Bæjarins besta - 16.01.2014, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Nýtt ár – nýir siðir?
Stakkur hefur ritað viku-
lega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoð-
anir hans á mönnum
og málefnum hafa oft
verið umdeildar og vak-
ið umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara saman
við skoðanir útgefenda
blaðsins. Þrátt fyrir það
bera ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á skrif-
um Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560
Sigmundar G. Sigmundssonar
frá Látrum í Ísafjarðardjúpi
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föðurs
okkar, tengdaföðurs, afa og langafa
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Hvað færir nýtt ár okkur? Þetta er spurning sem margir vilja fá
svarað. Þegar hálfur mánuður ársins 2014 er að baki er fremur lítið
um svör. Hvað verður um nýgerða kjarasamninga og atkvæða-
greiðslu um þá, ætli BHM, kennarar og BSRB setji nýgerða
kjarasamninga í uppnám? Verða stjórnmálamenn linari fyrir það
að kosið verður til sveitarstjórna í vor? Verður óbreytt ástand í
Reykjavík, þar sem hringlað hefur verið með götur og bílum rutt
burtu? Breytir einhverju að borgarstjóri sem nú situr, Jón Gunnar
Kristinsson, hefur ákveðið að snúa sér að öðru, en borgarmálum,
þótt margir telji að hann hafi aldrei komið að þeim í raun nema til
að taka við laununum? Er mögulegt að svara þessum spurningum
nú?
Sennilega er það erfitt þótt margir telji sig þess umkomna. Lít-
um aðeins við og veltum fyrir okkur hvort árið 2013 var svo slæmt.
Það var Framsóknarmönnum gott, færði þeim velgengni, ríkis-
stjórnarsetu og forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn fengu nokkra
upp-reisn, en fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar, Samfylking og
Vinstri grænir fengu herfilega útreið og bera sig illa. Við því var að
búast. Vinstri grænir höfðu boðið fram undir loforði um að fara al-
drei með Ísland í Evrópusambandið þvert á stefnu Samfylkingar-
innar. Það loforð sviku Vinstri grænir fyrir sæti í ríkisstjórn sem
náði ekki flugi þótt tækifærin væru mörg. Vinstri ríkisstjórnin vildi
stofna til óheyrilega stórra skulda vegna Icesave og sýndi ekki
viðbrögð við því að breska ríkisstjórinin setti Ísland á lista yfir
hryðjuverkamenn. Sem betur fór tókst henni ekki að leiða skuldaklafa
á komandi kynslóðir yfir þjóðina, þótt mjög væri reynt.
Ríkisstjórn sigurvegaranna hefur ákveðið að lina skuldir þeirra
sem enn hafa ekki fengið neina leiðréttingu á húsnæðisskuldum.
Það hefði verið unnt að gera í tíð hinnar fyrri, en var ekki gert. Hvort
þetta teljast nýir siðir, að standa við kosningaloforð skal ósagt látið,
en margir telja að nú eigi að taka til baka aðildarumsókn að Evrópu-
sambandinu, aðrir að ljúka eigi aðlögun svo Ísland fái aðild. Þetta
kalla þeir viðræður sem leiða skuli í ljós hvort rétt séð að gerast
aðili. Meira öfugmæli er ekki til. Engu að síður hamast Ríkisútvarpið
við að blekkja þjóðina á kostnað skattgreiðenda. Kjósendur vissu
hvað þeir kusu á fyrra ári og það var ekki aðild að Evrópusambandinu.
Enda stendur eftir spurningin um það af hverju hafði fyrri ríkisstjórn
ekki burði til að klára ferlið, skorti viljann og samstöðuna? Nýir
siðir hljóta að vera að standa við gefin loforð. Spennandi verður að
sjá hvernig til tekst á nýbyrjuðu ári.
Engin áform eru um að hækka
veginn um Þröskulda. Að mati
starfsmanns Vegagerðarinnar á
Hólmavík, liggur vegurinn of lágt
á köflum. Magnús V. Jóhanns-
son, svæðisstjóri vestursvæðis
Vegagerðarinnar, segir að veg-
urinn hafi verið hækkaður á löng-
um köflum á verktímanum.
„Vegurinn var hannaður í flýti
en á verktímanum sáu menn að
það voru staðir þar sem betra var
að hækka veginn og var það gert,“
segir Magnús og bendir á að veg-
urinn hafi farið langt fram úr
kostnaðaráætlun vegna þessa.
„Það hefur ekki verið tekið fyrir
að fara í upphækkanir á þessum
köflum. Það er hart í ári með
peninga um þessar mundir og
fjármunir sem færu í þetta yrðu
teknir af öðrum verkefnum.“
Magnús segir að það hafi alltaf
verið ljós að Þröskuldar væru
mikið veðravíti í NA átt sem er
ríkjandi átt á svæðinu. Vegstæði
Þröskulda er langt frá eldri vegum
og segir Magnús að þegar farið
er um ónumið land sé erfitt að
átta sig á aðstæðum. Gerðar voru
veðurfarsrannsóknir á Þröskuld-
um þó svo að þær hafi ekki verið
eins og best verður á kostið að
sögn Magnúsar. Hann segir að
þær hefðu mátt vera ítarlegri en
vegna reynslu Vegargerðar-
manna á verktímanum, hafi verið
farið í áðurnefndar upphækkanir.
Magnús segir ennfremur að
þegar vegur er kominn í lands-
lagið hafi hann veðurfarsáhrif og
geti breytt snjóalögum. Tekið sé
tillit til þess við hönnun vega en
það sé ekki endilega víst að upp-
hækkun leysi vandamálin á
Þröskuldum og tekur hann undir
orð Jóns Harðar Elíassonar,
rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á
Hólmavík, að það sé blinda frekar
en ófærð sem loki veginum í flest-
um tilfellum. – smari@bb.is
Upphækkun Þröskulda ekki á dagskrá
Í óveðurskaflanum í byrjun
ársins hefur margoft þurft að
beina umferð um Strandir þar
sem vegurinn um Þröskulda var
ófær. Gerðist þetta á sama tíma
og bílar komust yfir Steingríms-
fjarðarheiði sem er hærri fjall-
vegur. Jón Hörður Elíasson,
rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á
Hólmavík, segir það sitt mat að
vegurinn um Þröskulda liggi of
lágt í landinu og þyrfti að vera
meira uppbyggður. Þetta eigi sér-
staklega við tvo staði, bæði Gauts-
dals og Arnkötludalsmegin.
Jón Hörður segir að ekki megi
taka svo djúpt í árinni að segja að
Steingrímsfjarðarheiðin hafi
ávallt verið fær umrædda daga,
mjög blint var á heiðinni og lentu
minni bílar í vanda. En hann segir
auðveldara að halda Steingríms-
fjarðarheiði opinni en Þröskuld-
um vegna legu veganna. Veglína
Þröskulda er nánast öll í norð-
austur/suðvestur, samsíða norð-
austanáttinni sem er ríkjandi
óveðursátt og því eru ökumenn
með kófið í augunum alla leiðina.
Á Steingrímsfjarðarheiði kemur
norðaustanáttin þvert á veginn á
löngum köflum og verður skyggn-
ið ekki eins slæmt.
Tekur Jón Hörður þar undir
mat Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings en hann hefur áður
bent á að stefna vegsins samsíða
ríkjandi átt geri ökumönnum
erfitt fyrir. Þá velti hann því fyrir
sér hvort aðstæður í landslaginu
þar sem Arnkötludalur og Gauts-
dalur koma saman efst á heiðinni
valdi svokölluðum trektaráhrif-
um sem gerir það að verkum að
vindurinn magnast enn frekar efst
uppi með tilheyrandi kófi en tók
fram að hann hafi ekki skoðað
það mál náið.
– smari@bb.is
Þröskuldar: Vegurinn liggur of lágt
Vegurinn yfir Þröskulda.