Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 28
föstudagur 13. júní 200828 Helgarblað DV Tvær vikur eru síðan öflugur jarð- skjálfti, með upptök undir Ingólfs- fjalli, reið yfir Suðvesturlandið. Tölu- verð skelfing greip um sig í fyrstu, enda ljóst að jafnvel þótt ekkert manntjón hefði orðið væri eignatjón mikið og tugir fólks væru húsnæðis- lausir. Starfsfólk Rauða krossins er enn að störfum í Hveragerði og á Selfossi þar sem fólki er veitt aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Bryndís Friðgeirs- dóttir, svæðisfulltrúi hjá Rauða kross- inum, sagði í samtali við DV að flestir væru búnir að átta sig á því tjóni sem varð í jarðskjálftanum 29. maí. Hins vegar væri enn nokkur fjöldi fólks sem leitaði sér aðstoðar vegna áfalla í tengslum við skjálftana. Í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjar- klaustri óttuðust íbúar fyrsta kastið að Kötlugos væri í uppsiglingu. Bændur í grennd við Þjórsá sögðust einnig hafa fundið mun sterkar fyrir þess- um síðasta stóra skjálfta en skjálft- unum sem urðu árið 2000. Máli sínu til staðfestingar benti Ólafur Sigur- jónsson, bóndi á Forsæti, á að nýjar sprungur hefðu myndast í hrauninu við Dælarétt í grennd við Þjórsárbrú. Brýr stóðu flestar af sér hamfarirnar. Aðeins ein brú við Arnarbæli í Ölfusi var úrskurðuð ónýt. Umferð hefur nú verið hleypt á brúna með þungatak- mörkunum. Eftir stendur að fjölmargir íbúar á Suðurlandinu eru í þrotlausri vinnu við að koma heimilum og vinnustöð- um í samt lag. Eignatjónið nemur að líkindum milljörðum króna. Eftir skjálftann Tvær vikur liðnar frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Suðavesturlandið: Tiltekt Mikið starf blasir við íbúum á skjálftasvæðunum. Í Gljúfurárholti Miklar skemmdir urðu á útihúsum í gljúfurárholti. Sýnilegar skemmdir Mikið var um að útihús á sveitabæjum skemmdust í jarðskjálftanum. Talsvert áfall fjöldi fólks situr uppi með ónýtar eignir og innbú. Nýir hverir nýir hverir mynduðust í grennd við Hveragerði. Í Þórustaðanámu umtalsvert grjóthrun varð í Ingólfsfjalli, enda upptök skjálftans undir fjallinu. Vinna hélt þó fljótlega áfram í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Rannsóknir Vísindamenn virða fyrir sér nýjan leirhver í Hveragerði. dV-mynd María dV-mynd Ásgeir dV-mynd sigtryggur dV-mynd sigtryggur dV-mynd sigtryggur dV-mynd María

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.