Iðnaðarmál - 01.06.1957, Page 5

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Page 5
umbúðum, sem draga athyglina frá nafni vörunnar, sjást nú orðið varla. Vöruverð Um vöruverðið er það að segja, að öll hafa fyrirtæki þessi svipuð skil- yrði til hráefnaöflunar, og eru litlir möguleikar fyrir einhvern einn þeirra að skapa sér aðstöðu til öflunar hrá- efna á lægra verði en hinum stendur til boða. Um einkaleyfi, sem skapi einhverju þeirra sérstöðu, er ekki heldur að ræða. Einnig hafa þau öll þrjú fjármagn til þess að notfæra sér nýjustu vélar og tækni. Af þessu leið- ir, að kostnaðarverð á framleiðslu þeirra allra verður mjög svipað. Reyndin hefur því orðið sú, að þau reyna yfirleitt ekki undirboð og verð- stríð, heldur selja þau öll vörur sínar á svipuðu verði. Þrátt fyrir þetta svipaða verð bendir þó ekkert til þess, að um samkomulag um verðlagningu sé að ræða, enda of mikið í húfi, því að í Bandaríkjunum eru í gildi lög, sem banna myndun hringa, og þar sem í hlut eiga þrjú fyrirtæki, sem saman ráða 80—90% af markaðnum, mundi slíkt samkomulag um verð telj ast mj ög alvarlegt brot á þeim lög- um. Einnig eru í gildi í Bandaríkjun- um lög, sem heita „The Robinson- Patman Act“ og kveða þau svo á, að ekki megi mismuna kaupendum í verði nema að því er nemur sannan- legum sparnaði við afgreiðslu stórra pantana. Lög þessi eru að vísu fyrst og fremst sett til verndar smákaup- mönnum í samkeppni við keðjuverzl- anirnar, sem oft gátu fengið lægra verð, vegna þess að þær gerðu stórar pantanir. En lög þessi koma einnig í veg fyrir einstök undirboð í verði, sem miða að því að ná undir sig markaðnum í ákveðinni borg eða ríki, en verðið látið haldast óbreytt að öðru leyti. Af því, sem á undan er sagt, verður ljóst, að hér er um að ræða þrjú fyrir- tæki, sem framleiða sams konar vöru, eins að gæðum og á sama verði, að- eins mismunandi nöfn. En þá er það sem auglýsingarnar koma til skjal- anna. Stutt nafn. Gott dæmi um nýjan þvottadufts- pakka. Auglýsingar Auglýsingastarfsemi þessara þriggja fyrirtækja er svo víðtæk, að hún nær yfir svo að segja allt svið auglýsinga- tækninnar. Þetta sést bezt af því, að þessi þrjú fyrirtæki ásamt stóru bif- reiðaframleiðendunum þremur og fjórum öðrum fyrirtækjum verja mestu allra fyrirtækja Bandaríkjanna til auglýsinga. Þegar á það er litið, sem greint var frá áðan, að mismunur á gæðum og verði á vörum þessara framleiðenda er sama og enginn, að- eins mismunandi nöfn, skyldi maður ætla, að húsmæðrum væri nokkuð sama, hvaða tegund þær notuðu, og létu kaupmanninum eftir að ráða mestu um kaupin, en undir því vilja framleiðendurnir ekki eiga og grípa því til auglýsinganna, sem tala beint til húsmæðranna og fá hverja þeirra til þess að mynda sér ákveðna skoðun um, hvaða tegund hún vilji, áður en hún fer út að gera innkaup sín. Nær undantekningalaust notfæra fyrirtæki í Bandaríkjunum sér þjón- ustu auglýsingaskrifstofa, jafnt stóru auglýsendurnir og þeir smáu. Þetta er ekki einungis vegna þess, að fyrir- tæki þessi hafa sérþekkingu á þessu sviði, heldur einnig vegna þess, að auglýsingaskrifstofur í Bandaríkjun- um og raunar víðast hvar í heiminum fá afslátt frá auglýsingaverði blaða og tímarita, sem nemur 20%, en þennan afslátt geta auglýsendur sjálf- ir ekki fengið. Fyrirtæki eins og sápu- framleiðendurnir þrír, sem hver um sig hafa margar tegundir af hreinlæt- isvörum, skipta auglýsingum um þær niður á fleiri en eina auglýsinga- skrifstofu, bæði til þess að fá meiri fjölbreytni í auglýsingarnar og eins til þess að fá samanburð á fleiri aug- lýsingaaðferðum. Auglýsingaskrifstofurnar hafa mjög náið samstarf við auglýsand- ann, alveg frá því að varan kemur úr rannsóknarstofu fyrirtækisins og ákveðið er að setja hana á markað- inn. Sérfræðingar þeirra eru hafðir með í ráðum um stærð og lögun um- búða, þeir aðstoða við val á nafni á vöruna og ganga frá tillöguuppdrátt- um að útliti umbúðanna. Síðan er lát- in fara fram skoðanakönnun um til- lögurnar og niðurstöður hennar not- aðar við endanlegt val á nafni og um- búðum. Síðan er varan sett á markað í einu eða tveimur ríkjum samkvæmt nákvæmlega gerðri áætlun, og eru þá gerðar samanburðartilraunir við eins lík skilyrði og mögulegt er, með mis- munandi umbúðir og mismunandi auglýsingaaðferðir í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Niðurstöður þessara tilrauna eru svo bornar saman, og sú aðferðin, sem beztan árangur bar, notuð við skipulagningu, sölu og aug- lýsinga á hinum stóra markaði IÐNAÐARMAL 109

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.