Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Qupperneq 23
DV Ættfræði Miðvikudagur 2. jÚLÍ 2008 23
40 ára í dagTil
hamingju
með
afmælið
30 ára afmæli
n Wioletta Maria rymon Lipinska Strandgötu 69c,
Eskifjörður
n Carmen isabell Schmidt Hagamel 38, Reykjavík
n david romulo roque Cavalinhos Laugarási, Egilsstaðir
n Bernt Erik andreassen Rofabæ 47, Reykjavík
n Heiða kristín kolbeinsdóttir Furulundi 1a, Akureyri
n Hafrún Sigurðardóttir Kvistavöllum 33, Hafnarfjörður
n Ágúst Örn grétarsson Kvíholti 1, Hafnarfjörður
n Þuríður Hallgrímsdóttir Úthlíð 5, Reykjavík
n kristín guðmundsdóttir Ljósuvík 21, Reykjavík
n anna kristín Ólafsdóttir Lyngholti 2, Álftanes
n guðríður Svana Bjarnadóttir Drápuhlíð 19, Reykjavík
40 ára afmæli
n Nelsa C adarna Dvergabakka 6, Reykjavík
n rajna Pavlica Móasíðu 9a, Akureyri
n ingólfur gísli garðarsson Bakkaseli 5, Reykjavík
n guðrún Eyhildur Árnadóttir Eyhildarholti, Sauðárkrók-
ur
n Benóný valur jakobsson Miklubraut 52, Reykjavík
n Stefán ingvar guðmundsson Hábrekku 15, Ólafsvík
n Pálmi Ólafur Árnason Dalbraut 13, Hnífsdalur
n jóhanna Líndal jónsdóttir Lækjasmára 15, Kópavogur
n guðríður Sæmundsdóttir Markholti 10, Mosfellsbær
n Margrét jóna guðbergsdóttir Seilugranda 5, Reykjavík
n Hulda Björg Einarsdóttir Dalaþing 2, Kópavogur
n guðjón arnar Þórsteinsson Bárðartjörn, Akureyri
n unnur Erla Haraldsdóttir Unufelli 25, Reykjavík
50 ára afmæli
n Elínborg Chris argabrite Laufengi 142, Reykjavík
n Hulda Hafsteinsdóttir Lambastaðabraut 5, Seltjarnarnes
n ragnheiður Stefánsdóttir Karfavogi 54, Reykjavík
n Hafdís Magnúsdóttir Brekkuhvarfi 1, Kópavogur
n Bárður a Sveinbjörnsson Vesturvangi 34, Hafnarfjörður
n Bryndís arngrímsdóttir Bjarkarlundi 1, Akureyri
n guðmundur Heiðar jensson Raftahlíð 43, Sauðárkrók-
ur
n kristín María Ómarsdóttir Hlíðarhjalla 40, Kópavogur
n Einar Harðarson Smiðjustíg 9, Flúðir
n Óskar Helgi Helgason Borgarheiði 1h, Hveragerði
n Soffía Friðriksdóttir Höfn 2, Akureyri
n ingvar Hafsteinsson Tjaldhólum 30, Selfoss
n jón Skúli Sigurgeirsson Melum, Akureyri
n Hjálmar Þór kristjánsson Háarifi 85 Rifi, Hellissandur
n Margrét a Frímannsdóttir Skarðsbraut 3, Akranes
n júlíana S Hilmisdóttir Móvaði 49, Reykjavík
60 ára afmæli
n auðbjörg Halld Hrafnkelsdóttir Vífilsstöðum,
Egilsstaðir
n Þórhallur Björnsson Engihjalla 25, Kópavogur
n jóhanna jónsdóttir Vesturtúni 48, Álftanes
n Magnús jónsson Logafold 81, Reykjavík
n Íris ragnarsdóttir Torfufelli 23, Reykjavík
n Hallgrímur Óskar guðmundsson Fornahvarfi 2,
Kópavogur
n kolbeinn Erlendsson Bólstaðarhlíð 2, Blönduós
70 ára afmæli
n guðmundur S guðmundsson Skúlagötu 44, Reykjavík
n Sólveig Óskarsdóttir Kjarrmóa 9, Njarðvík
n Hulda jensdóttir Klapparhlíð 18, Mosfellsbær
n María Hallgrímsdóttir Seljalandsvegi 87, Ísafjörður
n guðjón L viggósson Hlíðasmára 5, Kópavogur
n Ásgeir Ólafsson Kirkjubraut 6, Njarðvík
n rudolf jens Ólafsson Grænumörk 1, Selfoss
n Málhildur angantýsdóttir Kristnibraut 33, Reykjavík
75 ára afmæli
n guðný Halldórsdóttir Kirkjuvegi 17, Ólafsfjörður
n Pétur Sölvi Þorleifsson Gullengi 17, Reykjavík
n ingibjörg Ólafsdóttir Hátúni, Dalvík
n Sigríður Sigurðardóttir Tunguseli 10, Reykjavík
n Esther Árnadóttir Strikinu 8, Garðabær
80 ára afmæli
n Margrét H Sigurðardóttir Hörgshlíð 8, Reykjavík
85 ára afmæli
n Svanfríður Símonardóttir Blesugróf 2, Reykjavík
90 ára ára afmæli
n Margrét Pétursdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfjörður
n Margrét Ólafsdóttir Hjartar Bakkastöðum 159,
Reykjavík
n guðfinna Ólafsdóttir Arahólum 6, Reykjavík
Níels HafsteiNssoN
vEitiNgaMaður og FraMkvæMdaStjÓri
Pétur sjómaður
F. 2. jÚLÍ 1928, d. 15. dESEMBEr 1996
Kristín Guðmundsdóttir er þrítug í dag:
Lætur dekra við sig
„Ég er búin að hugsa svolítið um hvað það
verður skrítið að vera ekki lengur tuttugu og
eitthvað,“ segir Kristín Guðmundsdóttir sem
er fædd og uppalin á Ísafirði en hefur búið í
Reykjavík síðustu tíu árin. „Venjulega geri ég
ekki mikið úr afmælinu mínu en núna ákvað
ég að eyða deginum í dekur. Ég vinn á snyrti-
stofunni Guinot á Grensásvegi og fer þang-
að í andlitsmeðferð og litun um morguninn,“
segir Kristín. Seinna um daginn býður mað-
urinn hennar Kristínar henni í nudd og ætlar
að hitta hana í pottinum á eftir. Að því loknu
ætlar Kristín í klippingu og litun: „Ég hlýt að
vera fyrirmynd allra kvenna, þetta verður því-
líkur dekurdagur,“ segir hún. Kvöldinu ætlar
Kristín svo að verja með strákunum sínum
tveimur og eiginmanni en þau eiga eins árs
brúðkaupsafmæli 7. júlí.
Í ágúst er svo komið að afmælisveislunni
sjálfri: „Við erum að byggja pall og þegar
hann verður tilbúinn ætlum við að verðlauna
okkur með heitum potti og halda afmælis-
veislu.“ Aðspurð hver draumaafmælisgjöfin
sé segir Kristín: „Efst á óskalistanum er versl-
unarferð til Köben og svo auðvitað að halda
góðri heilsu.“
Níels fæddist í Reykjavík og ólst þar upp
og á Seltjarnarnesi. Hann var í Mýrarhúsa-
skóla og Valhúsaskóla, lauk verslunarprófi
frá VÍ 1986, stundaði nám við Hótel- og veit-
ingaskólann og lauk þaðan prófum 1989.
Níels hóf störf sem þjónn á Hótel Sögu
1986 og starfaði þar að meira og minna
leyti, fyrst sem þjónn, þá veitingamaður og
loks veitingastjóri til 2006. Hann starfrækti
Rauða sófann með föður sínum 1989, starf-
rækti Naustið 1992-95, var veitingamaður
og veitingastjóri á Hótel Sögu 1995-2006, en
varð þá framkvæmdastjóri Cafe Oliver, 22,
Q-Bar, Hereford Steikhús og Yfirsala.
Níels var formaður Barþjónaklúbbs Ís-
lands 1996-2002 og hefur starfað mikið í
KR. Hann varð Norðurlandameistari í fram-
reiðslu 1990, Íslandsmeistari barþjóna 2002
og 2003 og hefur sigrað í fjölda barþjóna-
keppna.
FjölsKylda
Kona Níelsar er Lára Gyða Bergsdóttir,
f. 5.7. 1968, flugfreyja. Hún er dóttir Bergs
Óskarssonar sem er látinn og Bjargar Hjálm-
arsdóttur.
Börn Níelsar og Láru Gyðu eru Hafsteinn
Níelsson, f. 30.11. 1998; Kamilla Ása Níels-
dóttir, f. 6.8. 2007.
Bræður Níelsar eru Trausti Hafsteinsson,
f. 5.11. 1973, kennari og fararstjóri; Hilmar
Örn Hafsteinsson, f. 12.12. 1992, nemi.
Foreldrar Níelsar eru Hafsteinn Egils-
son, f. 6.12. 1950, veitingamaður í Reykjavík,
og Ása Helga Ragnarsdóttir, f. 25.10. 1949,
kennari og leikari í Reykjavík.
Ætt
Hafsteinn er bróðir Sigurjóns M. Egilsson-
ar ritstjóra og Gunnars Smára framkvæmda-
stjóra. Hafsteinn er sonur Egils Hansen bif-
vélavirkja, sonar Hinriks Hansens, sjómanns
í Hafnarfirði Andréssonar Hansens, b. á
Brunnastöðum Péturssonar Hansens, beyk-
is í Reykjavík Hinrikssonar Hansens, kaup-
manns á Bátsöndum, langafa Soffíu, móð-
ur Árna Thorsteinssonar tónskálds. Móðir
Hinriks í Hafnarfirði var Þórunn Hallgríms-
dóttir, pr. í Görðum Jónssonar, vígslubiskups
á Staðastað, bróður Skúla landfógeta. Móð-
ir Egils var Gíslína, systir Ólafíu, móður Eg-
ils Ólafssonar, safnvarðar á Hnjóti. Gíslína
var dóttir Egils, b. á Sjöundá Árnasonar, b. á
Lambavatni Jónssonar. Móðir Árna var Guð-
rún Jónsdótir, b. á Sjöundá Þorgrímsson-
ar. Móðir Gíslínu var Jónína Gísladóttir, b. í
Hærri-Rauðsdal Þorgeirssonar og Guðrúnar
Ólafsdóttur.
Móðir Hafsteins er Guðrún Rannveig,
dóttir Karls, starfsmanns við Reykjavíkur-
höfn Karlssonar. Móðir Guðrúnar var Guð-
rún Ólafsdóttir, ökumanns í Reykjavík Þor-
varðarsonar, b. á Geldingaá í Melasveit
Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar var Hall-
fríður, systir Jóns, langafa Karls Steinars
Guðnasonar, fyrrv. alþm.og fyrrv. forstjóra
Tryggingastofnunar. Hallfríður var dótt-
ir Jóns, b. í Eyhól í Kjós Jónssonar og Guð-
rúnar Halldórsdóttur, systur Þórhalls, lang-
afa Gríms, föður Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta. Móðir Guðrúnar var Guðríður Guð-
mundsdóttir, systir Lofts, langafa Bjarna
Jónssonar vígslubiskups. Bróðir Guðríðar
var Þorsteinn, langafi Solveigar, móður Ein-
ars Olgeirssonar alþm.
Ása Helga er systir Sigurðar sálfræð-
ings. Ása Helga er dóttir Ragnars, lækn-
is í Reykjavík Sigurðssonar, pr. á Ljósavatni
Guðmundssonar. Móðir Ragnars var Dorot-
hea Proppé, systir Ólafs, forstjóra og alþm.,
föður Óttars forstjóra, föður Ólafs Proppé,
rektors KHÍ. Annar bróðir Dorotheu var Jón
Proppé, afi Vésteins Lúðvíkssonar rithöf-
undar. Dorothea var dóttir Claus Eggerts
Dietrich Proppé, bakarameistara í Hafnar-
firði, sonar Carls Heinrich Proppé, gestgjafa
í Neumunster í Holstein, og Helgu, systur
Gests, langafa Péturs heitins Björnssonar,
stjórnarformanns Vífilfells. Helga var dóttir
Jóns, b. á Grjóteyri í Kjós Jónssonar yngra, b.
á Skrauthólum Ögmundssonar, bróður Jóns
eldra, langafa Einars Benediktssonar skálds.
Móðir Ásu Helgu var Kristrún Níelsdóttir,
útgerðarm. á Akranesi Kristmannssonar, og
Margrétar Jónsdóttur.
Kristín og maðurinn hennar Eiga eins árs
brúðkaupsafmæli 7. júlí.
„Pétur sjómaður“, eins og Pétur Sig-
urðsson alþingismaður var yfirleitt kall-
aður, fæddist í Keflavík. Hann lauk gagn-
fræðaprófi í Reykjavík og fiskimanna- og
farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík, var sjómaður á fiskibátum frá
unga aldri, á togurum 1944-50 og á togur-
um og verslunarskipum 1950-62, var þing-
maður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1959-78 og 1979-87.
Pétur var auk þess forstöðumaður
Hrafnistu í Hafnarfirði, ritari Sjómannafé-
lags Reykjavíkur og Sjómannasambands Ís-
lands og formaður Sjómannadagsráðs um
langt árabil frá 1961. Hann sat í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og í stjórn og vann öt-
ullega að stofnun og framgangi SÁÁ.
Bróðir Péturs var Guðjón Sverrir, nú nýlát-
inn, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks.
Pétur var af gamalgrónum Reykjavíkurætt-
um, m.a. af Engeyjarætt í föður- og móðurætt.
Ingibjörg, amma hans í föðurætt, var systir
Þórðar, afa Erlends Ó. Péturssonar, formanns
KR, langafa Jóns Guðmundssonar á Reykj-
um og langalangafa Láru Ragnarsdóttur, fyrrv.
alþm. Ingibjörg var dóttir Jóns Péturssonar,
skipasmiðs í Engey, bróður Guðrúnar, lang-
ömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra, föður Björns dómsmálaráðherra.
Birna, móðir Péturs, var dóttir Hafliða, sjó-
manns í Reykjavík, bróður Bjarna vígslubisk-
ups, afa Guðrúnar Ágústsdóttur, fyrrv. forseta
borgarstjórnar. Móðir Hafliða var Ólöf af Eng-
eyjarætt, systir Guðnýjar, ömmu Jóhannesar
Zoëga hitaveitustjóra.
merkir íslendingar