Iðnaðarmál - 01.06.1957, Qupperneq 10

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Qupperneq 10
ugt verið unnið að því að auka og efla þekkingu manna á rekstri nútíma- verzlana. Mikilvæg spor hafa verið stigin í þessa átt, m. a. með stofnun félagsins Sölutækni, sem hefur þann aðaltilgang að vinna að aukinni sölu- tækni, eins og nafn félagsins ber með sér, og sömuleiðis með þjálfun þriggja íslenzkra verzlunarráðunauta erlendis, en IMSÍ hefur átt þar nokk- urn hlut að máli. Vinna þeir nú fyrir verzlunarsamtökin við endurskipu- lagningu á verzlunum og veita leið- beiningar um endurbætur á dreifing- arkerfinu í heild. Nú er svo komið, að hér á landi eru starfandi 30 sjálfsafgreiðsluverzlan- ir, sem öðru nafni eru nefndar kjör- búðir. Helmingur þessara verzlana er staðsettur í Reykjavík, og eru flestar þeirra í einkaeign, en kjörbúðirnar úti á landi eru flestar kaupfélagsverzl- anir. Á þessu sést, að mikil umskipti hafa átt sér stað í verzlunarsögu ís- lands síðustu þrjú árin. Enda þótt kjörbúðarfyrirkomulagið eigi hvað bezt við í mat- og nýlenduvöruverzl- unum og sjálfsvalsbúðarfyrirkomu- lagið í sölu búsáhalda, glervöru o. þ. h., hefur þessi þróun haft áhrif til batnaðar í flestum greinum smásöl- unnar. Meiri áherzla er lögð á verð- merkingar, gluggaskreytingar og þjónustu, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Til að leggja enn frekari áherzlu á, hvert gildi kjörbúðirnar hafa í dreif- ingarkerfi þjóðarinnar, skulum við líta inn í nokkrar slíkar verzlanir og ræða við forráðamenn þeirra. EjörbúS SÍS — Austurstræti — Reykja- vík í hjarta Reykjavíkur við mestu verzlunargötu borgarinnar — Austur- stræti — er ein stærsta sjálfsaf- greiðsluverzlunin hér á landi, en það er Kjörbúð SÍS — Austurstræti. Við snúum okkur til hins unga verzlunar- stjóra, Bjarna Grímssonar, og biðjum hann um að svara nokkrum spurning- um um kjörbúðina, sem hann rekur með miklum myndarbrag. — Hvenær var kjörbúð SIS stofn- sett, Bjarni? — 5. nóvember 1955 var kjörbúð- in opnuð. Áður hafði verið unnið í marga mánuði að undirbúningi henn- ar. Kjörbúðin mun vera sú fyrsta, sem opnuð var hér í Reykjavík, en árið 1941 hafði KRON gert tilraun með slíka verzlun, en hún hafði ekki gefið betri raun en það, að hún starfaði að- eins í stuttan tíma. Skömmu áður en kjörbúð SÍS í Austurstræti var opn- uð, hafði verzlunin Liverpool opnað sjálfsvalsverzlun, sem í mörgum at- riðum er svipuð kjörbúðum. Opnun þessara verzlana vakti mikla athygli. — Hvað um stærð verzlunarinnar og skipulag? — Verzlunin er á þrem hæðum, og er samanlagt flatarmál þeirra um 840 m2. Upphaflega var verzlunin á tveim hæðum. Á fyrstu hæð, sem er um 390 m2, er hin raunverulega kjörbúð, en þar eru seldar nýlenduvörur, kjöt og aðrar landbúnaðarafurðir. Er hér eiginlega eingöngu um sjálfsaf- greiðslu að ræða, en kjöt o. þ. h. er selt yfir búðarborð. Á annarri hæð, sem er rúml. 280 m2, er vefnaðar- vöru-, herra- og skófatnaðardeild, auk þess sem þar er sérstök deild fyrir sölu á hinum svonefndu Butterick- sniðum. Sjálfsvalsskipulag er á þess- ari hæð og kjallaranum, en í honum eru seld verkfæri, járnvörur, leik- föng, búsáhöld og heimilistæki. — Fjöldi starfsmanna? — I verzluninni eru 31 starfsmað- ur, þar af fimmtán í kjörbúð, kjöt- deild og vörugeymslu þeirra. Flest af þessu fólki eru ungar stúlkur. í vöru- geymslunni vinna tveir menn, sem hafa það að aðalstarfi fyrri hluta vik- Egilskjör — Yfirlitsmynd. (Ljósm.: Pétur Thomsen).

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.