Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Side 4
„Við hljótum að fagna þessu. Neyt- endasamtökin hafa barist ítrekað fyrir því að stimpilgjöld væru aflögð með öllu,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um þá ákvörðun ríkisins að fella niður stimpilgjöld vegna fyrstu íbúðakaupa sem tók gildi í gær. Jóhannes segir að hann óttist þó að pappírsvinnan verði mikil fyrir fólk sem þarf að sanna að íbúðin sem það sé að kaupa sé í raun og veru fyrsta íbúðin sem það kaupir sér. „Þeg- ar sambýlisfólk er að kaupa sér íbúð gæti þetta orðið mikil skriffinnska. Að sjálfsögðu hefðum við viljað sjá stimpilgjöldin felld alveg nið- ur, í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefur verið okkar krafa og það hefur ekkert breyst. En þetta er betra en ekki neitt.“ Ósanngjarn skattur Margir fjármála- spekingar hafa síð- ustu vikur spáð því að taka þurfi mörg bygg- ingarfyrirtæki til gjald- þrotaskipta vegna þess að íbúðir seljist ekki þessa dagana. Ekki náð- ist í fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, en hann sagði í útvarpsfrétt- um RÚV að erfitt væri að meta hver áhrif nýju lag- anna yrðu. Markmiðið væri að þau liðkuðu til vegna fyrstu íbúðakaupa. „Ég hlýt þó að fagna því að þetta skref sé stigið, en ítreka það að um er að ræða mjög ósanngjarn- an skatt og hann ber að fella niður að öllu leyti. Þarna er að- eins verið að stíga fyrsta skrefið. Það þarf að taka hitt líka, að okkar mati, sem fellir gjöldin alfarið út,“ segir Jó- hannes. Áfangi sem skiptir máli Jóhannes segir að það fylgi því ákveðin hætta að afnema aðeins skattinn af fyrstu kaupum. „Þetta er bara áfangi en vissulega skiptir hann máli. Þeg- ar svona skref eru tekin er það bara áfangi en ég ítreka það aftur og enn. Þetta er að okkar mati ranglátur skatt- ur. Auðvitað óttast maður að þetta verði til þess að fólk fari að kaupa í raun stærri íbúðir en það hefur þörf fyrir. Kaupi stærra en það ræður við. Vegna þess að þetta gildir aðeins um fyrstu kaupin. Þetta ýtir ungu fólki að því að kaupa stærra en ekki byrja smátt eins og hent- ar mörgu ungu fólki. Margt fólk gæti því hugsað sem svo að það sé betra að kaupa til frambúðar. Kaupa þá stærri eignir sem það ræður svo ekki við þegar upp er staðið. Þetta er ótti sem við höfum en von- andi sníðir fólk sér stakk eftir vexti.“ Alþingismennirnir sem ráða Jóhannes bendir á að fyrst búið sé að taka eitt skref sé auð- velt að taka hið seinna. „Þetta er bara fyrra skrefið af tveim- ur. Ég held að miðað við þau loforð sem voru gefin fyr- ir síðustu kosningar hljótum við að líta á þetta sem fyrsta áfangann. Vegna þess að loforðin liggja fyrir um að fella stimpilgjöldin niður að öllu leyti. Ég hlýt að ganga út frá því að stjórnmála- menn standi við það. Þar var ekkert verið að tala um að fella þau niður að hluta til heldur að öllu leyti. En það eru víst alþingismennirnir sem ráða, ekki við.“ Miðvikudagur 2. jÚLÍ 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „ég held að miðað við þau loforð sem voru gefin fyrir síðustu kosn- ingar hljótum við að líta á þetta sem fyrsta áfangann.“ Stimpilgjöld vegna kaupa á fyrstu íbúð voru felld niður í gær. „Eitt skref vonandi af tveimur,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Samtökin vilja stimpilgjöldin burt og minna stjórnmálamenn á loforð sem margir gáfu þess efnis: benedikt bÓAs hinriksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is skárra en ekkert Vonar að lögin liðki til Árni M. Mathiesen vonar að með nýju lögunum verði auðveldara að festa kaup á fyrstu íbúð. sníða sér stakk eftir vexti jóhannes gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, vonar að fólk ráðist ekki í að kaupa risahúsnæði sem verður þá fyrsta íbúð. Auðveldari fyrstu kaup Með því að fella stimpilgjöldin niður við fyrstu kaup er auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Landic kaupir Morgunblaðshöll Fasteignafélagið Landic Property hefur keypt allar eign- ir Tryggingamiðstöðvarinnar í gömlu Morgunblaðshöllinni við Aðalstræti. Kaupverð fæst ekki gefið upp, en félögin eru tengd hvort öðru. Meiningin er að nýta neðri hæðirnar undir veitinga- og verslunarrekstur. Landic Property á og rekur meirihluta húseigna við Austur- stræti og Aðalstræti og er Alþingi stærsti einstaki leigutakinn. „Mjög lítið framboð hefur verið á góðu skrifstofuhúsnæði í Kvos- inni og því er þetta jákvætt skref,“ segir Örn V. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Landic Property. Frakkar elta rússa á Íslandi Fyrsta verkefni frönsku flug- hersveitarinnar sem haldið hefur til á Keflavíkurflugvelli undan- farnar vikur var að elta uppi rúss- neskar flugvélar í íslenskri loft- helgi, þann 9. júní síðastliðinn. Franska varnarmálaráðuneytið greinir frá því að tvær Mirage-or- rustuþotur hafi elt uppi Rússana sem hér voru í leyfisleysi. Hersveitin hefur þar fyrir utan haldið sig við æfingaflug og hafa íbúar á Suðurnesjum séð sig knúna til þess að kvarta undan hávaðasömum herþotum í lág- flugi í grennd við byggð. 365 afskráð Fjölmiðlafyrirtækið 365 verð- ur afskráð úr Kauphöll Íslands á næstunni. Á hluthafafundi 365 sem haldinn var í gær var sam- þykkt að stjórn félagsins yrði falið að óska eftir afskráningu hluta- bréfa félagsins úr Kauphöllinni. Á hluthafafundinum var einnig samþykkt að stjórn fé- lagsins yrði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa sem þess óska á genginu 1,20, sem er örlítið hærra en gengi félags- ins var við lokun markaða í gær. Surtsey rædd Á fundi heimsminja- nefndar UNESCO sem hefst í Kanada í dag verður með- al annars rætt um Surtsey. Þar verður tekin afstaða til umsóknar Íslendinga um að eyjan verði skráð á heims- minjaskrá UNESCO. Þing- vellir eru þegar á skránni sem menningarminjar en sótt er um skráningu Surtseyjar sem náttúruminja. Vestmannaeyjabær hyggst byggja gosminjasafn og gera þar grein fyrir Heimaeyjargos- inu 1973 og Surtseyjargosinu 1963-67. Það er ekkert lát á verðhækkun- um olíufélaganna. Á mánudag hækk- aði bensínlítrinn um þrjár krónur hjá Skeljungi. Verðið hækkaði hjá öllum olíufélögunum sama daginn. Það sem af er árinu hefur verðinu hjá Skeljungi verið breytt þrjátíu og sex sinnum. Á sama tíma í fyrra hafði Skeljung- ur aðeins breytt bensín- og olíuverð- inu tíu sinnum. Frá því í júní í fyrra hefur fyrirtækið breytt verðinu sex- tíu og þrisvar sinnum, það jafngild- ir því að verðbreytingar eigi sér stað fimmta hvern dag. Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu er nú kominn upp í 177,40 krónur. Þann 6. júní í fyrra kostaði 95 oktana lítrinn í sjálfsaf- greiðslu hjá Skeljungi 124,60 krónur. Munurinn á verðinu nú og í fyrra er því 52 krónur. Ætla mætti að hátt bensínverð hefði einhver áhrif á umferð á þjóð- vegum landsins. Á vef Vegagerðar- innar má sjá tölur um umferð, þær koma frá fjórtán talningarstöðum og benda til þess að umferðin á landinu sé að dragast saman alls staðar. Það lítur allt út fyrir að umferðin í sumar verði minni en hún hefur verið sein- ustu ár. Vegagerðin hefur borið sam- an umferð í hverjum mánuði á ár- unum 2006, 2007 og 2008. Umferðin jókst mun meira á milli áranna 2006 og 2007 en frá 2007 til 2008. Í maí nú í ár voru rétt í kringum 200 þúsund bílar á þjóðvegum landsins, á sama tíma í fyrra voru þeir 220 þúsund. Steinþór Jónsson, formaður Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, segir hækkanirnar undanfarið mjög bratt- ar. Slíkt bitnar mikið á fólki sem hefur ákveðið að ferðast um landið í sumar. „Þegar þetta gerist svona hratt ger- ir fólk ekki ráð fyrir þessu í útreikn- ingum sínum,“ segir Steinþór. Hann bætir því þó við að Ísland sé alltaf þess virði að sækja heim. „Olíufélög- in eru oft snögg til að hækka verðið en það tekur lengri tíma þegar lækk- anir ættu að verða,“ segir Steinþór. jonbjarki@dv.is Olíufélögin breyta verðinu þrefalt oftar en á sama tíma í fyrra: Bensín hækkar og umferð minnkar Minni umferð dregið hefur úr umferð frá því á sama tíma í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.