Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 8
góðum árangri. Verksmiðjur SÍS
og KEA fjórtán talsins settu þarna
upp sameiginlega sölusýningu á vör-
um sínum. Kaupfélögum var boðið að
senda fulltrúa sína, þá sem aðallega
sæju um innkaup og sölu á vörum
verksmiðjanna.
Markmiðið með iðnstefnunni var
tvíþætt: Annars vegar að sýna það,
sem nýtt væri í framleiðslu verk-
smiðjanna, en hins vegar að gefa iðn-
sýningargestum kost á því að kynnast
Fulltrúar á iðnstefnu skoða nýjar gerð-
ir af skóm á skóhverflinum.
af eigin raun, hvernig varan væri
unnin í hinum einstöku verksmiðjum.
Á fyrstu iðnstefnuna komu fáir, en
brátt kom í ljós, að hér hafði verið
fitjað upp á nýmæli, sem átti framtíð
fyrir sér. Síðan hefur þátttakan farið
sífellt vaxandi, þannig að á iðnstefn-
una s.l. haust sendu 85% allra kaupfé-
laga í landinu fulltrúa sína. Ennfrem-
ur mættu þar í boði samvinnusamtak-
anna iðnaðarmálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason og forstöðumenn Innflutn-
ingsskrifstofunnar. Iðnaðarmálaráð-
herra sagði í ræðu við það tækifæri
eitthvað á þessa leið:
„Iðnaðurinn á Akureyri er svo
fjölbreyttur og nýtízkulegur og vör-
urnar svo fallegar og vel unnar, að
gesti, sem notar dagstund til að
heimsækj a samvinnuverksmiðj urnar
og sjá framleiðsluvörurnar, eykst
bjartsýni á framtíð íslenzks iðnaðar
yfirleitt.“
Fyrirkomulag iðnstefnunnar hefur
verið það, að vörusýningin hefur
verið opin fyrir fulltrúana í tvo daga
og sölumenn frá verksmiðjunum
hafa verið viðstaddir hver í sinni
sýningardeild.
Heimsóknir í verksmiðjurnar eru
undir stjórn verksmiðjustjóranna,
sem fá þannig aðstöðu til að útskýra
og sýna, hvernig varan er unnin,
hverjir eru eiginleikar hráefnisins,
hverjir eru möguleikarnir í fram-
leiðslunni, hvað má og hvað ber að
varast í meðferð vörunnar.
Fulltrúarnir hafa margir látið í
ljós þá skoðun sína, að þessar kynn-
ingarheimsóknir í verksmiðjurnar
hafi síðar reynzt sér ómetanlegar í
starfi heima fyrir. Flestar verksmiðj-
urnar eru reknar þannig, að birgða-
söfnun á sér ekki stað, heldur fram-
leitt eftir pöntunum með mismunandi
löngum afgreiðslufresti.
Gildi iðnstefnunnar fyrir verk-
smiðjurnar er því að sjálfsögðu það
fyrst og fremst að fá á tveimur dög-
um verulegt magn af pöntunum,
þannig að hægt er að samræma
vinnsluna meira í hverri einstakri
verksmiðju og skipuleggja framleiðsl-
una betur en ella væri hægt.
Ýmis önnur tækifæri skapast við
að ná í einu til svo margra viðskipta-
vina verksmiðjanna. Sem dæmi má
nefna, að í fyrra var sýndur á iðn-
stefnunni útlendur skóhverfill (það
er uppstillingartæki til að sýna á
skó), sem sannreynt var, að auðveld-
aði verulega afgreiðslu í skóverzlun-
um, auk ýmissa annarra möguleika,
sem hann skapaði í sölu.
Áhugi fulltrúanna var mikill á því
að fá slík tæki í verzlanir sínar, og ár-
angurinn varð sá, að nú eru um tutt-
ugu skóhverflar í notkun víðs vegar
um landið. Þá er eins ógetið, sem er
ekki síður mikilvægt en það, sem að
framan er talið, en það eru þau kynni,
sem takast, þegar menn, sem vinna lík
störf, hittast og miðla hverjir öðrum
af reynslu sinni. Þegar iðnstefnunni
lýkur í hvert skipti og fulltrúarnir
taka að búa sig til heimferðar, er
vörusýningin opnuð fyrir almenning,
en það hefur reynzt mjög vinsæl ráð-
stöfun.
Fólk hefur fjölmennt á sýningarn-
ar og margir látið í ljós undrun sína
yfir því, að íslenzkur iðnaður skuli
vera þess megnugur, sem vöruvalið
sýnir og sannar.
Sú reynsla, sem iðnaður samvinnu-
manna hefur haft af þeim iðnstefn-
um, sem haldnar hafa verið, ánægja
fulltrúanna og gagnkvæmur hagnað-
ur hlutaðeigandi aðila, hlýtur að
auka trú vora og traust á því verki,
sem samtök atvinnuveganna hafa tek-
ið að sér að inna af hendi hér í
Reykjavík. En það er að hrinda í
framkvæmd byggingu vörusýningar-
Nýjungar í sölutækni kynntar á iðn-
stefnunni. Körfur notaðar við sölu á
gami.
skála, þar sem halda megi miklar og
veglegar iðnstefnur í þágu iðnaðar-
ins í landinu og þjóðarinnar í heild
sinni.
íslenzkir samvinnumenn hafa sann-
reynt, að þar er keppt að réttu marki.
Endir.
112
IÐNAÐARMÁL