Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 13
vitað ekki heldur skilað eðlilegri út- komu. Þetta er mesta takmörkun rafreikn- isins nú á tímum. Af þessum sökum minnkar hraðinn niður í mannlegan hraða, og það verður að teljast sila- legur hægagangur. Þetta skapar einn- ig þörf fyrir mikinn fjölda af hálf- gerðu fagfólki. En þegar á allt er litið, er athafnageta rafreiknisins þó komin undir kunnáttu og skilningi þessa fólks. Að svo miklu leyti sem við getum hlaupið yfir meðalgöngu þýðandans og komizt nær rafreikn- um, sem færir eru um að vinna beint úr upplýsingum, þeim mun afkasta- meiri, sveigjanlegri og fjölhæfari verða þeir. Eftir því sem við getum minnkað þörfina fyrir þýðanda, mun rafreiknirinn verða almennara tæki. Hvað er það þá, sem rafreiknirinn getur gert sérstaklega fyrir fram- kvæmdastj órann ? Enda þótt nú þeg- ar séu til fimm meiri háttar notkun- arsvið, nota flest fyrirtæki sér aðeins hið fyrsta. Hið annað fer stöðugt vaxandi og mun verða algengt innan skamms. Hið þriðjá er enn á bernsku- skeiði, og sama er að segja um hið fjórða. Hér eru einmitt fyrirtæki ut- an viðskiptalífsins — svo sem verk- fræðiskólar, opinberar stofnanir o. fl. — í fararbroddi og langt á undan (einkum á sviði varnarmálaj.Fimmta og síðasta nýtingarsviðið er, að því að viðskiptalífið varðar, ennþá langt undan. Fyrsta notkunarsvið rafreiknisins er vélræn skrifstofuvinna, er tekur til geysimikils fjölda af endurtekinni, en einfaldri pappírsvinnu, launa- skrám, reikningsskriftum o. s. frv. Allt á þessu sviði, sem raunverulega er fært í nyt, er hraði rafreiknisins. Þarna er lítið notuð talnageymsla rafreiknisins og reikningsgeta. Hann er notaður sem stórvirk hraðprent- unarvél. Það er á þessu sviði, sem rafreiknirinn hefur hlotið mesta útbreiðslu og viðurkenningu, eink- um í viðskiptalífinu. Þetta merkir auðvitað, að rafreikn- irinn vinnur verk, sem nauðsynlegt er að vinna, en það er ekkert geysi- lega mikilvægt. Það er yfirleitt ekki Hvað er það, sem rafreiknirinn getur gert sérstaklega fyrir framkvæmda- stjórann? Enda þótt nií þegar séu til finun meiri háttar notkunarsvið, nota flest fyrirtæki aóeins liið fyrsta. talið, að skrifstofufólk leysi svo merkileg störf af hendi. En það er hér, á einfaldasta stigi, sem rafreikn- inum í dag er beitt til margs konar þarfa. Annað meiri háttar notkunar- svið rafreiknisins nær yfir söfnun, vinnslu, geymslu, greiningu og birt- ingu upplýsinga. Það er þessi geta rafreiknisins, sem táknuð hefur ver- ið með upphafsstöfunum EDP (elec- tronic data processing), þ. e. raf- eindaskýrsluúrvinnsla. Rafreiknirinn getur tekið við skýrslum, þ. e. upplýs- ingum í töluformi, og unnið úr þeim. Hingað til höfum við þó aðeins notað lítinn hluta af þessari getu. Við not- um rafreikninn til að safna, geyma og birta slíkar upplýsingar. Enn er þó geta hans til greiningar lítið not- uð í viðskiptalífinu. Ef honum eru gefin rétt fyrirmæli, getur hann bor- ið skýrslurnar, sem hann veitir við- töku, saman við skýrslurnar, sem honum hefur verið sagt að búast við, t. d. tölur fjárhagsáætlunar. Og hann getur á augabragði fundið sérhvern mismun á skýrslunum tveimur. Hann getur samstundis gert stjórnendum viðvart, ef hlutirnir ganga ekki eins og ætlazt er til. Hann getur meira. Hann getur sundurgreint skýrslurnar og borið saman við þá dreifingu, sem gert var ráð fyrir. Síðan getur hann fundið sérhvert frávik, sem máli skiptir. Það er t. d. þetta, sem rafreiknirinn gerir, þegar hann sundurliðar j arðskj álfta- mælisálestra til að greina á milli bylgnanna í jörðinni, sem myndast við jarðskjálfta, og þeirra,sem mynd- ast við kj arnorkusprengingu neðan- jarðar. Á viðskiptasviðinu má nota þetta til greiningar á söluskýrslum til að komast að mikilvægum atriðum í markaðsmálum. Fyrirskipa t. d. læknar í útborgarhverfum notkun sömu lyfja og læknar í smærri bæj- um, eða eru læknar í úthverfum borg- anna „sérstæð markaðseining“? Og gefa sérfræðingar í læknastétt mis- munandi fyrirmæli? Eru þeir „sér- stæð markaðseining“? Eða hvað um eldri lækna, er stundað hafa nám í ákveðnum læknaskóla, ef þeir eru bornir saman við lækna, sem braut- skráðir eru frá öðrum skóla? Rafreiknirinn getur ekki hugsað um þetta —- einhver verður að hugsa um spurningarnar. En þegar honum hafa eitt sinn verið gefin fyrirmæli, getur hann nær samstundis sundur- greint hinar raunverulegu fyrirskip- anir, er læknarnir hafa skrifað, og komið með svörin, sem gera stjórn- endum fært að sjá, hvort söluátaki fyrir nýju lyfi skuli beint að þessum eða hinum hluta markaðarins — hvort þessi lyf seljast vel hér eða illa þar o. s. frv. Eða eru sjúkrahúsin frá- brugðin „praktiserandi“ læknum, að því er lyfjanotkun varðar? Skýrslur um þessi atriði hafa lengi verið fá- anlegar, en án rafreiknis mundu þær ekki verða sundurgreindar. I getu rafreiknisins við að leggja mönnum til þær upplýsingar, sem þeir þarfnast, í því formi og á þeim tíma, sem þeirra er þörf, er fólgin hin mikla fjölhæfni hans, sem enn hefur ekki nærri því verið notuð sem skyldi af öllum þorra fyrirtækja. Stjórnendur verða því að hugleiða þarfir sínar. Rafreiknifræðingar og framkvæmdastjórar verða að tylla sér niður sameiginlega til að hugsa rækilega, hvernig nota skuli getu raf- reiknisins til að birgja þá af upp- lýsingum. Við fjárfestingarákvarð- anir horfa t. d. flestir stjórnendur enn á eina tegund sundurgreiningar vegna væntanlegs fjárhagsvinnings, er liggur að haki tillögunni. Þeir ein- blína á væntanlegt endurgjald fjár- festingarinnar. Eða þeir stara á þann IÐNAÐARMÁL 95

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.