Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 9
K i I ■ ■ o R B w U D I R komið. (Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson). Á ÍSLANDI Fyrir tæplega þrem árum, nánar tiltekið 26. febrúar 1955, birtist í dagblaði einu í Reykjavík stutt frétt, sem var undir fyrirsögninni: Taka sjálfsafgreiðslubúðir til starfa hér á næstunni? í þessari frétt segir m. a. frá því, að sjálfsölubúðir séu nýtt af- greiðslufyrirkomulag, sem eigi vax- andi vinsældum að fagna víða um lönd, og að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hafi á prjónunum fyrir- ætlanir um að koma slíkri verzlun á fót í Reykjavík. Síðan segir orðrétt: „Einmitt þegar þessar fyrirætlanir Sambandsins eru að komast í fram- kvæmd, er hér á landi staddur banda- rískur sérfræðingur, sem hingað er kominn á vegum Viðskiptamálaráðu- neytisins og Iðnaðarmálastofnunar- innar til að leiðbeina um verzlun og vörudreifingu. Hefur hann kynnt sér og gert tillögur varðandi vörudreif- ingu Sambandins og nærliggjandi kaupfélaga og verzlana í Reykjavík.“ Sérfræðingur sá, sem getið var í framangreindri frétt, var Mr. George R. Lindahl, sem dvaldist hér dagana 21.—26. febrúar 1955, en í 3. hefti Iðnaðarmála frá 1955 er skrifað um dvöl hans hér. Með komu sinni hing- að og því kynningarstarfi á sjálfsaf- greiðslufyrirkomulagi í verzlunum, sem Lindahl vann hér, er óhætt að segja, að hann hafi vakið athygli og áhuga íslenzkra kaupsýslumanna fyr- ir þeirri þróun, sem átt hafði sér stað í nokkur ár í innréttingu og skipu- lagningu smásöluverzlana í Vestur- Evrópu. Margir íslenzkir kaupsýslu- menn höfðu þegar komið auga á þess- ar rniklu breytingar á erlendum verzl- unum, en lítið hafði verið gert til þess að færa íslenzkar verzlanir í þetta nú- tímahorf. Eftir dvöl Mr. Lindahls hér kom mikill fjörkippur í framkvæmd þess- ara mála. Reyndist vera mikill áhugi á frekari fræðslustarfsemi um sjálfs- afgreiðslu og nýjungar í vörudreif- ingu, og hafði IMSÍ forgöngu um út- vegun erlendra sérfræðinga. A árinu 1955 komu sex sérfræðingar í rekstri og skipulagningu smásöluverzlana til landsins auk Mr. Lindahls. Fluttu þeir fyrirlestra á fjölmennum námskeið- um verzlunar- og kaupsýslumanna, auk þess sem þeir heimsóttu fyrir- tæki. Fljótlega vaknaði einnig áhugi á því með verzlunarstéttinni að kynn- ast rekstri erlendra sjálfsafgreiðslu- verzlana af eigin raun. Fóru margir utan þessara erinda, m. a. sex manna hópur til Bandaríkjanna á vegum IMSÍ. En með þessum aðgerðum var ekki látið staðar numið, heldur hefur stöð- 11S IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.