Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.12.2011, Page 4

Bæjarins besta - 01.12.2011, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Spennandi tímar framundan hjá KFÍ Pétur Már Sigurðsson var ráð- inn yfirþjálfari KFÍ síðasta vor. Er hann ábyrgur fyrir daglegum rekstri auk þess sem hann þjálfar meistaraflokka karla og kvenna og unglingaflokk karla. Það er því í mörg horn að líta, segir hann. Pétur er af mörgum talinn einn af efnilegustu ungu þjálfurum Ís- lands. Auk þess er hann íþrótta- fræðingur að mennt. Á leik- mannsferli sínum spilaði hann með Val, Skallagrími, Laugdæl- um, Þór Akureyri og KFÍ. Ferill- inn hófst 1994 og hefur Pétur spilað um 300 leiki í meistara- flokki. Hann spilaði samtals sex tímabil hjá KFÍ. Blaðamaður BB fékk sér kaffi- bolla með þjálfaranum og forvitn- aðist um það hvernig það kom til að hann var ráðinn til KFÍ. „Ég kláraði BS-gráðu í íþrótta- fræði í vor en það hafði verið lengi í deiglunni að ég myndi koma vestur. Mér fannst það mjög spennandi enda hafði ég áður verið á Ísafirði í mörg ár og mér finnst körfuboltaumhverfið hér mjög gott og allar aðstæður til staðar til að byggja það enn frekar upp. Ég ákvað því að slá til og skrifaði undir samning í vor og var á Ísafirði meira og minna í sumar að undirbúa vinnuna.“ Hann segir starfið hingað til hafa gengið mjög vel. „Ég er með stóran æfingahóp í meistaraflokki karla og kvenna. Unglingaflokkurinn telur um tíu stráka sem eru allir að æfa með líka með meistaraflokki karla. Við erum mikið að vinna í yngri flokkunum og viljum byggja það starf upp og fá fleiri iðkendur. Við erum með kríla- bolta sem er alveg niður í fjögurra ára gamla krakka. Okkur er ekki heimilt að vera með æfingar fyrir 6-10 ára þar sem sá aldurshópur fær sína boltaþjálfun í íþrótta- skóla HSV. Það er mjög sniðugt að krakkarnir fái að kynnast öll- um íþróttum með þessu hætti. Við bjóðum svo æfingar fyrir krakka sem eru komnir í 5. bekk og alveg fyrir krakka til 16-17 ára.“ Fengu stjörnu- meðferð í Kína Pétur er einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins í körfubolta en það kom til nánast á sama tíma og hann tók starfinu á Ísafirði. eiginlega á óvart hversu góðir þessir ungu strákar eru. Og þeir eru alltaf að verða betri og betri.“ Upplifði gull- aldarár KFÍ Pétur þekkir það af eigin raun hvernig það er að vera leikmaður hjá KFÍ „Ég spilaði á gullaldarárunum hjá KFÍ. Ég kom hingað 18 ára gamall aðallega til að spila körfu- bolta. Þá var KFÍ í úrvalsdeild í fyrsta skipti. Ég var nú ekki eins mikið með og ég hefði viljað þar sem ég meiddist fljótlega. En þetta var klárlega einn skemmti- legasti tíminn sem ég hef lifað að taka þátt í þessu. Okkur gekk „Ég fékk símhringingu daginn eftir að ég skrifaði undir hjá KFÍ og var spurður hvort ég hefði áhuga á því starfi. Ég tók mér tvo daga í að hugsa mig um þó svo að ég hafi löngu verið búinn að ákveða mig. Það gerði ég á sömu mínútu og ég var spurður þar sem þetta er stórt tækifæri fyrir mig. Ég er ungur þjálfari og í þessu felst óendanlega mikill skóli. Auðvitað kostar þetta mikla vinnu en ég læri einnig mjög mikið. Í starfi mínu felst að ég fylgist með hinum liðunum og greini þau, aðstoða landsliðsþjálfarann við æfingar og ýmislegt sem fell- ur til. Ég er að vinna með al- gjörum fagmönnum og fæ að fylgjast með heimsklassakörfu- bolta. Svo í bónus fær maður að ferðast hálfa leiðina í kringum hnöttinn. Við fórum til dæmis til Kína í sumar sem var ótrúleg upplifun. Auðvitað var þetta erfitt og mikil vinna en ótrúleg lífs- reynsla. Við vorum sjö daga í Kína og ferðuðumst stanslaust í fjóra daga. Við fengum algjöra stjörnu-með- ferð og ef við fórum eitthvað vor- um við í lögreglufylgd. Við vor- um beðnir um eiginhandarárit- anir og vorum ljósmyndaðir í bak og fyrir. Þetta var svolítið öðruvísi og skemmtileg reynsla.“ Fara langt á já- kvæðni og dugnaði Pétur segir að spennandi tímar séu framundan hjá KFÍ. „Það hefur gengið mjög vel hingað til en við erum ekki búnir að vera spila okkar besta bolta. Enda ætlast ég ekki til þess svona í byrjun tímabils. Dugnaður og jákvæðni er eins konar mottó liðsins og við förum ansi langt á því. Byggt á menntun minni hef ég reynt að halda jafnvægi á æfing- um. Ég vil láta leikmennina spila mikið en ekki að þeir séu í of- þjálfun. Ef maður nær því mark- miði eru leikmennirnir í sínu besta líkamlega ásigkomulagi. Ég er enn á áætlun en það er mjög þunn og erfið lína að halda mönnum í slíkri þjálfun. Þetta er mikið álag á líkamann en við erum líka að uppskera vel með þessum æfingum. Strákarnir í unglingaflokki eru afar efnilegir. Það kom mér nú vel og við fengum mikinn stuðn- ing frá bæjarbúum. Fyrir mig var þetta mjög mótandi lífs- reynsla og kannski er ástæðan fyrir því að ég vil alltaf koma aftur vestur sú, að mín fyrstu kynni af bænum og körfubolt- anum hér voru mjög jákvæð. Nokkrir af mínum bestu vinum í dag eru félagar sem ég kynntist þegar ég kom hingað fyrst. Það eru því ekki bara íþrótta- gildi sem réðu því að ég vildi koma aftur. Mér hefur alltaf liðið vel á Ísafirði. Ég var fyrst frá 1996-2000 og kom svo aftur 2003-2005 og spilaði þá aftur með KFÍ. Ég hef því verið með liðinu þegar það var sem best og þegar því gekk sem verst. Það er mjög góð reynsla sem fylgir því. Ég hef leikið með bestu liðum landsins og eins slökustu liðun- um. Ég hef sem sagt verið á báð- um vígstöðum, sem er mikil reynsla. Maður þarf að kunna tapa til að kunna að vinna.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Aðspurður segist hann snemma hafa fundið sig í körfuboltanum, eiginlega um leið og hann upp- götvaði hann. „Ég byrjaði að æfa körfubolta

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.