Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 15
19 LEIÐIR TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI
0.
INNANHÚSSFLUTNINGAR
og niðurskipun í verksmiðjum
um undirbúninginn undir stofnun
kjörbúðarinnar, því hann var mikill.
Áður en verzlunin tók til starfa og
endanlegt fyrirkomulag væri ákveð-
ið, sendi ég væntanlegan verzlunar-
stjóra, Hrein Halldórsson, til Noregs,
þar sem hann dvaldist nokkra mán-
uði við að kynna sér rekstur og starf-
semi kjörbúða. Naut hann þar góðr-
ar fyrirgreiðslu bæði einstakra kaup-
manna, sem voru nýlega byrjaðir á
rekstri slíkra verzlana, og samtaka,
sem vinna að nýjungum í verzlunar-
háttum. Fyrir milligöngu IMSÍ komst
ég í samband við norskt fyrirtæki,
sem þar í landi stendur fremst í smíði
innréttinga fyrir kjörbúðir. Keypti
ég innréttingar, körfur og vagna frá
þessu fyrirtæki. Má með sanni segja,
að IMSI kom mér á sporið í sam-
bandi við mörg framkvæmdaratriði
við stofnun kjörbúðarinnar.
— Hver er reynsla þín af rekstri
kjörbúðarinnar?
— Hún er góð. Mér var í upphafi
ljóst, að tilvera kjörbúðar af þessari
stærð með jafnmörgu starfsfólki er
fyrst og fremst undir því komin, að
nægilegur fólksfj öldi búi í næsta ná-
grenni við þann stað, sem kjörbúð er
staðsett. Góð kjörbúð krefst ákveðins
lágmarksfjölda starfsmanna, ef hún á
að vera rekin á viðunandi hátt. Þessi
lágmarksfjöldi getur hins vegar af-
kastað mun meiri afgreiðslu á sama
tíma en sami fjöldi starfsmanna í
verzlun með gamla fyrirkomulaginu.
Kjörbúðarfyrirkomulagið krefst þétt-
býlis, sem hefur í för með sér hraða
veltu.
íbúar þ ess hverfis, sem skipta við
Melabúð, hafa látið í ljós ánægju sína
yfir kj örbúðarfyrirkomulaginu. Fólk
vandist því fljótlega að afgreiða sig
sjálft og þykir nú þægilegt að geta
gengið beint að þeim vörum, sem það
þarfnast.
Eitt mikilvægasta atriðið í sam-
bandi við rekstur kjörbúða, er, að
svo til allar vörur verzlunarinnar eru
frammi í búðinni sjálfri, þar sem
væntanlegir kaupendur geta séð þær,
en ekki í bakherbergjum eða geymsl-
Fraxnh. á 121. bl*.
Með niðurskipun í verksmiðjum eða
verkstæðum er átt við innbyrðis afstöðu
hinna ýmsu deilda, véla, vinnubekkja og
birgðageymslna. Orðið innanhússflutning-
ar er notað til að lýsa ferðum eða flutningi
efnis og hluta á milli þessara vinnusvæða,
en einnig er orðið notað yfir alla með-
höndlun efnis og vörunnar á vinnustað.
Innanhússflutningar og niðurskipun eru
mjög háð hvort öðru og einn liður í vinnu-
lagsathugunum. Vel skipulögð staðsetning
vinnusvæða, véla og birgðageymslna dregur
mjög úr allri ónauðsynlegri meðhöndlun og
lækkar því framleiðslukostnaðinn, jafn-
framt því sem framleiðni fyrirtækisins
eykst.
Rannsókn, sem þýzka framleiðnistofnun-
in (RKW) hefur nýlega gert í mörgum,
litlum trésmíðaverkstæðum þar í landi, sýn-
ir, að mjög mikill hluti af tíma starfsmanna
fer í innanhússflutninga og meðhöndlun
efnis, eða eins og eftirfarandi tafla ber með
sér:
Starfsemi
Unnið við bandsög..........................
— — hjólsög..........................
— — afréttara (planer) ..............
— — mótunarvél ......................
— — slípivél (belt sander) ..........
— — vinnubekk .......................
Eins og taflan sýnir, fer yfirleitt meiri
hluti af vinnutíma manna í trésmíðaverk-
stæðunum í innanhússflutninga og með-
höndlun efnis. Endurbætur á niðurskipun
og innanhússflutningum myndi því veita
meiri tíma til sjálfra framleiðsluverkanna
og hafa mikinn spamað í för með sér. Svip-
uð hlutföll meðhöndlunar- og starfstíma em
eflaust í mörgum öðmm iðngreinum, sér-
staklega hjá smærri iðnfyrirtækjum, sem
hafa ekki gefið nægilegan gaum að góðri
niðurskipun né hentugum innanhússflutn-
ingatækjum.
Meginregla góðrar niðurskipunar er, að
vinnslurásin sé sem beinust. Þetta getur átt
við alla verksmiðjuna í heild, sumar deild-
ir hennar eða hluta hennar, enda þótt nauð-
synlegt kunni að reynast að breyta út af,
sérstaklega við verk, sem eru gerð eftir
pöntunum.
Fyrirmyndar-niðurskipun er það, þegar
hráefnið kemur inn um annan enda verk-
smiðjunnar og fer sem fullunnin vara út um
hinn enda hússins eftir að hafa farið í gegn-
um hin ýmsu vinnslustig. Einnig mætti hrá-
efnið koma inn um einar dyr verksmiðjunn-
ar, fara í hringrás í gegnum verksmiðjuna
í gegnum öll vinnslustigin og að lokum út
um sömu dyr sem fullunnin vara. Þessi nið-
unskipun á bezt við þar, sem húsnæðið er
ekki hentugt fyrir beina vinnslurás, eða þar,
sem flutningatækjum verður aðeins við
komið við annan enda vinnslurásarinnar.
Oft getur reynzt erfitt að koma á slíkri
Hluti starfstímans við Hluti starfstimans
flutninga og meShöndlun við sjálft verkið
% %
23 til 93 7 til 77
um 25 um 75
— 53 — 47
— 86 — 14
— 53 — 47
43 til 86 14 til 57
fyrirmyndar-niðurskipun, en því nær henni
sem komizt verður, þeim mun betri mun
vinnslurásin yfirleitt reynast og þeim mun
minni verður vinnukostnaðurinn.
Skipulagning nýrrar verksmiðju
Þegar hafizt er handa um að skipuleggja
nýja verksmiðju, má fyrirfram gera sér
grein fyrir, hvaða tegund verksmiðjubygg-
ingar hentar bezt, hver sé heppilegust stað-
setning verksmiðjunnar, staðsetning véla,
birgðageymslna og skrifstofa — allt eftir
því, hver framleiðslan á að vera. Sem dæmi
IÐNAÐARMAL
119