Bæjarins besta - 26.01.2012, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Ásta María Sverrisdóttir, sími 824 0644,
asta@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Fylgist þú með leikjum
íslenska landsliðsins á
EM í handbolta?
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Suðaustanátt með
slyddu eða rigningu,
en úrkomu-lítið NA-til.
Hlýnar um land allt.
Horfur á laugardag:
Suðlæg átt og úrkoma,
einkum sunnantil.
Hiti 0-7 stig.
Horfur á sunnudag:
Suðvestanátt
og éljagangur
og kólnandi veður.
Ritstjórnargrein
Að þreyja Þorrann
Margrét Gunnarsdóttir er bæj-
arlistamaður Ísafjarðarbæjar
Margrét Gunnarsdóttir, píanó-
leikari á Ísafirði, var útnefnd bæj-
arlistamaður Ísafjarðarbæjar við
hátíðlega athöfn í Safnahúsinu á
Ísafirði á föstudag. Var það ein-
róma niðurstaða bæjarráðs að
Margrét yrði fyrir valinu en nokkr-
ar ábendingar bárust til ráðsins
eftir að óskað var eftir tilnefning-
um í þetta virðingarstarf. Meðal
atriða sem tilnefning bæjarráðs
byggir á má nefna að Margrét
hefur unnið að listum og menn-
ingu í Ísafjarðarbæ í yfir 20 ár.
Hún hefur annast kórstjórn og
undirleik fyrir fjölda kóra í bæn-
um. Margrét hefur einnig kennt
fjölda ungs fólks á píanó. Hún á
stóran þátt í endubyggingu Edin-
borgarhússins sem er menningar-
miðstöð í Ísafjarðarbæ.
Margrét hefur rekið listaskóla
Rögnvaldar Ólafssonar af mikl-
um metnaði og alúð. „Ekki er
ofsögum sagt þó henni sé þakkað
að hér í bæ sé kenndur ballettdans
svo eitthvað sé nefnt. Það er því
fullkomlega ljóst þó ekki sé
lengri upptalning á afrekur lista-
konunnar Margrétar Gunnars-
dóttur að hún er vel að því komin
að hljóta útnefningu sem lista-
maður Ísafjarðarbæjar árið 2012,“
sagði Albertína F. Elíasdóttir,
forseti bæjarstjórnar, við útnefn-
ingu bæjarlistamannsins.
Margrét Gunnarsdóttir fæddist
á Ísafirði 16. mars árið 1954, og
er dóttir hjónanna Gunnars Jóns-
sonar og Jónínu Einarsdóttur.
Hún útskrifaðist sem stúdent frá
Menntaskólanum á Ísafirði árið
1974 en fluttist þá til Reykjavík-
ur. Það átti fyrir Margréti að liggja
að nema klassískan píanóleik
vestan hafs og austan. Árið 1977
fékk hún styrk til náms við Ohio-
háskóla í Bandaríkjunum, en
haustið 1978 flutti hún sig til
Evrópu og lærði við Sweelinck
Conservatorium í Amsterdam í
Hollandi. Hún lauk því námi árið
1984 ásamt kennsluréttinum í
píanóleik. Sama ár flutti hún aftur
í heimahagana og hóf kennslu
við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ár-
ið 1993 urðu svo vatnaskil í ferli
Margrétar er hún stofnaði Lista-
skóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Margrét er sú ellefta sem hlýtur
nafnbótina „Bæjarlistamaður
Ísafjarðarbæjar“. Fyrri bæjar-
listamenn hafa verið Marsibil
Kristjánsdóttir, myndlista- og
fjöllistarkona, Sigríður Ragnars-
dóttir, skólastjóri og tónlistar-
maður, Reynir Torfason, mynd-
listarmaður, Jón Sigurpálsson,
myndlistarmaður og safnvörður,
Harpa Jónsdóttir, rithöfundur og
kennari, Vilberg Vilbergsson, rak-
ari og tónlistarmaður, Jónas
Tómasson tónskáld, Elfar Logi
Hannesson leikari, Pétur Tryggvi
Hjálmarsson silfursmiður og Bald-
ur Geirmundsson, tónlistarmaður.
Albertína og Margrét við útnefningu bæjarlistamannsins.
Árstíminn sem nú er uppi var fyrri alda Íslendingum jafnan kvíðvæn-
legur. Hverjar voru líkurnar á að þreyja mætti Þorrann og Góuna, öllu
jafnan veðrasamasta tíma ársins og við þær aðstæður sem þá voru al-
mennt uppi hvað húsakost og annað er daglegt líf varðaði. Hvað sem
líður amstri og bölmóði mörlandans í dag, komumst við aldrei nær
þeirri harðneskju sem forfeðurnir máttu í einu og öllu þola, en það sem
lesa má um í gömlum skræðum.
Yfir vangaveltum um veðurfar á Þorra til lands og sjávar verður ekki
horft fram hjá pólitískum sviftivindum, átökum og uppreisnum, sem
nú ganga yfir líkt og lægðir á færiböndum veðurfræðinga, vítt og breitt
um heim.
Svo djúpt hefur verið í árinni tekið að verði ekkert aðhafst komi
óhjákvæmilega til átaka milli þess stóra hóps fólks, um allan heim, sem
ekkert á, og hins fámenna hluta, sem allt á. ,,Fátæka fólkið er að sækja
fram og krefst réttlætis. Ef ríka fólkið, þ.e. við Vesturlandabúar fyrst
og fremst, föllumst ekki á að láta eitthvað af okkar hlut verður bylting
á heimsvísu í sama anda og afdrifaríkasta þjóðfélagsbylting síðari tíma
í París fyrir rúmum 200 árum,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrum rit-
stjóri Morgunblaðsins, í Morgunblaðinu á sunnudag og hann segir líka
ójöfnuð ríkja innan borgarhliða hinna ríku Vesturlanda. ,,Við sjáum á
Íslandi í örmynd þjóðfélagsátökin úti í hinum stóra heimi. Hér eins og
annars staðar snúast þau um að jafna kjörin og að hinir ríku láti eitthvað
af hendi,“ segir Styrmir og spyr: ,,Er eðlilegt að Mitt Romney, sem get-
ur orðið forsetaefni repúblikana borgi 15% skatt af sínum tekjum, þeg-
ar launþegi í bílaverksmiðju í Detroit borgar 35%. Sama kerfi er í gildi
hér.“
Fyrr í skrifum sínum hafði Styrmir vitnað til greinar í bandarísku
tímariti þar sem sú kenning var uppi að ,,óskráður þjóðfélagssáttmáli,
sem í gildi hafi verið í Bandaríkjunum, hafi verið brotinn. Og peningarnir
tekið völdin. Eða öllu heldur hafi skipulagt peningavald tekið stjórn
mála í sínar hendur og staðið fyrir gífurlegri eignatilfærslu til hinna
auðugustu.“ Hljómar þetta eitthvað kunnuglega í eyrum?
Eflaust eru margir sem erfitt eiga með að sjá fram á hvernig þeir
þreyi Þorrann og Góuna. Ástæðurnar fyrir því eru þó allt aðrar en for-
feður okkar áttu við að etja; langt frá því að vera einfalt og auðleyst
mál. Svo er um fleiri samfélagsleg vandamál, sem ekki veður ráðin bót
á nema til komi samstaða í stað sundrungar.
Það vantar ekki fjölbreytnina í Þorradagskrána. Í USA sólunda
menn milljörðum dollara í baráttuna um forsetastólinn; handhafi stólsins
á Bessastöðum kýs að hafa kápun á öxlum sér líkt og Sæmundur forð-
um; í Bretlandi kom ráðherra til hugar að leysa fjármálakreppuna með
þvi að gefa drottingunni nýja glæsisnekkju; til hvers upplausnin á ís-
lenska stjórnarheimilinu kann að leiða skal engu spáð. Eitt er víst: Tíð-
arfarið á Þorranum og Góunni er ekki stóra vandamálið í dag. s.h.
Alls svöruðu 565.
Já sögðu 394 eða 70%
Nei sögðu 171 eða 30%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.