Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.2012, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 26.01.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Thelma Rut kjörin íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar 2011 árangur á árinu 2011. Það voru þeir Anton Helgi Guðjónsson hjá Golfklúbbi Ísafjarðar, Elena Dís Víðisdóttir hjá Sundfélaginu Thelma Rut Jóhannsdóttir hjá Skíðafélagi Ísfirðinga er íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011. Thelma Rut hefur æft skíði hjá Skíðafélagi Ísfirðinga í tíu ár. Hún náði snemma mjög góð- um tökum á íþróttinni og hefur alla tíð verið í fremstu röð í sínum aldursflokki. Árangur hennar á síðastliðnu ári var mjög góður. Hún var fjölmörgum sinnum á verðlaunapalli í sínum aldurs- flokki en einnig í fullorðinsflokki kvenna. Á árinu 2010 var hún valin í unglingalandslið Skíða- sambands Íslands og hefur síðan tekið þátt í bæði æfingum og keppni í alþjóðlegum mótum á þess vegum. Þá varð hún bikar- meistari SKÍ í flokki 15-16 ára á síðasta ári. Viðurkenning fyrir útnefning- una og farandbikar var afhentur við hátíðlega athöfn í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði á sunnu- dag. „Thelma Rut er hæfileikarík skíðakona og metnaðarfull,“ segir í umsögn um Thelmu sem lesið var upp við athöfnina. „Thelma er sterkur íþróttamaður, skemmtilegur æfingafélagi og metnaðarfull keppnismanneskja. Auk þess að vera sterkur skíða- maður er Thelma ein af öflugustu knattspyrnukonum bæjarins.“ Auk Thelmu hlutu átta íþrótta- menn viðurkenningu fyrir góðan Vestra, Eva Margrét Kristjáns- dóttir hjá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar, Hafrún Lilja Jakobs- dóttir hjá Hestamannafélaginu Hendingu, Hafþór Atli Agnars- son, hjá Boltafélagi Ísafjarðar, Kristín Þorsteinsdóttir hjá Íþrótta- félaginu Ívari, Sigurður Óli Rún- arsson hjá Herði og Valur Richter hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar- bæjar. – thelma@bb.is Albertína Friðbjörg Elíasdóttir færði fyrir hönd Ísafjarðarbæjar Thelmu Rut viðurkenningu og farandbikar við formlega athöfn. Níu íþróttamenn fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu 2011. Fjölmenni mætti til hófsins í Stjórnsýsluhúsinu. Sautján missa vinnuna við gjaldþrot KNH Sautján einstaklingar missa vinn- una við gjaldþrot verktakafyrir- tækisins KNH ehf., en þeim hafði verið sagt upp í hópuppsögn í október á síðasta ári. Forsvars- menn Verkalýðsfélags Vestfirð- inga hafa átt óformlegan fund með nokkrum fyrrverandi starfs- mönnum fyrirtækisins þar sem farið var yfir réttarstöðu þeirra í gjaldþrotaferlinu. Fyrirhugaður er sameiginlegur fundur Verka- lýðsfélagsins og Vinnumála- stofnunar þar sem farið verður betur yfir það ferli sem við tekur. „Ljóst er að VerkVest mun reyna að hlaupa undir bagga með félagsmönnum sem ekki hafa fengið greidd laun síðan 1. des- ember. Félagið hefur að sjálf- sögðu boðist til að sjá um launa- kröfur fyrir hönd sinna félags- manna,“ segir á vef félagsins. Eins og greint hefur verið frá hefur Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðað að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið hafði verið í greið- lustöðvun frá apríl 2011 og í fram- haldinu leitað nauðasamninga, en heimild til nauðasamninga var felld úr gildi fyrir stuttu. Grímur Sigurðsson hrl., hjá Landslögum hefur verið skipaður skiptastjóri.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.