Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Page 11
Hamingjusamasta fólk í heiminum er Danir samkvæmt nýrri könnun félagsfræðinga. Lýðræði, félagslegur jöfnuður og friður er það sem hefur mest áhrif á það hversu hamingju- samt fólk er, sögðu félagsfræðing- arnir við Reuters á mánudag. Simb- abve er neðst á listanum en ríkasta þjóð heimsins, Bandaríkin, er í 16. sæti. Samkvæmt rannsókninni, sem borguð er af bandarísku ríkisstjórn- inni, er heimurinn að verða ham- ingjusamari. Á tímabilinu 1981 til 2007 jókst hamingja fólks í 45 löndum af 52. Stjórnmálafræðingurinn Ronald Inglehart í Michigan‘s Institute for Social Research sá um rannsóknina. Segir hann ávallt vera mikil tengsl á milli friðar og ánægju fólks. Einnig eru mikil tengsl á milli þess að vera hamingjusamur og að búa í lýðræð- issamfélagi. Puerto Rico og Kólumbía eru einnig hátt á listanum ásamt Norð- ur-Írlandi, Íslandi, Sviss, Írlandi, Hollandi, Kanada og Svíþjóð. Þó að Bandaríkin séu ekki hamingjusam- asta þjóð í heimi segir Inglehart að landið komi vel út. Landið fái góða einkunn í jafnréttismálum og að umburðarlyndi ríki gagnvart mis- munandi kynþáttum. Hann tekur einnig fram að í landinu ríki mikið pólitískt frelsi. Rannsóknin hefur verið gerð frá árinu 1981. 350 þúsund manns voru spurðir. Að lokum sagði Inglehart að það sem skipti mestu máli til þess að fólk væri ánægt væri það hversu mikið frelsi fólk hefur til þess að taka ákvarðanir varðandi sitt eigið líf. DV Fréttir Miðvikudagur 2. jÚLÍ 2008 11 JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Ný rannsókn leiðir sannleikann í ljós að frændur okkar, Danir, eru hamingjusamasta þjóð í heimi. Íslendingar eru ofarlega á listanum, eða á svipuðu reki og Kólumbíumenn og íbúar í Puerto Rico. Frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf skiptir mestu. Danir hamingju- samastir allra Þrýsta á mugabe Bandaríkin hófu umræður um viðskiptaþvinganir gagnvart Simbabve í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna á mánudag. Þar var einnig rætt um frystingu bankareikninga. Mikil pressa er á Robert Mugabe, forseta landsins, að endurskoða umdeildar kosn- ingar sem eru nýafstaðnar í land- inu. Diplómatar vona að á fundi í Egyptalandi þar sem Afríku- leiðtogar hittast muni Mugabe beygja sig undan þrýstingi ann- arra leiðtoga, þá yrði ákvörðun í Öryggisráðinu óþörf. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is sOs 100 ára „Sendu SOS,“ heyrðist í Titanic- siglingunni margfrægu, en þá var neyðarkallið SOS nýtt af nálinni. Í gær varð þetta frægasta neyðar- kall heimsins hundrað ára. 1. júlí 1908 var byrjað að nota þetta merki fyrir skip á sjó. Á undan SOS var svokallað CQD notað en því var skipt út fyrir SOS vegna þess að það síðarnefnda þótti einfaldara. Mjög snemma fór SOS að skila árangri en þegar skipið SS Slavonia sökk ári á eftir Titanic var öllum mönnum bjargað. Puerto rico og Kólumb- ía eru einnig hátt á list- anum ásamt norður- Írlandi, Íslandi, Sviss, Írlandi, Hollandi, Kan- ada og Svíþjóð. Meiri hamingja Flestar þjóðir hafa orðið hamingjusamari eftir því sem árin hafa liðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.