Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 2
Werner Rasmussen
Forstjóraskíptí
oíð dönsku framleíðnístofnimína
(Handelsministeriets Produktivitetsudvalg, HMPU)
Oiva Rydeng
Hinn 31. júlí lét Werner Rasmus-
sen af forstöðu dönsku framleiðni-
stofnunarinnar. Veitir liann nú for-
stöðu þeirri deild danska viðskipta-
málaráðuneytisins, sem hefur eftirlit
með tæknilegri menntun þeirra, sem
starfa í þágu iðnaðar, m. a. iðnaðar-
manna, verkfræðinga o. fl.
Werner Rasmussen kom hingað til
lands síðla árs 1955 ásamt Olav Skog-
en, forstjóra Norsk Produktivitets-
institutt, og Christjan Guðnason verk-
fræðingi við Industrirádet, og var til-
gangur þeirrar heimsóknar að kynna
störf stofnana þeirra í þágu fram-
leiðnimála. Eignaðist Rasmussen
marga kunningja hér við það tæki-
færi. Hann sjálfur og stofnun hans
hafa jafnanverið reiðubúin að greiða
fyrir kynnisheimsóknum íslendinga í
dönsk fyrirtæki og stofnanir og sömu-
leiðis að leysa úr hvers konar fyrir-
spurnum, tæknilegum sem öðrum, er
IMSÍ hefur leitað með til HMPU.
Frá 1. janúar 1958 að telja tók
Oiva Rydeng, áður deildarstjóri við
þá deild Framleiðniráðs Evrópu
(EPA), sem fer með dreifingar- og
markaðsmál, við starfi Rasmussens
við HMPU. Má því segja, að við taki
annar góðkunningi ýmissa aðila hér,
þ. á. m. Iðnaðarmálastofnunarinnar,
því að Rydeng hefur í starfi sínu hjá
EPA sýnt íslenzkum málefnum mik-
inn áhuga og velvild. Hafa t. d. allir
dreifingarsérfræðingar frá EPA, sem
heimsótt hafa ísland, komið hingað
með hans fyrirgreiðslu. Sjálfur hef-
ur Rydeng komið hingað tvívegis í
erindagerðum EPA.
Við starfi Rydengs við EPA tók
franskur maður, J. R. Herrenschmidt.
S. B.
Upphaf að STÖÐLUN í BYGGINGARIÐNAÐI
IMSÍ setur á stofn byggingartækniráð
Eins og kúnnugt er, á Iðnaðar-
málastofnun íslands að hafa með
höndum skipulagningu og fram-
kvæmdir í stöðlunarmálum.
Stofnunin hefur á liðnum árum
unnið að ýmsum undirbúningi stöðl-
unar hér á landi, m. a. viðað að sér
erlendum stöðlum og ritum, sem að
gagni mega koma við þessa starfsemi,
og einnig hefur einn af verkfræðing-
um stofnunarinnar, Jón Brynjólfsson,
sem unnið liefur mest að undirbún-
ingnum, dvalizt erlendis til að kynn-
ast stöðlunarmálum.
Þar eð sýnt er, að áhugi er mikill
og þörf fyrir stöðlun í byggingariðn-
aði hér á landi, hefur þótt rétt að ríða
fyrst á vaðið á þessum vettvangi, og
hafa nú eftirtaldir aðilar að ósk IMSl
tilnefnt tilgreinda menn í svokallað
Byggingartækniráð IMSl, sem mun
hafa umsjón með stöðlun í bygging-
ariðnaði.
Arkitektafélag Islands — Sigmund
Halldórsson byggingarfulltrúa,
Atvinnudeild Háskólans — Harald
Ásgeirsson, forstöðumann Bygging-
arefnarannsóknardeildar,
Húsnæðismálastofnun ríkisins —
Halldór Halldórsson framkvstj.,
Landssamband iðnaðarmanna —
Tómas Vigfússon húsameistara,
Verkfræðingafélag íslands •—-
Helga H. Árnason byggingaverkfr.,
en auk þess mun Jón Brynjólfsson
taka sæti í ráðinu af hálfu Iðnaðar-
málastofnunar íslands.
Byggingartækniráði IMSÍ eru ætl-
uð eftirfarandi verkefni:
1. Að annast undirbúning og hafa
umsjón með stöðlun í byggingar-
iðnaði í samráði við stofnunina
með því m. a. að:
a) Fjalla um og gera tillögur um
verkefni, m. a. með hliðsjón af
erlendum stöðlum.
b) Gera tillögur um val fulltrúa í
stöðlunarnefndir.
c) Samræma störf einstakra stöðl-
unarnefnda og endurskoða
staðlafrumvörp, sem frá þeim
koma.
2. Að stuðla að hagnýtingu tækni-
legrar þekkingar, rannsókna og at-
hugana á sviði byggingariðnaðar
með því að beita sér fyrir útgáfu
fræðslurita og annarri fræðslu-
starfsemi.
3. Að vera IMSÍ til ráðuneytis í
Framh. á 123. bls.
106
IÐNAÐARMÁL