Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.2012, Page 12

Bæjarins besta - 26.01.2012, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Vestfirsk ferðaþjónusta í sókn Nær 13,9% erlendra ferðamanna komu til Vestfjarða síðastliðið sumar samkvæmt könnun Ferða- málastofu sem bendir til að vest- firsk ferðaþjónusta sé að sækja í sig veðrið því samkvæmt sams- konar könnun komu 13,2% er- lendra ferðamanna til Vestfjarða sumarið 2010. Flestir erlendu gestanna stoppuðu stutt við en 52,4% þeirra gistu í 1-2 nætur á svæðinu, 27,2% í 3-4 nætur og 15,4% í 5-7 nætur. 15,7% ferða- langanna voru konur og 12,1% karla. Flestir ferðamannanna voru komnir yfir 55 ára aldur eða 17%. Af þeim 35 stöðum sem sérstaklega var spurt um sögð- ust 11% hafa heimsótt Ísafjörð, 8,8% Strandir, 6,7% Látrabjarg og 6,6% Arnarfjörð eða Dynj- anda. Erlendu ferðamennirnir dvöldu að jafnaði 10,2 nætur á landinu og ferðuðust langflestir á eigin vegum. Tveir af hverjum þremur höfðu bókað ferðina innan fjög- urra mánaða fyrir brottför og við ákvarðanatöku höfðu flestir (75,4%) aflað sér upplýsinga um landið á netinu. Bílaleigubíll var sá ferðamáti sem flestir nýttu sér til ferða um landið en vegakerfið er einn af þeim þáttum sem marg- ir ferðamenn töldu að mætti bæta. Ferðin stóðst væntingar flestra því 79,1% aðspurðra töldu líklegt að þeir myndu koma aftur til landsins í framtíðinni og það að sumri til. Þetta er meðal niður- staðna úr könnun sem Ferða- málastofa fékk MMR til að fram- kvæma meðal erlendra ferða- manna sumarið 2011. Eins og áður hafa erlendir ferðamenn á Íslandi, einkum áhuga á náttúrutengdri afþrey- ingu. Þannig greiddu 70,5% fyrir sund eða náttúruböð, 46,2% fyrir söfn eða sýningar, 35,5% fyrir skoðunarferðir með leiðsögn, 34,0% fyrir hvalaskoðun og 22,0% fyrir dekur og vellíðan. Fyrir hestaferðir greiddu 17,3%, bátsferðir 16,5%, jökla- eða vélsleðaferðir 15,2% og göngu- eða fjallaferðir með leiðsögn 14,5%. Náttúran og landslagið skor- uðu einnig hæst þegar spurt var um hvar styrkleikar Íslands í ferðaþjónustu lægju helst. Þar nefndu 71,6% náttúruna og landslagið en næst kom fólkið og gestrisni með 30,5%. Aðrir þættir voru; fjölbreytt afþreying (12,1%), menning og saga (11,2%), þjónusta og gæði almennt (9,3%), almenn upplýsingagjöf (8,5%), aðgengi og innviðir (8,5%), sér- staða landsins (7,7%), tungu- málakunnátta (6,8%) og þjónusta almennt í tengslum við skoðun- arferðir (6,5%). Áhugavert er að skoða þau atr- iði sem nefnd voru þegar fólk var með sama hætti beðið um að nefna þrjá þætti sem helst mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Efst trónir vegakerfið en 16,4% töldu að það mætti bæta, næst kemur margskonar ferðaþjónusta (12,6%), verðlag almennt (12,6%), vegaskilti (8,8%), upplýsingar til ferðamanna (7,9%), þjónusta og fjölbreytni í tengslum við mat og veitingahús (7,4%), gæði á gist- ingu (5,8%), auglýsingar og markaðssetning á landinu (5,8%) svo fátt eitt sé nefnt. Dýrafjörður. Eftirlitið og árangurinn Síðast var fjallað um iðnað, salt og sílikon. Eftirlit með alls kon- ar innflutningi, varningi og heilbrigði er lagt á hendur ýmissa opin- berra stofnana með lögum. Oft skortir á það að nægjanlegt fé og mannafli sé til reiðu til að sinna því með sómasamlegum hætti. Þá fer sem fer og stundum miður og jafnvel hreinlega illa. Brjóst kvenna og matur er eitthvað sem fara þarf varlega með. Heilsa þeirra sem nota framleiðsluna á mikið undir því að allt sé í lagi og réttu vör- urnar notaðar, bæði í brjóstin og matinn. Sorpbrennslustöðin Funi hefur eiginlega verið vandamál frá því hún reis. Hún var sett niður á rangan stað og skemmdist mikið í snjóflóði 25. október 1995. Eins og það dygði ekki til að fá bæjar- stjórn til að hugsa sinn gang, þá stóð upp úr henni blár reykur allan tímann. Vonandi var ekkert pólitískt við það. En allan tímann voru Ísfirðingar sannfærðir um það af hálfu þeirra sem fylgjast skyldu með, að allt væri í himnalagi. En tíminn sá mikli og óbilgjarni dómari um mannanna verk leiddi í ljós að svo var ekki. Eiturefni úr brennslunni lögðu í raun landbúnað í Skutulsfirði í rúst. Það var nógu slæmt að stöðin skyldi menga þvert ofan í fullyrðingar sann- trúaðra stjórnmálamanna og eftirlitsstofnana. Bláa gufan var aldrei falleg, en kannski var hún verðugur minnisvarði um þá ákefðar bæjarstjórnarmenn sem lögðu allt undir til þess að reisa sér minnis- varða í formi sorpbrennslustöðvar á þessum stað. Rétt er að rifja upp að haldin var kosning um staðsetningu. Núverandi Funa- staður á Kirkjubólshlíð kom aldrei til atkvæða, en var samt val- inn. Þó vöruðu einstaka menn við því að snjóflóð gætu fallið þar. Landbúnaður á Vestfjörðum hefur átt undir högg að sækja í nokkra áratugi og hefur ekki notið pólitískrar velvildar. Þannig hefur sauðfjárbúskapur dregist verulega saman og það þótt hér á Vestfjörðum sé eitt besta land til sauðfjárræktar. Allt var ákveðið eftir reglustikuaðferðum og teiknað á pólitískum skrif- borðum í Reykjavík. Það var því vont þegar ástandið í Engidal Funaði upp vegna síðbúins eftirlits. Það vekur upp spurningar um hverju skal trúa í þeim efnum. Nú er mjólkurvinnsla horfin þótt fé sé komið til mjólkurstöðvarinnar sem MS á nú. Enn ein pólitísk ákvörðun sem því miður hjálpar ekki kúabúskap á Vest- fjörðum. Of lítið of seint! Neyslumjólk er nú flutt á bílum að sunnan og hefur komið í ljós að eftirlitið með gæðum eftir flutn- ing þyldi skoðun. En hverjum á að treysta ef eftirlitið bregst. Þurfum við að fá nýja eftirlitsstofnun með öllum hinum eftirlits- stofnununum svo hægt sé að treysta mat og brjóstum? Líkast til. En er ekki til einfaldari leið? Því er erfitt að svara og meðan verða slysin.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.