henni en án lesskilnings
eru flestir vegir ófærir í nútíma-
samfélagi. Það er því aldrei mik-
ilvægara en nú að fylgjast með
þessari hæfni og koma upplýs-
ingum til skólakerfisins um stöðu
hennar.
– thelma@bb.is
Vesturlandi,“ segir í íslenskum
niðurstöðum könnunarinnar.
Hins vegar hefur orðið mikið
fall í stærðfræði frá 2006 til 2009
á Vestfjörðum ásamt Suðurnesj-