Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.2012, Page 14

Bæjarins besta - 26.01.2012, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið aug- lýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhalds- skólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá fram- haldsskóla. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nem- endur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila með náminu og leggja fram áætlun um vinnustaðanámið og fyrirsjá- anlega framvindu þess. Styrkir geta numið allt að 20 þús. kr. á viku og eru veittir til 24 vikna að lágmarki. Styrkur er greiddur eftir því sem námi vindur fram. Umsóknum er skila á sérstöku eyðublaði sem er að finna á vef ráðuneytisins. Umsókn skal fylgja yfirlit um framvindu vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Grétar Krist- jánsson í síma 545 9500 eða í tölvupósti á net- fangið olafur.g.kristjansson@mrn.is. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012. Hafrannsóknarstofnun á Ísa- firði heldur utan um kennslu á vegum Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Þremeningarnir Móses Okwakol Eselu frá Uganda, Jeremiah Kionplue Nah frá Líberíu og Ros- ário Fernandes Jorge frá Mósam- bík stunda nú þar nám í veiði- tækni. Blaðamaður BB spjallaði við þá um fisk, jól og myrkur. „Byrjið snemma“ - Eru fiskveiðar stór atvinnu- grein í heimalöndum ykkar? Móses: „Sjávarútvegur er nokk- uð stór í Uganda en okkar veiðar fara aðallega fram í Viktoríu- vatni. Ég starfa við veiðieftirlit en hjálpa líka fiskimönnum að komast af stað.“ Jeremiah: „Í Líberíu verða fiskveiðar sífellt mikilvægari og við erum stöðugt að reyna að efla sjávarútveg okkar enn frekar. Ég sinni eftirliti með veiðum og held utan um þróunarverkefni.“ Rosário: „Strandlengja Mós- ambík er löng og því mikið um veiðar. Við stundum líka fersk- vatnsveiðar. Rækjuveiðar eru mikilvægastar og stór útflutn- ingsgrein. Mitt starf er að hafa umsjón með þróun veiða.“ Þremenningarnir segjast ánægð- ir með námið á Íslandi en viður- kenna að veturinn hér gæti ekki verið ólíkari umhverfinu sem þeir koma úr. Jólahaldið hlýtur líka að hafa verið frábrugðið því sem þeir eru vanir? Jeremiah: „Við vissum að við yrðum að heiman um jólin og vorum ágætlega undirbúnir fyrir það. Enda höfðum við það mjög gott í öllum jólaboðunum hérna.“ Rosário: „Það var líka gaman að upplifa muninn á jólahaldinu. Til dæmis hvað þið byrjið snemma hérna. Það var mjög skrítið fyrir okkur að sjá jólaskraut í nóvem- ber.“ Móses: „Já, þið byrjið að skreyta snemma. En þið látið jólahaldið ekki trufla vinnuna ykkar. Fólk heldur sínu striki. Í Uganda er jólafrí í skólum allan desember og allan janúar.“ Jeremiah: „Annars er þetta ekki það ólíkt. Stærstu dagarnir hér virðast vera 24., 25. og 26. desember eins og heima hjá okkur. Fólk eyðir fullt af pen- ingum í gjafir, skreytir jólatréð, sest niður klukkan sex til að borða og þessir trúaðri fara í kirkju. Þannig er það líka í Líberíu.“ Rokið og myrkrið Nám á vegum Sjávarútvegs- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna fer einnig fram á Hólum, Akureyri og í Reykjavík. Sér- námið í veiðitækni er aðeins kennt á Ísafirði og tekur um 5 mánuði. Hvernig hefur þremenn- ingunum líkað dvölin hér fyrir vestan? Móses: „Þetta er búið að vera frábært. En það kom okkur auð- vitað á óvart hvað dimmir snemma hérna og birtir seint. Heima er maður vanur að líta til sólar til að átta sig á því hvað klukkan er. Hér er hún í hvarfi. Á morgnana lítur maður út um gluggann og það er svartamyrkur. Heima er alltaf 25 stiga hiti og fer hækk- andi í desember. En svo er yfir- leitt þurrkur hjá okkur í janúar.“ Jeremiah: „Við í Líberíu erum reyndar á sama tíma og Ísland en veðrið gæti sennilega ekki verið ólíkara.“ Rosário: „Ég hafði aldrei upp- lifað snjó áður en ég kom hingað. Mér finnst hann ágætur en á erfiðara með að venjast rokinu.“ Móses: „Já, þetta getur orðið svolítið rosalegt þegar það er snjókoma og mikið rok. Þá á ég oft erfitt með að vera á ferðinni því ég get ekki annað en starað niður fyrir mig. Heima væri ör- ugglega búið að keyra mig niður en hér eiga gangandi vegfarendur alltaf forgang.“ Heima og heiman Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri er eina skipið hér- lendis sem skráð var sem vík- ingaskip í aðalskipaskrá um áramótin. Samkvæmt því hefur ekkert víkingaskip bæst í flota landsmanna undanfarið ár. Víkingaskipið Valtýr, sem sjó- sett var hjá Skipavík í Stykk- ishólmi er skráð sem skemmti- skip og víkingaskipið Íslend- ingur, sem smíðað var á árun- um 1994-1995 og hefur verið til sýnis í Innri Njarðvík, hefur verið afskráð. Víkingaskipið Vésteinn er 13 brúttótonn, 12 metra langt og 3ja metra breitt. Skipið var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júní 2008 en það tekur 18 farþega og tvo í áhöfn. Vé- steinn fór sína lengstu för til þessa síðastliðið sumar þegar hjónin Valdimar Elíasson og Sonja Elín Thompson sigldu skipinu, ásamt Jakobi Her- mannssyni, frá Þingeyri til Húsavíkur og til baka. Eina víkingaskip landsins

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.