Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 200824 Dagskrá DV NÆST Á DAGSKRÁ Þrjár stjörnur til RÚV Í næstsíðasta þætti af How to Look good Naked heimsækir Carson tveggja barna móður. konan hefur ekki verið ánægð með líkama sinn síðan hún gekk með seinna barnið. konan er búin að losa sig við aukakílóin en vantar sjálfsöryggið og forðast spegla eins og heitan eldinn. Tískulöggan Carson kressley úr Queer Eye hefur hjálpað konum með lítið sjálfsálit til að endurheimta það aftur. Carson fílar konur með alvörubrjóst, mjaðmir og læri og vill að þær hugsi það sama um líkama sinn. Í kvöld verður sýndur fyrsti þáttur af October road. Heimkoman er bandarísk þáttaröð sem fjallar um ungan skáldsagnahöfund sem snýr aftur í heimahagana til að styrkja böndin við vini og vandamenn. Nick garret lítur á það sem gott tækifæri að fara aftur í heimabæ sinn til að sjá hvað hefur breyst á þeim árum sem hann var í burtu. Nick hafði sært vini sína með því að skrifa bók þar sem hann ljóstraði upp leyndarmálum þeirra og varð hún metsölubók. Meðal leikara eru Brad William Henke, Bryan greenberg, og Evan jones. Fjórar nánar vinkonur búa allar og starfa í New York. Á yfirborðinu virðist líf þeirra fullkomið en líkt og hjá mörgum konum er það aðeins á yfirborðinu. Í hverjum þætti þurfa þær að glíma við ýmis vandamál hvort sem þau snúa að vinnunni eða maka. vinkonurnar eru mjög ólíkar en samt geta þær rætt allt sín á milli. Lífið getur breyst á stuttum tíma eða aðeins við eitt samtal við maka eða yfirmann. Þátturinn höfðar bæði til kvenna sem karla. Mörgum brá í brún þegar leikkon- an Katherine Heigl neitaði að hún ætti skilið að vera tilnefnd til Emmy- verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum Grey's Anatomy á þessu ári. Heigl fannst hún ekki eiga tilnefninguna skilið því að hún hafi ekki fengið nógu mikið og gott efni frá hand- ritshöfundum þáttanna til að sýna sitt besta. Ummælin virkuðu eins og árás á höfundana og hefðu getað verið liður í því að hún myndi hætta í þáttunum til að geta einbeitt sér betur að farsælum kvikmyndaferli. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hollywood er það þó ekki uppi á teningnum. Heigl, sem vann Emmy- verðlaun fyrir þættina á síðasta ári, segist ætla að halda áfram að leika læknanemann Izzie því fólkið í kringum þættina sé orðið næstum eins og fjölskyldan hennar. Hvort þetta er satt á eftir að koma í ljós, því Katherine er rísandi stjarna í kvik- myndaheiminum. Myndir hennar Knocked Up og 27 dresses hafa báð- ar hlotið mikla aðsókn og Kather- ine sjálf þykir ekki aðeins fanta- góð, heldur ansi heit líka. Ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær hún verði of stór fyrir sjónvarpið, en þangað til geta áhorfendur fylgst með henni í Grey's Anatomy. CASHMERE MAFIA STÖÐ 2 KL. 21.05 HEIMKOMAN SJÓNVARPIÐ KL. 21.15 Nú þegar Evrópumótinu í knatt- spyrnu er lokið er ekki úr vegi að líta um öxl og fara yfir frammistöðu Rík- issjónvarpsins sem sýndi frá mót- inu. Áður en keppnin hófst beindust áhyggjur mínar að þeim sem lýstu frá keppninni. Margir þeirra hafa til- tölulega litla reynslu samanborið við reynsluboltana hjá Stöð 2 Sport. Þegar á heildina er litið tókst mót- ið nokkuð vel hjá RÚV. Dagskráin í kringum leikina var ágæt, þó ekki jafngóð og ítarleg í kringum Meistara- deildina hjá Stöð 2 Sport í vetur. Þar komu öll mörk kvöldsins strax eftir leik en hjá RÚV var samantektin ekki fyrr en klukkan hálf ellefu á kvöldin. Fullseint fyrir þá sem þurfa að mæta til vinnu klukkan sjö á morgnana og vilja vera sofnaðir klukkan ellefu. Þar missir RÚV eina stjörnu af fimm mögulegum. Þá að þeim sem lýstu frá keppn- inni. Íþróttafréttamenn Ríkissjón- varpsins stóðu sig með ágætum. Þó fannst mér á köflum eins og þeir kæmu ekki nægjanlega vel undirbún- ir til leiks og vantaði hreinlega grunn- þekkingu á þeim leikmönnum sem voru að spila. Einn lýsirinn sagði til að mynda alltaf: „Daníel Gúsa“ en nafn- ið er borið fram „Daníel Gísa“. Þetta er kannski algjör tittlingaskítur en skiptir samt máli fyrir þann sem horf- ir á og veit betur. Þá sagðist einn lýsir- inn „halda“ að Thomas Hitzlsperger, leikmaður þýska liðsins, hefði spilað eitt tímabil með West Ham. Það var að sjálfsögðu ekki rétt þar sem hann spilaði með Aston Villa á árunum frá 2001 til 2005. Svekkjandi fyrir stuðn- ingsmenn Aston Villa. Hálf stjarna þar. Þá fannst mér aðstoðarmennirnir sem RÚV bauð upp á ekki vera upp á marga fiska, að Kristjáni Guðmunds- syni undanskildum. Hálf stjarna þar. Að öðru leyti getur Ríkissjón- varpið borið höfuðið hátt. Ég verð að hrósa þeim Pétri Marteinssyni og Auðuni Helgasyni fyrir skemmtilega innkomu fyrir leiki, í hálfleik og að loknum leikjum. Þeir komu skemmti- lega á óvart og greindu leikina vel. Þá stendur Þorsteinn J. alltaf fyrir sínu. Niðurstaðan er því þrjár stjörnur. Einar Þór Sigurðsson vegur og metur frammistöðu RÚV á EM. pRESSAN Katherine heigl: Katherine Heigl er ein heitasta gellan í Hollywood um þess- ar mundir. Hún sló í gegn í þáttunum Grey's Anatomy en síðan þá hefur frægðarsól hennar risið hátt. Leikkon- an fullyrðir að hún muni samt sem áður halda áfram að leika í Grey's. Stöð 2 Extra sýnir um þessar mundir gamanþáttröðina um Seinfeld fjóra virka daga vikunnar og um helgar. jerry Seinfeld er uppistandari og nýtur mikillar kvenhylli. Hann á í stökustu vandræðum með eðlileg samskipti við annað fólk því hann er svo smámuna- samur og sérvitur. jerry á góðan vinahóp sem stendur við hlið hans en þau eru álíka skrítin og hann. Þau jerry, george, Elaine og kramer taka upp á afar fáránlegum tiltækjum. gamlir og góðir þættir sem vert er að horfa á aftur. SEINFELD STÖÐ 2 EXTRA KL. 20.00 HOW TO LOOK GOOD... SKJÁREINN KL. 21.50 LEIKUR ÁFRAM 16.15 Landsmót hestamanna (1:7) 16.35 Leiðarljós Guiding Light 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Kappflugið í himingeimnum Oban Star-Racers (22:26) 17.55 Alda og Bára Ebb and Flo (21:26) 18.00 Disneystundin 18.01 Alvöru dreki (32:35) 18.23 Sígildar teiknimyndir (10:20) 18.30 Nýi skólinn keisarans (36:42) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.00 Baldni folinn Rough Diamond (2:6) 20.50 Úr vöndu að ráða Miss Guided (4:7) 21.15 Heimkoman October Road (1:6) 22.00 Tíufréttir 22.25 Landsmót hestamanna Stuttur samantektarþáttur frá Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu. 22.40 Saga rokksins Seven Ages of Rock (6:7) Bresk heimildaþáttaröð um sögu rokktón- listar frá því um 1960 og til nútímans. Í þessum þætti er fjallað um bandaríska neðanjarðarpönkið á níunda áratugnum og grönssprenginguna á þeim tíunda. Við sögu koma R.E.M., Nirvana, The Pixies, Kurt Cobain, Black Flag, Pearl Jam, Sonic Youth og The Replacements. 23.30 Kastljós 23.50 Dagskrárlok 07:15 Rachael Ray (e) 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Dynasty (e) 09:30 Vörutorg 10:30 Óstöðvandi tónlist 15:35 Vörutorg 16:35 Girlfriends 17:00 Rachael Ray 17:45 Dr. Phil 18:30 Dynasty 19:20 Kid Nation (e) 20:10 What I Like About You (4:22) 20:35 Top Chef (8:12) 21:25 Style Her famous (4:10) Stjörnustílistinn Jay Manuel kennir konum að klæða sig, mála og greiða eins og stjörnurnar í Hollywood. 21:50 How to Look Good Naked (7:8) 22:20 Secret Diary of a Call Girl (7:8) 22:50 Jay Leno 23:40 Eureka (e) Bandarísk þáttaröð sem gerist í litlum bæ með stórt leyndarmál. Þar hefur helstu snillingum heims verið safnað saman og allt getur gerst. 00:30 Dynasty (e) Ein frægasta sjónvarpssería allra tíma. Blake Carrington stýrir olíufyrirtæki og hann er umkringdur konum sem eru óhræddar við að sýna klærnar þegar þess þarf. 01:20 Girlfriends (e) Skemmtilegur gamanþáttur um vinkonur í blíðu og stríðu. Háðfuglinn Kelsey Grammer er aðalframleiðandi þáttanna. 01:45 Vörutorg 02:45 Óstöðvandi tónlist 18:05 Gillette World Sport 18:35 PGA Tour 2008 - Hápunktar 19:30 Kraftasport 2008 Sterkasti maður Íslands 20:00 King of Clubs (AC Milan) Vandaður þáttur þar sem farið er í saumana á því hvað gerir AC Milan að einu stærsta og sigursælasta knattspyrnuliði veraldar. 20:30 Meistaradeildin - Gullleikir (AC Milan - Barcelona 1994) 22:15 Landsbankamörkin 2008 23:15 Main Event World Series of Poker 2007 (#7) Á Heimsmótaröðinni í póker setjast snjöl- lustu pókerspilarar heimsins að spilaborðinu og keppa um stórar fjárhæðir. 16:00 Hollyoaks (222:260) 16:30 Hollyoaks (223:260) 17:00 Seinfeld The English Patient (17:22) 17:30 Special Unit 2 (5:19) 18:15 Skins (1:9) 19:00 Hollyoaks (222:260) 19:30 Hollyoaks (223:260) 20:00 Seinfeld (17:22) 20:30 Special Unit 2 (5:19) 21:15 Skins (1:9) 22:00 Shark Hákarlinn (16:16) 22:45 Traveler (5:8) Hörkuspennandi þáttaröð í anda 24 og Prison Break. Tveir skólafélagar standa skyndilega frammi fyrir því að vera hundeltir af alríkislögreglunni og eru hafðir fyrir rangri sök um að hafa valdið hryðjuverkasprengju á safni. Í fyrstu halda þeir að um einskæra tilviljun og einskæra óheppni sé um að ræða en á flótta sínum komast þeir að því að annað kunni að vera uppi á teningnum. Beinast þá spjótin að vini þeirra Will Traveler. Nú þurfa þeir að hafa uppi á honum til þess að fá svör og aðstoð við að sanna sakleisi sitt en svo virðist sem hann sé horfinn af yfirborði jarðar. 23:25 Twenty Four 3 (6:24) 00:10 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV 07:00 Sylvester og Tweety 07:25 Camp Lazlo 07:45 Tommi og Jenni 08:10 Oprah 08:50 Í fínu formi 09:05 Bold and the Beautiful Glæstar vonir 09:25 La Fea Más Bella Ljóta Lety (96:300) 10:10 'Til Death Til dauðadags (18:22) 10:40 My Name Is Earl Ég heiti Earl (12:22) 11:10 Homefront Heimavöllur (17:18) 12:00 Hádegisfréttir 12:30 Neighbours Nágrannar 12:55 Sisters Systurnar (21:24) 13:45 Grey's Anatomy Læknalíf (24:36) Allar hjúkkurnar á Seattle Grace spítalanum fara í verkfall. Izzy sinnir óléttri konu ásamt Addison. 14:30 Derren Brown: Hugarbrellur (1:6) 14:55 Friends Vinir 15:20 Friends Vinir 7 (5:24) 15:55 Skrímslaspilið Yu Gi Oh 16:18 BeyBlade Snældukastararnir 16:43 Könnuðurinn Dóra 17:08 Ruff's Patch 17:18 Tracey McBean 17:28 Bold and the Beautiful Glæstar vonir 17:53 Neighbours Nágrannar 18:18 Markaðurinn og veður 18:30 Fréttir 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:15 Víkingalottó 19:20 Veður 19:30 The Simpsons (11:22) 19:55 Friends Vinir (12:23) 20:20 Flipping Out (4:7) 21:05 Cashmere Mafia (3:7) 21:50 Medium Miðillinn (13:16) Allison Dubois er ósköp venjuleg eiginkona og móðir í úthverfi sem býr yfir harla óven- julegum, yfirnáttúrulegum hæfileikum sem gera henni kleift að sjá og eiga samskipti við hina framliðnu. 22:35 Oprah 23:20 Grey's Anatomy Læknalíf (25:36) 00:05 Women's Murder Club (3:13) 00:50 Moonlight Mánaskin (5:16) 01:35 Campfire Stories Varðeldasögur 03:10 Crossing Jordan Réttarlæknirinn (1:21) 03:55 Flipping Out (4:7) 04:45 Cashmere Mafia (3:7) 05:30 Fréttir og Ísland í dag SJÓNVARPIð 08:00 Pelle Politibil 10:00 Agent Cody Banks 2 12:00 Stick it 14:00 Wild Hogs 16:00 Pelle Politibil 18:00 Agent Cody Banks 2 20:00 Stick it 22:00 Marked for Death b 00:00 Hybercube: Cube 2 b 02:00 La Vie Nouvelle (A New Life) b 04:00 Marked for Death b 06:00 12 Days of Terror SKJáREINN 18:05 Premier League World 18:35 Football Icon 19:25 Bestu bikarmörkin (Liverpool Ultimate Goals) 20:20 10 Bestu Ríkharður Jónsson 21:10 PL Classic Matches (Man United - Ipswich. 94/95) 21:40 Masters Football (North West Masters) STöð 2 SPORT STöð 2 SPORT 2 STöð 2 BÍÓ STöð 2 STöð 2 ExTRA LæKNANEMANN IzzIE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.