Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Síða 30
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Mugison heldur tónleika á agnarsmáa kaffihúsinu Patr- onaat í Haarlem í Hollandi 18. júlí næstkom- andi. Villi Ásgeirsson, sem á nokk- ur tónlistar- myndbönd að baki, verður á staðnum og tekur tónleikana upp á tvær myndavélar. Hann segir frá því á heimasíðu sinni að ætl- unin sé að hafa myndbandið einfalt og stílhreint, enda staðurinn og umfangið lítið. Afraksturinn verður svo settur á YouTube þar sem Íslend- ingum og öðrum aðdáendum Mugisons gefst tækifæri til að berja Vestfirðinginn augum. Frekari upplýsingar eru á patronaat.nl fyrir þá sem tala hollensku. n Facebook heldur áfram að vaxa og dafna og nú er söng- konan Emilíana Torrini komin með síðu. Á síð- unni henn- ar kemur fram að aðdáend- ur hennar á Facebook séu rúm- lega átján þúsund. Mikil eftirvænting rík- ir meðal aðdáenda hennar um hvenær von sé á nýju plötunni hennar. Á aðdáendasíðunni emiliana.nu er því haldið fram að nýi diskurinn komi út í ág- úst eða september og sé tals- vert ólíkur Fisherman’s Wom- an. Bæði lögin sjálf og hljómur plötunnar. n Kvikmyndin Skrapp út, sem Sólveig Anspach leikstýrir, verður frumsýnd 8. ágúst næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Zik Zak kvikmynda sem framleiðir myndina. Myndin segir frá ljóðskáldinu, uppvaskaran- um og maríjúanadílernum Önnu Hall- grímsdótt- ur sem býr í Reykjavík með tveim- ur son- um sínum. Anna er orðin þreytt á lífinu og kuldanum á Íslandi og langar að sýna sonum sínum heim- inn. Dag einn tekur hún til sinna ráða. Í aðalhlutverkum eru skáldkonan Didda, Joy Doyle og Ingvar E. Sigurðs- son. Hver er maðurinn? „Sigurbjörn Bárðarson, tamninga- meistari, reiðkennari og hestaút- flytjandi.“ Hvað drífur þig áfram? „Mikill áhugi og metnaður. Eilíf löngun í samveru við hestinn.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ég er vinnusamur og metnaðarfull- ur. Set mér markmið og vinn hart að því að ná þeim. “ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? „Ég horfði í að verða slökkviliðs- maður og vörubílstjóri.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spila ekki á hljóðfæri en hef mjög gaman af því að syngja, það er partur af hestamennskunni.“ Hvaða bók last þú síðast? „Thorsarana. Ævisögu Thors Jensen, stofnanda Kveldúlfs í Reykjavík.“ Ert þú pólitískur? „Ekkert sérstaklega held ég.“ Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? „Það verður nú ekkert sumarfrí hjá mér. Sumarið er vertíðartími hesta- manna.“ Keppir þú mikið á Landsmót- inu? „Já, sjálfur keppi ég á tíu hrossum en krakkarnir mínir keppa líka. Það er öll fjölskyldan í þessu.“ Hvað er það skemmtilegasta við Landsmót hestamanna? „Fyrir mig sem keppanda er gaman að ná góðum árangri. Auk þess fæ ég mikið út úr því að fylgjast með gæð- ingum og kynbótahrossum. Lands- mótið er veisla fyrir mann eins og mig.“ Hvaða eiginleikum reynir þú að ná fram við ræktun á þínum hrossum? „Geðslagið er ofarlega, gangrými og fegurð, að hann hafi þessa góðu kosti.“ Hvar á landinu eru flottustu hrossin? „Ræktunin hefur færst í ríkum mæli á Suðurland. En auðvitað eru glæsi- hross úti um allt land.“ Er hestamennska hættulegt áhugamál? „Hún er eins og hver önnur atvinnu- grein og áhugamál. Það leynast alls staðar hættur, en hestamennska er ekki hættulegri en annað sport.“ Er hestamennskan í sókn eða vörn? „Hún er í mikilli sókn. Það er sífellt aukinn áhugi á íslenska hestinum bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur mikil hugaráhrif á fólk, fjöl- hæfni hans er mikil.“ Átt þú þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Það mundi vera sveitasetur fjöl- skyldunnar, Oddhóll á Rangárvöll- um.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Fram undan er að klára Landsmót- ið sem er út þessa viku. Síðan er það bara að halda áfram að takast á við lífið í fjölskyldufaðmi.“ Hver er draumurinn? „Að fjölskyldunni vegni vel og að öllum heilsist sem best.“ MAÐUR DAGSINS Landsmótið er veisLa fyrir mig Sigurbjörn Bárðarson er einn ástsælasti hestamaður Íslands. um þessar mundir fer Landsmót hestamanna fram á gaddstaðaflötum á Hellu. Sigurbjörn er spenntur og keppir sjálfur á tíu hestum á mótinu. BókStAfleGA „Það er vitað mál að Frakkar eru ógeðsleg- ir. Þetta er land trefl- anna [...] Þeir sitja á kaffihúsum allan daginn og éta snigla.“ n Egill Einarsson, betur þekktur sem gillzenegger. Frá tískuvikunni í París berast þær fréttir að hnakkatískan sé að líða undir lok. – dv „Svo hjálpar til að vera með innfæddum. Þeir geta sagt við mannætu sem ætlar að éta mig: „Nei, ekki éta“.“ n Sigurður Eggertsson handboltamaður sem er á leið til keníu á mánudaginn. Hann býst fastlega við að rekast á mannætur þar. - Fréttablaðið „Fólk sem gerir sér daga- mun í sumarfríinu með því að fá sér í glas áttar sig kannski ekki á því hversu næm börnin eru á þetta.“ n valgerður rúnarsdóttir, læknir á vogi. Sala á hvítvíni var rúmlega 50% meiri í júlí og ágúst í fyrra heldur en í september og október. - 24 stundir „Lögguna vantar nefnilega ekki sérsveit. Hún þarf menn eins og Pólverjann. Eða eins og Sæma rokk, sem róaði brjálæðinga niður með ljúfum hætti.“ n jónas kristjánsson um atvikið þegar pólskur maður róaði drykkjurút í grímsey um síðustu helgi. - jonas.is „Það var gott að fá disk- inn í hend- urnar því fæðingin er búin að vera löng og erfið, enda þurf- um við að standa undir miklum væntingum.“ n Einar Bárðarson um nýja diskinn hans garðars Cortes sem kom út á mánudaginn. - 24 stundir „Nú er há- skólanámið málið.“ n Þór Sigurðsson afplánar fangelsisdóm fyrir manndráp. Hann stefndi á að læra lögfræði við Háskólann í reykjavík í haust en skólinn samþykkti það ekki. Hann mun því stunda fjarnám við Bifröst. - dv „Stemning- in er alveg rosalega góð. Það eru all- ir mjög spenntir og við ætlum að gera okkur besta.“ n Benedikt Freyr jónsson í Blood- group. Hljómsveitin spilar á Hróarskeldu á morgun. - 24 stundir Jurtir sem eru notaðar í náttúrulyfjum verða til sýnis í Grasagarðinum: Náttúrulækningajurtir „Það sem ég ætla að gera er að kynna þær plöntur sem við ræktum hér eða þær sem notaðar eru meðal annars í lyf,“ segir Jóhanna Þormar, garðyrkjufræðingur og hómópati. Næstkomandi sunnudag mun Jó- hanna halda sýningu í Grasagarð- inum á þeim jurtum sem þau rækta og ætlar hún að fjalla um þær og notkun þeirra. „Þetta eru um þrjá- tíu tegundir sem ég ætla að kynna. Þær plöntur sem tilheyra lækninga- jurtum eru afmarkaðar frá hinum hér í garðinum,“ segir Jóhanna. „Við erum með um fjögur þúsund sýn- ishorn af jurtum og plöntum hér í garðinum. Við reynum að dekka það mesta af öllum mögulegum plöntum. Minnsti parturinn hjá okkur er þær jurtir sem eru notaðar í lyfja- iðnaðinum en þær jurtir sem ég ætla að sýna eru algengar í náttúru- lyfjum nú til dags,“ segir Jóhanna. Jurtir hafa verið notaðar til að bæta heilsu og lækna mein manna frá örófi alda og enn í dag eru jurtir notaðar í lyfjaiðnaði. Margir í heim- inum í dag þurfa að reiða sig á nátt- úrulyf. Grasagarðar voru oft tengd- ir læknaskólum og spítölum áður fyrr og flestir grasagarðar tileinka lækningajurtum ákveðin svæði, líkt og Grasagarðurinn í Laugardalnum hefur gert. Sýningin hefst klukkan ellefu og er mæting við Laugatungu. Fræðsl- an er opin fyrir alla og er öllum vel- komið að koma og hlusta á Jóhönnu fræða fólk um jurtirnar og sjá er- lendar jurtir sem notaðar eru í lyf. berglindb@dv.is gRASAgARÐUR jóHanna ÞorMar ætLar að kynna Fyrir FóLki Þær Lækningajurtir SEM ræktaðar Eru Í graSagarðinuM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.