Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Side 27

Bæjarins besta - 16.12.2010, Side 27
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 27 Sælkeri vikunnar er Daníel Jakobsson á Ísafirði Japanskur kjúklingaréttur „Ég verð nú að viðurkenna það að ég er afar slappur kokk- ur og elda lítið upp úr uppskrift- arbókum. Sjálfur hef ég ein- faldan smekk og eru pylsur og pasta með tómatsósu í miklu uppáhaldi hjá mér en það þarf nú ekki mikla hæfileika í eld- húsinu til að koma því saman. Vala konan mín er hinsvegar sleipari hún eldar stundum jap- anskan kjúklingarétt sem að mér finnst mjög góður og læt ég fylgja með uppskrift að hon- um hér.“ Japanskur kjúklingaréttur. Dugir fyrir átta venju- lega en fjóra skíðamenn 6-7 kjúklingabringur Olía til steikingar Sweet chili sósa eftir smekk (ca. ¾ dl) 1 bolli ólívuolía ½ bolli balsamic ediik 4 msk sykur 4 msk sojasósa 1 rauðlaukur, smátt saxaður 2 pk. súpunúðlur (instant) 1 poki furuhnetur 4 msk. sesamfræ Blandað salat, t.d. klettasalat, eikarlauf og lambasalat eða spín- at og klettasalat. ½ askja kirsuberjatómatar 1 mangó Bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar á pönnu. Sweet chili sósunni er síðan hellt yfir og látið malla í smástund. Ólívuolía, balamic edik, lauk- urinn, sykur og sojasósa sett í lít- inn pott og suðan látin koma upp, slökkt undir og hrært í annað slagið meðan sósan kólnar svo að hún skilji sig ekki. Núðlurnar brotnar í litla bita og ristaðar á pönnu ( gott að strá örlitlu af kryddinu sem fylgir þeim yfir). Furuhnetur og sesam- fræ einnig ristuð á pönnu og þetta síðan sett til hliðar og látið kólna. Salat sett á stórt fat, kjúklingur, tómatar og mangó sett ofan á, því næst ristuðum núðlum, furuhnetum og sesamfræjum, sósunni dreypt yfir. Með kaffinu er svo hægt að bjóða upp á Döðluköku Svövu hlaupara sem ekki þarf að baka. 500 g döðlur 50-60 g kókosolía 50-100 g suðusúkkulaði (brytjað) 1 bolli haframjöl 2 bananar Döðlur hitaðar í potti og mauk- aðar. Maukuðum banönum bætt við ásamt haframjölinu og kókos- olíunni. Sett í 1 stórt form og klæst í smá tíma. Kókosflögur, fersk jarðaber og brytjaða súkkulaðið sett yfir. Borin fram með rjóma eða ís. Þannig var það, gjörið þið svo vel. Ég skora svo á Ingu Karls- dóttur bankastjóra á Ísafirði að bjóða okkur í jólamat. Fagna 100 milljóna króna afla Kristján Andri Guðjónsson út- gerðarmaður á Ísafirði fagnaði ásamt samstarfsfélögum og vin- um þeim áfanga að bátur hans Björg Hauks ÍS hefur aflað fyrir meira 100 milljónir króna á árinu. Björg Hauks er í flokki smábáta undir 10 brúttótonnum og rær alfarið með línu, en þess má geta að Björg Hauks var aflahæsti bát- urinn í sínum flokki í nóvember þegar hún kom með rúm 56 tonn að landi eftir 16 róðra. „Þetta er í fyrsta sinn sem við náum þessum áfanga og okkur fannst þetta til- valið tækifæri til þess að gera okkur glaðan dag,“ segir Kristján sem þakkar háu fiskverði á mörk- uðum og góðum gæftum árang- urinn. „Og svo er þetta auðvitað ekki hægt nema með fyrsta flokks mannskap bæði í áhöfn og í landi,“ bætir Kristján við, en skip- stjóri er Kristján Guðmundsson. Kristján segir kvótaleysið vera farið að segja til sín. Sér í lagi sé farið að draga úr ýsukvótanum sem var skorinn mikið niður á þessu fiskveiðiári. „Þó að maður vildi leigja til sín kvóta, þá er hann ekki í boði. Það væri ósk- andi að sjávarútvegsráðherra myndi auka við kvótann og setja í þetta aukinn kraft. En við bregð- umst við þessum meðal annars með því að taka gott jólafrí. Ætli við stoppum ekki þann 17. eða 18. desember og svo förum við ekki af stað fyrr en eftir áramót,“ segir Kristján Andri. Þegar líða fer að vori fer Krist- ján svo að hugsa sér til hreyfings. Hann á annan bát og hefur róðið honum á grásleppu frá Norður- firði. „Ég og pabbi höfum byggt okkur lítið sumarhús í Norður- firði og ég hyggst dvelja þar frá lokum apríl og fram á sumar, enda góður staður til að vera á. Vonandi verður svo vertíðin jafn skemmtileg og síðastliðið vor en þá var ljómandi fiskirí og gott verð fékkst fyrir hrognkelsið,“ segir Kristján Andri. Kristján Andri (t.h.) ásamt Inga Magnfreðssyni er áfanganum var fagnað. True Viking aftur á markað Á næstu dögum mun vest- firski herrailmurinn og rak- spírinn True Viking koma á markað að nýju eftir nokkurt hlé. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á ytri um- búðum en flaskan er óbreytt. Framleiðandi og söluaðili vörunnar er fyrirtækið True Viking ehf. sem er í eigu Hug- rúnar Kristinsdóttur og Gunnars G. Magnússonar. Fyrirtækið stefnir að því að auka vöruúrval í snyrtivörum og fylgihlutum fyrir karlmenn til að byrja með. True Viking rakspírinn og ilmurinn var upphaflega settur á markað árið 2001 af fyrirtækinu Koss ehf. Markaðurinn tók vel á móti þessari vöru og var hún meðal annars seld í Fríhöfn- inni í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, í Saga Boutique um borð í flugvélum Icelandair, Í Bláa lóninu í Svartsengi og í snyrtivöruverslunum um allt land. Árið 2006 hætti Koss ehf. framleiðslu og sölu á True Viking vegna þess að framleið- andi glerflaskna hætti fram- leiðslu. „Nú hefur fyrirtækinu True Viking ehf. tekist að reisa upp flagg vestfirska víkingsins að nýju og mun nú ráðast á markaðinn með sverð á lofti,“ segir í tilkynningu. True Viking herra ilmurinn og rakspírinn verða til sölu hjá versluninni Konur og Menn á Ísafirði, í snyrtivöruversl- uninni Hygea í Kringlunni og Smáralind, í öllum verslunum ITA (Iceland Travel Assis- tance) og væntanlega víðar. Einnig verður hægt að kaupa vörurnar í netverslun fyrirtækisins á slóðinni www.trueviking.is sem mun verða opnuð á sama tíma og varan kemur á markað.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.