Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Page 20
miðvikudagur 2. júlí 200820 sumartíska DV Reyni að samtvinna þægindi og lúkkið xxxxxxxx xxxxxxxxx Í hverju finnst þér þægilegast að ferðast? „Mér finnst þægilegast að leggja í hann í léttum buxum, strigaskóm og peysu.“ Velur þú þægindi fram yfir lúkkið? „Ég reyni að samtvinna þetta hvort tveggja með fötum frá 66°Norður og Cintamani en ef ég þyrfti að velja væri það hiklaust þæg- indi. Að vera „posh“ í útilegu er ekki alveg að gera sig.“ Hvað er ómissandi í ferðalagið? „Góðir vinir og tónlist þótt maður neyðist stundum til að framkalla hana sjálfur.“ Tjald eða tjaldvagn? „Ég var alltaf í tjaldi enda mesta útilegu- stemningin í því en ég bý svo vel að hafa aðgang að hjólhýsi núna og það skaðar ekki.“ Besti ferðamaturinn? „Ég kaupi undantekningarlaust lambakótel- ettur, kartöflusalat og hvítlaukssósu á grillið í kvöldmat. Það klikkar ekki.“ Hvað er það besta við að ferðast innan- lands? „Náttúran, ekki spurning. Ég veit fátt betra en að fara í göngu um fallega staði. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert er ganga sem ég fór í að Systrastapa á Kirkjubæjar- klaustri í hellidembu. Annars mun ég ferð- ast um Danmörku og Kóreu í sumar og það verður án efa skemmtilegt að skoða um- hverfið og staðina þar.“ Thelma Hafþórsdóttir, söngkona og starfsmaður í versluninni gull í grjóti Það besta sem fjöl- skyldan gerir saman Í hverju finnst þér þægilegast að ferð- ast? „Fer alltaf í kvartbuxurnar mínar, sama hvernig viðrar, smelli mér svo í 66°Norður undirflíspeysuna, set á mig „army“-grænu derhúfuna mína og þá er ég klár.“ Velurðu þægindi fram yfir lúkkið? „Neeeh, þetta þarf að haldast í hendur.“ Hvað er ómissandi í ferðalagið? „Konan og einn ískaldur á áfangastað.“ Tjald eða tjaldvagn? „Tjaldvagn á hálendinu en annars fellihýsið þegar maður fer í þessa dæmigerðu gras- lautartúra, sem maður fer oftast í.“ Besti ferðamaturinn? „Forsteikt nautahakk sem er hitað við komu á áfangastað, soðin hrísgrjón með og því skolað niður með góðum svaladrykk. Það er bara eitthvað við þetta, skil ekki hvað, en það er eitthvað.“ Hvað er það besta við að ferðast innan- lands? „Landið, það er svo mikið af ótrúlegum stöðum að skoða og mikið af skemmtilegu fólki sem maður hittir. Svo er þetta bara það besta sem við fjölskyldan gerum saman. Það bíða alltaf allir spenntir eftir sumrinu.“ Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður á Fm Kassagítarinn ómissandi Í hverju finnst þér þægilegast að ferð- ast? „Mér finnst þægilegast að ferðast í svona afapeysu og góðum bol úr búðinni minni, Guess-gallabuxunum mínum og gúmmí- túttunum sem ég fékk í Hagkaup.“ Velur þú þægindi fram yfir lúkkið? „Já, ég verð eiginlega að segja það, er ekki öllum sama hvernig þeir líta út í útilegum?“ Hvað er ómissandi í ferðalagið? „Góða skapið, skemmtilegur félagsskapur og kassagítarinn.“ Tjald eða tjaldvagn? „Verð að viðurkenna að ég hef bara aldrei prófað að sofa í tjaldvagni, en vinur minn var að fá sér einn og ég og kærastan mín ætlum að sjálfsögðu að reyna að slást í för með honum í sumar. Þannig að ég verð að segja tjald.“ Besti ferðamaturinn? „Auðvitað lifrarpylsan og svo eitthvað gott á grillið.“ Hvað er það besta við að ferðast innan- lands? „Það jafnast auðvitað ekkert á við að hoppa upp í bíl og keyra um landið og sjá allar þessar frábæru náttúruperlur sem við eigum. Þó svo að maður eigi á hættu að verða étinn af ísbirni og ef maður sleppur frá því er aleigan farin eftir að hafa sett smá bensín á bílinn.“ Henrý Þór Reynisson, bakari og eigandi verslunarinnar moods of Norway Náttbuxur og Villi Vill Í hverju finnst þér þægilegt að ferðast? „Mér finnst best að ferðast í náttbuxum og stórri, þykkri peysu.“ Velur þú þægindi fram yfir lúkkið? „Augljóslega, já.“ Hvað er ómissandi í ferðalagið? „Það eru spilin og Villi Vill.“ Besti ferðamaturinn? „Það toppar ekkert hangikjötssamloku og kókómjólk.“ Hvað er það besta við að ferðast innan- lands? „Hvað allt er fallegt. Sama hvort það er rigning eða sól, nú eða snjór.“ Elfa Antonsdóttir, lærir lögfræði í Hr og vinnur hjá vodafone

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.